Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
Mikill sjór, í SV roki skóf sjóinn svo bar við himinn.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með öllum vindáttum. Norðan, Austan, Sunnan, Vestan, NA, SA, SV, NV, með snjókomu, rigningu eða éljum, og hitastigi í plús eða mínus. Og voru svona umhleypingar má segja út mánuðinn. Enn engin hvassviðri voru eftir 26.
Gott veður var dagana 16, 17 og 18, suðlægar vindáttir með úrkomulausu veðri. Og gott veður eftir hádegið þann 21 hæg austlæg vindátt og úrkomulaust. Breytilegar vindáttir voru dagana 27 og 28 og úrkomulaust veður.
Í suðvestan storminum þann 5 fór vindur í kviðum í 42 m/s. Og einnig í SSV stormi þann 19 fóru kviður í 35 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 20 fóru kviður í 33 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 23 fór vindur í 34 m/s í kviðum. Þetta er vindur sen fer í 12 vindstig gömul eða meira.
Mikil hálka var á vegum í mánuðinum. Svell tóku mikið upp þó í blotunum 19 og 21 og 22.
Flugsamgöngur féllu niður til Gjögurs eða þrjár flugferðir í mánuðinum, vegna veðurs. Mánuðurinn var úrkomusamur.
Mæligögn:
Meira