Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2020

Veðrið í Mars 2020.

Fallegt veður var þann 07-03. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
Fallegt veður var þann 07-03. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
1 af 4

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með austlægum eða suðaustlægum vindáttum með úrkomulitlu veðri, enn talsverð slydda var um tíma þann 3. Þann 4 var hægviðri með þurru veðri. Þann 5 gekk í norðlæga vindátt og norðaustan og austlægar vindáttir voru fram til 14 með éljum og snjókomu og skafrenningi. Enn hvassviðri var dagana 10 og 11. Þann 15 var suðvestan eða sunnan með snjókomu allhvasst um tíma og mikill skafrenningur. Þá gekk í norðaustan storm og síðan hvassviðri með talsverðri snjókomu, og bætti mikið á snjóalög á láglendi, frá 16 til 18. Þann 19 gekk í suðvestanátt, eða suðlægar vindáttir, hvassviðri ,stormur og tók snjó mikið upp á lálendi, og varð jörð flekkótt í 3 síðustu daga mánaðarins.

Vindur fór í 42 m/s í kviðum í S og SSV veðrinu þann 20. Oft í 38 m/s. Og í SSV veðrinu þann 31 fór vindur í 35 m/s.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2020

Flugi aflíst.

Sjóinn skefur í rokinu.
Sjóinn skefur í rokinu.

Það hefur verið aflíst flugi til Gjögurs í dag af Flugfélaginu Ernum, vegna suðvestan hvassviðris með stormkviðum og jafnvel rokkviðum. Það er miklu hvassara en Veðurstofan er að spá, enda er suðvestanáttin mjög erfið hér, getur dottið niður í 30


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2020

Verið er að opna í Árneshrepp. Og Kórónu.

Úr Sætrakleif.
Úr Sætrakleif.
1 af 3

Vegagerðin er nú að opna veginn norður í Árneshrepp, ekki er vitað hvort hægt verði að stinga í gegn í kvöld, því gífurlegur snjór er. Mokað er með jarðýtu, veghefli, snjóblásara og mokstursvél Vegagerðarinnar sem staðsett er í hreppnum. Fréttamaður fór inn fyrir Sætrakleif í dag, en þá var ekki búið að moka niður


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2020

Snjóflóð féll í Urðunum.

Snjóflóðið sem féll í Urðunum.
Snjóflóðið sem féll í Urðunum.
1 af 2

Þegar Jón Guðbjörn póstur var að fara með póstinn norður á Norðurfjörð um eitt leitið var komið snjóflóð í Urðunum úr Gjánni í Stórukleifabrekkunni. Jón G hringdi í Ingólf Benediktsson sem sér um snjómokstur fyrir Vegargerðina í Árneshreppi, og kom hann strax og mokaði flóðið.

Snjóflóðið náði yfir veginn og var um 1.5 m til 2 m að hæð


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. mars 2020

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flug tókst í dag.
Flug tókst í dag.

Flugfélaginu Ernum tókst loks að fljúga á Gjögur í dag. Snjókoma var fram yfir hádegið og síðan birti upp og vélin kom um eitt leitið. Eins oh hálfs vikna póstur kom og mikið af vörum í verslun Verslunarfélags Árneshrepps. Síðast var flogið á fimmtudaginn


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2020

Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.

Frá flugvellinum á Gjögri í dag.
Frá flugvellinum á Gjögri í dag.

Flugfélagið Ernir eru búnir að aflýsa flugi til Gjögurs. Sunnan hvassviðri er og kviður í stormstyrk. Síðast var flogið á fimmtudaginn 12 mars. Sennilega verður ekkert flogið fyrr


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. mars 2020

Snjókoma og skafrenningur.

Oft er skyggnið minna en myndin sýnir.
Oft er skyggnið minna en myndin sýnir.

Það eru engin lát á þessum óveðrum sem af er mánuði, einn og einn dagur sæmilegur. Nú er hér á Ströndum sunnan og suðvestan hvassviðri með snjókomu og miklum skafrenningi, og dregur í enn frekari skafla. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík var farið að gefa upp djúpa skafla eftir norðaustan áhlaupið þann 11. Og ekki batnar það núna þegur skefur mikið niður á láglendi.

Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. mars 2020

Síminn veitir ótakmarkað gagnamagn.

 Ótakmarkað gagnamagn á meðan á samkomubanni stendur hjá Símanum.
Ótakmarkað gagnamagn á meðan á samkomubanni stendur hjá Símanum.

Fréttatilkynning frá Símanum.

Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að létta undir á þessum óvissutímum og því ætlum við að veita viðskiptavinum ótakmarkað gagnamagn á meðan á samkomubanni stendur. Þetta á við um Internettengingar heimila, farsímaáskriftir, Krakkakort og Þrennu.

Það er fordæmalaust ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum. Fjarskipti eru nauðsynleg í slíku ástandi, þau stytta vegalengdir og hjálpa okkur að halda uppi samskiptum okkar á milli. Við hjá Símanum viljum að viðskiptavinir okkar hugsi frekar um eigin hag og heilsu, ættingja sína og vini frekar en


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2020

Flogið var í gær.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Það var gott að Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs í gær. Ekki hefði verið hægt að fljúga í dag, hvassviðri svarta bylur er. Ernir létu Póstmiðstöð vita um flýtingu áætlunar um einn dag, þannig að allur uppsafnaður póstur kom, en ekki var hægt að fljúga á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. mars 2020

Hætti hjá Vegagerðinni eftir langt starf þar.

Jón Hörður Elíasson. Mynd Jenný
Jón Hörður Elíasson. Mynd Jenný

Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri hætti hjá Vegagerðinni nú síðastliðin áramót. Hann byrjaði sem ungur maður hjá Vegagerðinni á Hólmavík og starfsferill hans er orðin býsna langur þar. Fyrsti starfsdagur hans var 25 maí 1970, þá var hann ráðinn sem sumarstarfsmaður á ýtuskóflu við ámokstur á vörubíla. Á níunda ártugnum var hann var hann ráðinn sem verkstjóri og síðan um áramótin 1997 sem rekstrarstjóri og gegndi því starfi þar til hann hætti. Þennan


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón