Veðrið í Mars 2020.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með austlægum eða suðaustlægum vindáttum með úrkomulitlu veðri, enn talsverð slydda var um tíma þann 3. Þann 4 var hægviðri með þurru veðri. Þann 5 gekk í norðlæga vindátt og norðaustan og austlægar vindáttir voru fram til 14 með éljum og snjókomu og skafrenningi. Enn hvassviðri var dagana 10 og 11. Þann 15 var suðvestan eða sunnan með snjókomu allhvasst um tíma og mikill skafrenningur. Þá gekk í norðaustan storm og síðan hvassviðri með talsverðri snjókomu, og bætti mikið á snjóalög á láglendi, frá 16 til 18. Þann 19 gekk í suðvestanátt, eða suðlægar vindáttir, hvassviðri ,stormur og tók snjó mikið upp á lálendi, og varð jörð flekkótt í 3 síðustu daga mánaðarins.
Vindur fór í 42 m/s í kviðum í S og SSV veðrinu þann 20. Oft í 38 m/s. Og í SSV veðrinu þann 31 fór vindur í 35 m/s.
Mæligögn:
Meira