Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2022 Prenta

Veðrið í mars 2022.

Mikið snjóaði í mánuðinum.
Mikið snjóaði í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, vindasamur, snjóþungur og úrkomusamur. Mikil snjókoma var frá því um morguninn þann 8 og fram yfir hádegið. Eins snjóaði mikið þann 10 frá hádegi og framundir kvöldmat, þegar breyttist í slyddu og síðan rigningu. Þá snjóaði mikið þann 19 og fram á morgun þann 20. Mikil snjókoma var frá því um kvöldið þann 21 og fram á þriðjudaginn 22. Mesti snjór sem hefur komið til margra ára hér í Árneshreppi. Laugardaginn 26 var sunnan og síðan suðvestan og hlýnaði mikið í veðri og gerði talsverðan blota og snjór seig talsvert, en þar sem þunnt var á fór í svell. Svo frysti aftur daginn eftir. Ágætisveður var þrjá síðustu daga mánaðarins, þá kom einn af vorboðunum á Ávíkina,:Álftin.

Ofsaveður var af suðri þann 14 seinnihluta dags, Klukkan 18:00 var vindhraði í jafnavind 34 m/s sem er fárviðri. Kviður fóru þá í 48 m/s. Í suðvestan rokinu þann 26 fóru kviður í 35 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 140,6 mm. (í mars 2021: 64,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 26: +8,8 stig.

Mest frost mældist þann 25: -5,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,5 stig. (í mars 2021: +1,1 stig. )

Meðalhiti við jörð var -2,56 stig.  (í mars 2021: -1,78 stig.)

Sjóveður: Mjög rysjótt sjóveður var í mánuðinum, sæmilegt sjóveður var þó 8, 13, 10, 20, 21, 30, 31. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars mjög slæmt sjóveður vegna hvassviðra og ölduhæðar. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 23 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 23: 63 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan, NV, stinningsgola, síðan SA gola, snjókoma, hiti +1 til -3 stig.

2-4: Austan, SA, S, SV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, snjóél, hiti +6 til -2 stig.

5: Suðaustan, S, stinningsgola, kaldi, allhvass, rigning, hiti +1 til +6 stig.

6-7: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, snjóél, hiti +2 til -1 stig.

8: Norðaustan stinningsgola, snjókoma, síðan suðaustan stinningsgola, hiti frá -3 til +4 stig.

9-10: Norðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan NA, A, gola, stinningsgola, kaldi,rigning, súld, snjókoma, slydda, hiti frá -2 til +5 stig.

11: Suðaustan, S, kul, golastinningsgola, allhvasst, rigning eða slydda aðfaranótt, 11. Úrkomulaust yfir daginn. Hiti +1 til +8 stig.

12-13: Sunnan, SV,SA, gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust þ.13.Hiti +7 til -1 stig.

14: Suðaustan, kaldi, síðan Sunnan ofsaveður, rigning, slydda, snjókoma, skóf upp klakastykki, hiti +0 til 6 stig.

15-18: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, snjóél, skafrenningur, hiti +2 til -4 stig.

19-20: Norðan, Norðvestan, Vestan, andvari, kul, gola, stinningsgola, snjókoma, hiti -3 til +1 stig.

21: Suðaustan kul, síðan NA stinningsgola og snjókoma, hiti +1 til -2 stig.

22-23: Norðan, NA, stinningskaldi, kaldi, gola, snjókoma, skafrenningur, hiti +1 til -2 stig.

24: Suðaustan kul, rigning, síðan SV, kaldi, síðan NV, NNA, snjókoma með köflum, hiti +6,5 til -4,5 stig.

25: Norðaustan, kaldi, kul, snjókoma, frost -1 til -5 stig.

26: Suðvestan, hvassviðri, stormur, rok, úrkomuvottur um morguninn, hiti +5 til +9 stig.

27-29: Norðaustan, kaldi, stinningsgola, snjóél um morguninn þ.27. Úrkomulaust 28 og 29. Frost -1 til -4 stig.

30: Breytileg vindátt kul, úrkomulaust, hiti +2 til -5 stig.

31: Suðvestan, VSV, kul eða gola, snjóél um nóttina, síðan rigningarvottur, hiti -0,4 til +5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón