Veðrið í Febrúar 2020.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hægri NA átt, með smá éljum, siðan voru frá 2 til 8 suðlægar vindáttir með þíðviðri, og tók snjó og svellalög mikið til upp. Þann 9 og fram til 11 voru norðlægar vindáttir, með snjókomu eða éljum. 12 til 14 var ANA átt og stormur og rok þann 14 með snjókomu og skafrenningi. Þá voru Norðaustanáttir áfram oft með hvassviðri og eða stormi með ofankomu fram til 22. Þann 23 gerði Suðvestanátt eða suðlæga vindátt, með snjókomu með köflum, en þurru veðri þann 23. Þann 25 gekk í Norðaustanátt og austan með snjókomu eða éljum. Þann 29 voru breytilegar vindáttir og hægviðri með úrkomulausu veðri.
Vindur fór í 35 m/s í kviðum í austan veðrinu þann 14. Sem eru 12 vindstig gömul.
Mæligögn:
Meira