Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2020
Prenta
Strandafrakt í ullarferð.
Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Talsverð hálka eða snjóþekja er á veginum norður. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti ullina til bænda. Nú er þetta orðið lítið af ull, aðeins frá fjórum bændum, og allt kemst í einni ferð.
Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.
Strandafrakt hætti öllum hefðbundnum vöruflutningum í lok október síðastliðnum.