Veðrið í Desember 2020.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðlæg vindátt og síðan NNV um kvöldið með snjókomu þann 1. Frá 2 til 4 var norðan áhlaup, frá allhvössum vindi og uppí storm, með snjókomu með talsverðu frosti. Þá voru suðlægar vindáttir með úrkomu þann sjöunda, en annars þurru veðri 5 til 8. Frá 9 til 22 var Norðaustlæg vindátt allt frá stinningsgolu og uppí stormstyrk, með rigningu, slyddu og talverðri snjókomu frá 19 og fram á morgun þann 21. Frá 23 og til 26 var suðlæg vindátt með hvassviðri eða stormi 24 og 25. Rigning og síðan él. Snjó tók mikið til upp 24 og 25. Þá var norðanátt 27 og 28, með úrkomu. Síðan var hægviðri þrjá síðustu daga mánaðarins, og var léttskýjað á gamlárskvöld og fallegt veður.
Mæligögn:
Meira