Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. janúar 2020

Veðurfræðingum á vakt fjölgað úr tveimur í þrjá.

Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.

Þann 22 janúar tók Veðurstofa Íslands við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veðurþjónustan fyrir flugvöllin í Vogum er því komin á eina  hendi, en það er danska veðurstofan  sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Íslands mun veita.

Á sama tíma hefur veðurfræðingum á vakt á morgnanna verið fjölgað úr tveimur í þrjá, sem er  mikill áfangi fyrir Veðurstofuna, en aldrei áður hafa verið þrír veðurfræðingar á vakt ef frá eru talin eldgos síðustu ára. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. janúar 2020

Enn og aftur rafmagntruflanir.

Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.
Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.

Það voru rafmagnstruflanir í Árneshreppi rétt fyrir tólf á hádegi í dag rafmagn fór af í um 4 mínútur. Og svo aftur tvívegis eftir hádegið. Þá fór rafmagn af í um hálf tíma um 18:28og til 19:00.

Það hefur verið og er ísingar og sjávarseltuveður á rafmagnslínur í dag, hiti um 0 stigin eða +1 til -1 stig. Vindur hefur verið í dag á Vestjörðum og Ströndum NA eða A 15 til 32 m/s og talsverð snjókoma seinnipartinn.

 

Búið er að staðfesta að ráðast þarf í hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal. Undirbúningur er þegar hafinn. 

Rétt áður en hreinsun hefst þarf að gera allt tengivirkið spennulaust og vegna þess verður rafmagnslaust hjá notendum á Króksfjarðarnesi, Gilsfirði, Gufudalssveit og Reykhólasveit á meðan hreinsun stendur yfir. Ekki er hægt að segja á þessari stundu


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Rafmagn fór af.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi á sjötta tímanum. Rofi sló út við Selá í Steingrímsfirði og tók tíma að keyra þangað frá Hólmavík og slá honum inn, og þá var allt í lagi og rafmagn kom á aftur klukkan hálf sjö. Rafmagnslaust var


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Hvassviðri- Stormur.

Mjög dimm él eru.
Mjög dimm él eru.

Það hefur verið suðvestan hvassviðri og eða stormur í dag eins og svo oft nú undanfarið í þessum janúarmánuði. Mjög dimm él hafa verið og eru og nú sérstaklega seinnipartinn í dag. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er vindur oftast yfir 20 m/s en í kviðum hefur vindur farið í 34 m/s sem er yfir 12 vindstigum gömlum, og hefur það oft skeð í þessum suðvestan veðrum undanfarið. Frostið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Rafmagnslaust víða á Vestfjörðum.

Tengivirkið í Geiradal.
Tengivirkið í Geiradal.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða er

bilun í flutningskerfi Landsnets og er rafmagnslaust víða á Vestfjörðum. Rafmagn fór af hér í Árneshreppi í um fimm


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. janúar 2020

Úrkoma árið 2019 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2019, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2018.:

Janúar: 46,0 mm. (71,3 mm.)

Febrúar: 59,2 mm. (99,8 mm.)

Mars: 52,7 mm. (40,3 mm.)

Apríl: 32,7 mm. (57,1 mm.)

Maí: 11,9 mm. (62,9 mm.)

Júní: 13,5 mm. (75,9 mm.)

Júlí: 80,7 mm. (159,2 mm.)

Ágúst: 101,8 mm. (33,9 mm.)

September: 148,6 mm. (57,9 mm.)

Október: 45,4 mm. (87,3 mm.)

Nóvember: 24,3 mm. (94,6 mm.)

Desember: 106,9 mm. (57,1 mm.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. janúar 2020

Flogið í dag á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli og búið að losa vörur.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli og búið að losa vörur.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag, í ágætisveðri. Vöru- Póst og farþegaflug. Vörur komu í verslunina og viku póstur. Ekki var hægt að fljúga á Gjögur vegna óveðurs þann 14. Síðast var flogið á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. janúar 2020

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru með birtingu í morgun á snjósleðum til að athuga með línuna norður í Árneshrepp. Þeir fundu þrjá staura brotna við Djúpavík og einnig var ísing á línunni í Naustvíkurskörðum, einnig fannst slit í Krossneslínunni.

Einnig fóru aðrir starfsmenn frá Orkubúinu á bílum norður og Vegagerðin mokaði til að Orkubúið kæmu gröfu norður til að grafa og skipta um þessa þrjá staura við


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. janúar 2020

Rafmagnslaust, lína slitin.

Ljósavél í veðurathugunarhúsinu í Litlu-Ávík.
Ljósavél í veðurathugunarhúsinu í Litlu-Ávík.

Það var ekki lengi rafmagn hér í Árneshreppi eftir að það kom, í morgun um tíuleitið, eftir rafmagnsleysi alla nóttina. Nú fór rafmagn af aftur fyrir eitt aftur og nú virðist vera slitin lína. Nú keyra menn varavélar á heimilum þar sem þær eru fyrir hendi.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagn fór af Árneshreppi. Rafmagn er


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. janúar 2020

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rétt fyrir klukkan 10 í dag var spennirinn í Geiradal spennusettur og eru þá allir notendur á Vestfjörðum komnir með rafmagn frá landskerfinu. Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður tengdust landskerfinu rétt eftir 4 í nótt og norðanverðir Vestfirðir klukkan 9 í morgun. Allri varaaflskeyrslu hefur í kjölfarið verið hætt. Eins og kunnugt er hafa fallið snjóflóð bæði á Flateyri


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
Vefumsjón