Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. júní 2020

Áfram Árneshreppur! úthlutar styrkjum.

Styrkþegar.
Styrkþegar.

Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna sem eiga að verða að raunveruleika í sumar og næsta vetur. Mörg spennandi verkefni fengu brautargengi og eiga eftir að auðga mannlífið og samfélagið í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Heildarupphæð þessarar styrkúthlutunar var 14,9 milljónir króna.

Stærsti styrkurinn fór til að gera endurbætur á búningsaðstöðu við Krossneslaug sem er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins. Hún var gerð árið 1954 og rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Það er ungmennafélagið Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar.

Annað stórt verkefni er uppbygging á Baskasetri sem mun fjalla um veru Baska hér á landi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júní 2020

Auglýsing um kjörstað og opnunartíma.

Kjörstaður verður í Félagsheimilinu Trékyllisvík.
Kjörstaður verður í Félagsheimilinu Trékyllisvík.

Við forsetakosningar, sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní 2020, verður kjörstaður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. júní 2020

Jarðskjálfti fannst í Litlu-Ávík.

Kort Veðurstofu Íslands.
Kort Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn sem varð um kl. 19:27 nú í kvöld fannst greinilega á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Hann virkaði sem mikið högg á húsið. Það er mjög óvanalegt að finna jarðskjálfta hér norður í Árneshreppi þótt skjálftar séu á Eyjafjarðarsvæðinu eða út af Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júní 2020

Veðrið í Maí 2020.

Lambfé sett út á tún þann 21.
Lambfé sett út á tún þann 21.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðanátt fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 6 var suðvestanátt, rok eða ofsaveður þann 4. Frá 7 til 9 voru hægar vestlægar eða norðlægar vindáttir, talsverð snjóél að morgni 9 og varð jörð flekkótt. Frá 10 til 11 var suðvestlæg vindátt, en seinnipartinn þann 11 var komin norðaustanátt með slyddu, og snarkólnandi veðri, hiti fór úr +9 stigum niðurí 1 stig. Þann 12 og 13 var svalt í veðri.

Frá 14 til 20 voru norðlægar vindáttir og svölu veðri og slydduéljum. Loks þann 21 fór að hlýna verulega í veðri með suðlægri vindátt. Norðanátt var frá 22 fram til 24. Enn og aftur snarkólnaði. 25 til 26 var breytileg vindátt með svölu veðri og snjóaði niður í um 400 metra hæð í fjöllum aðfaranótt 26. Suðvestanátt var svo frá 27 til 28 allhvasst og fór að hlína í veðri. Siðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri.

Jörð var mjög þurr fyrrihluta mánaðar eða fram til 20. En þegar úrkoma kom loks 21 fóru ræktuð tún að taka við sér dálitið. Raunverulega var jörð mjög þurr allan mánuðinn, jörðin drakk þessa litlu úrkomu í sig um leið.

Í suðvestan rokinu þann 4 fóru kviður í 47 m/s, jafnavindur var þá kl.: 18:00 29 m/s. Þetta er eitt af verstu suðvestan veðrum sem hafa komið hér.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. maí 2020

Bifreiðaskoðun á Hólmavík.4 til 7 maí.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja. Myndasafn.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja. Myndasafn.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf, er staðsett á Hólmavík frá og með deginum í dag mánudaginn 4 maí til fimmtudagsins 7. maí 2020. Aðeins er farin þessi eina ferð á þessu ári. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Skoðuð eru öll ökutæki og einnig ferðavagnar. Frumherji ehf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2020

Veðrið í Apríl 2020.

Fallegt vetrarveður var þann 8.
Fallegt vetrarveður var þann 8.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestan og vestan var fyrri hluta dags þann 1 og síða norðan hvassviðri með éljum. Frá 2 og fram til 5 var norðaustan, með hvassviðri eða stormi þann 4 og 5 og snjókomu. Þann 6 var tvíátta, Norðan Norðvestan með snjókomu slyddu og síðan rigningu, síðan Suðvestan hvassviðri um kvöldið og úrkomulaust. Frá 7 til 8 var vindur norðlægur, með snjókomu þann 7 annars él. Frá 9 og fram til 12 voru mest breytilegar vindáttir, með hita yfir daginn og sólbráð, en frost á nóttinni. Þann 13 og 14 var suðvestan hvassviðri eða stormur, með lítilli úrkomu en hlítt í veðri og tók snjó mikið upp á láglendi. Síðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Um nónleytið þann 18 snérist í Norðan golu með rigningu slyddu og síðan snjókomu og snarkólnandi veðri og var orðið alhvítt um kvöldið. Hitinn fór úr 11 stigum og niðurí 1 stig. Frá 19 til 24 voru suðlægar vindáttir með góðum hita. Siðan snérist í norðlægar eða breytilegar vindáttir með kólnandi veðri, sæmilega hlítt yfir daginn en frost á nóttinni. Þann 30 gerði norðaustan stinningskalda með en frekar kólnandi veðri með smá snjóéljum, og varð hvítt langt niður í hlíðar.

Jörð var talin fyrst auð á láglendi þann 23. Sumardaginn fyrsta.

Í suðvestan rokinu þann 14 fór vindur í kviðum í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul, eða fárviðri.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. apríl 2020

Ekki flogið á þriðjudögum.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.

Fréttatilkynning frá Flugfélaginu Ernum:

Vegna núverandi aðstæðna höfum við þurft að fækka ferðum í áætlun okkar tímabundið til allra áfangastaða nema Gjögurs. Áfram verða farnar tvær ferðir í viku, ef veður leyfir, en höfum þurft að breyta aðeins dögum. Vegna skerðingar á áætlun höfum við ákveðið að fljúga ekkert á þriðjudögum og því færist þriðjudagsflugið fram á mánudag.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2020

Veðrið í Mars 2020.

Fallegt veður var þann 07-03. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
Fallegt veður var þann 07-03. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
1 af 4

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með austlægum eða suðaustlægum vindáttum með úrkomulitlu veðri, enn talsverð slydda var um tíma þann 3. Þann 4 var hægviðri með þurru veðri. Þann 5 gekk í norðlæga vindátt og norðaustan og austlægar vindáttir voru fram til 14 með éljum og snjókomu og skafrenningi. Enn hvassviðri var dagana 10 og 11. Þann 15 var suðvestan eða sunnan með snjókomu allhvasst um tíma og mikill skafrenningur. Þá gekk í norðaustan storm og síðan hvassviðri með talsverðri snjókomu, og bætti mikið á snjóalög á láglendi, frá 16 til 18. Þann 19 gekk í suðvestanátt, eða suðlægar vindáttir, hvassviðri ,stormur og tók snjó mikið upp á lálendi, og varð jörð flekkótt í 3 síðustu daga mánaðarins.

Vindur fór í 42 m/s í kviðum í S og SSV veðrinu þann 20. Oft í 38 m/s. Og í SSV veðrinu þann 31 fór vindur í 35 m/s.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2020

Flugi aflíst.

Sjóinn skefur í rokinu.
Sjóinn skefur í rokinu.

Það hefur verið aflíst flugi til Gjögurs í dag af Flugfélaginu Ernum, vegna suðvestan hvassviðris með stormkviðum og jafnvel rokkviðum. Það er miklu hvassara en Veðurstofan er að spá, enda er suðvestanáttin mjög erfið hér, getur dottið niður í 30


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2020

Verið er að opna í Árneshrepp. Og Kórónu.

Úr Sætrakleif.
Úr Sætrakleif.
1 af 3

Vegagerðin er nú að opna veginn norður í Árneshrepp, ekki er vitað hvort hægt verði að stinga í gegn í kvöld, því gífurlegur snjór er. Mokað er með jarðýtu, veghefli, snjóblásara og mokstursvél Vegagerðarinnar sem staðsett er í hreppnum. Fréttamaður fór inn fyrir Sætrakleif í dag, en þá var ekki búið að moka niður


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón