Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2020 Prenta

Strandafrakt í ullarferð.

Strandafrakt tekur ull. (Myndasafn).
Strandafrakt tekur ull. (Myndasafn).
1 af 2

Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Talsverð hálka eða snjóþekja er á veginum norður. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti ullina til bænda. Nú er þetta orðið lítið af ull, aðeins frá fjórum bændum, og allt kemst í einni ferð.

Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.

Strandafrakt hætti öllum hefðbundnum vöruflutningum í lok október síðastliðnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Lítið eftir.
Vefumsjón