Áfram Árneshreppur! úthlutar styrkjum.
Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna sem eiga að verða að raunveruleika í sumar og næsta vetur. Mörg spennandi verkefni fengu brautargengi og eiga eftir að auðga mannlífið og samfélagið í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Heildarupphæð þessarar styrkúthlutunar var 14,9 milljónir króna.
Stærsti styrkurinn fór til að gera endurbætur á búningsaðstöðu við Krossneslaug sem er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins. Hún var gerð árið 1954 og rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Það er ungmennafélagið Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar.
Annað stórt verkefni er uppbygging á Baskasetri sem mun fjalla um veru Baska hér á landi,
Meira