Vegagerðin samþykkti ógilt tilboð og afturför í flugþjónustu.
Fréttatilkynning:
Flugfélagið Ernir gerir athugasemdir við fréttilkynningar Vegagerðarinnar og Norlandair frá í gær.
Flugfélagið Ernir ehf. telur að Norlandair hafi með yfirlýsingu í gær (12/11‘ 20) staðfest að tilboð þess síðarnefnda í flugleiðina Bíldudal/Gjögur hafi verið ógilt og að fullyrðingar Vegagerðarinnar um hið gagnstæða standist ekki. Þar með er ljóst að mótmæli Vestfirðinga vegna „stökks niðrávið í þjónustu“ eiga við rök að styðjast. Flugfélagið Ernir ehf. hefur kært niðurstöðu útboðsins til Kærunefndar útboðsmála sem birti m.a. þetta í greinagerð með ákvörðunarorðum sínum, en þar segir orðrétt:“Eins og mál þetta liggur fyrir nú verður því að miða við að varnaraðili hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup við val á tilboði Nordlandair ehf. ”
Beechcraft King Air vél sú sem Norlandair hyggst aðallega nýta í flugið er skráð hjá Samgöngustofu sem 7 sæta en ekki 9 sæta, eins og fullyrt er í tilboði. Ljóst er að þessi flugvél uppfyllir ekki skilyrði útboðsins um 600 kg. flutningsgetu fyrir frakt auk farþega og farangurs. Þessi skilyrði voru meðal annars sett vegna slæms ástands vega á Vestfjörðum og í Árneshreppi sem oft kallar á mikla flutninga.
Flugvélar Norlandair eru ekki sambærilegar við þær rúmgóðu vélar sem Flugfélagið Ernir hefur notað til þjónustunnar undanfarin ár þótt slíkt sé fullyrt af Vegagerðinni og Norlandair.
Meira