Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. júní 2020
Prenta
Jarðskjálfti fannst í Litlu-Ávík.
Jarðskjálftinn sem varð um kl. 19:27 nú í kvöld fannst greinilega á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Hann virkaði sem mikið högg á húsið. Það er mjög óvanalegt að finna jarðskjálfta hér norður í Árneshreppi þótt skjálftar séu á Eyjafjarðarsvæðinu eða út af Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni var styrkleikinn sennilega svipaður að styrkleika og var fyrr í dag eða 5,6, en unnið er að útreikningi skjálftans þegar þetta er skrifað.