Úrkoma árið 2020 í Litlu-Ávík.
Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2020, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2019.:
Janúar: 117,1 mm. (46,0 mm.)
Febrúar: 48,8 mm. (59,2 mm.)
Mars: 55,9 mm. (52,7 mm.)
Apríl: 45,3 mm. (32,7 mm.)
Maí: 28,2 mm. (11,9 mm.)
Júní: 64,7 mm. (13,5 mm.)
Júlí: 110,9 mm. (80,7 mm.)
Ágúst: 127,3 mm. (101,8 mm.)
September: 147,2 mm. (148,6 mm.)
Október: 80,7 mm. (45,4 mm.)
Nóvember: 125,5 mm. (24,3 mm.)
Desember: 81,6 mm. (106,9 mm.)
Samtals úrkoma var því á árinu 2020: 1033,2 mm. enn árið 2019: 723,7 mm. Er úrkoman því 309,5 mm meiri en árið 2019. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í janúar, júlí, ágúst, september og í nóvember. Enn 2019 fer úrkoma yfir hundrað mm í ágúst, september og í desember. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð og á liðnu ári fór hún það, enda úrkomusamt ár.