Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020
Prenta
Viðvörun á Strandavegi NR 643.
Vegagerðin hefur sett upp merki með viðvörun um að vatn renni yfir veg 643 norður í Árneshrepp eftir tilkynningu frá veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík og síðan tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Einnig er grjót farið að falla úr skriðum niður á veg, þó í litlu mæli enn sem komið er. Vegagerðin.is
Vegagerðin ráðleggur fólki að vera ekki á ferð á þessu svæði.