Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2020 Prenta

Nýtt flugfélag flýgur á Gjögur.

Fyrsta flug Norlandair á Gjögur í dag.
Fyrsta flug Norlandair á Gjögur í dag.
1 af 2

Eftir útboð Vegagerðarinnar í haust fékk Flugfélagið Norlandair úthlutað flugi til Gjögurs og Bíldudals, sem var með lægsta tilboðið. Til stendur að nota nýlega 9 sæta Beechcraft B200 King Air, sem búin er jafnþrýstibúnaði. Jafnframt verður notast við Dash 8-200, sem er 37 sæta, þegar og ef þörf krefur. Að auki býr félagið yfir þremur Twin Otter flugvélum sem þykja einstaklega hentugar við erfiðustu skilyrði á norðurslóðum, en þær vélar notast félagið mest við á Grænlandi.

Norlandair ehf. er í samstarfi við Air Iceland Connect með aðstöðu og farmiðasölu í Reykjavík og nýta bókunarvél félagsins við farmiðasölu.

Allt flug er bókanlegt á vef Air Iceland Connect

Fraktafgreiðsla í Reykjavík; Icelandair Cargo sími: 505 0401.

Aðeins var farþegaflug í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón