Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. nóvember 2020
Prenta
Stormur eða Rok framundan.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og norðurland vestra er nú vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða slydda með köflum í kvöld og hlýnar, en sunnan 20-28 um miðnætti og úrkomuminna. Suðvestan 10-18 og él í fyrramálið, en 18-23 eftir hádegi og kólnar. Heldur hvassara annað kvöld
Á föstudag: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark.
Hér í Árneshreppi er snjóþekja á vegum og verður mjög sleipt í þessu þegar hlýnar, og þetta fer sennilega í svell, sérstaklega þar sem snjór er þjappaður niður í hjólförum.