Enn og aftur rafmagntruflanir.
Það voru rafmagnstruflanir í Árneshreppi rétt fyrir tólf á hádegi í dag rafmagn fór af í um 4 mínútur. Og svo aftur tvívegis eftir hádegið. Þá fór rafmagn af í um hálf tíma um 18:28og til 19:00.
Það hefur verið og er ísingar og sjávarseltuveður á rafmagnslínur í dag, hiti um 0 stigin eða +1 til -1 stig. Vindur hefur verið í dag á Vestjörðum og Ströndum NA eða A 15 til 32 m/s og talsverð snjókoma seinnipartinn.
Búið er að staðfesta að ráðast þarf í hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal. Undirbúningur er þegar hafinn.
Rétt áður en hreinsun hefst þarf að gera allt tengivirkið spennulaust og vegna þess verður rafmagnslaust hjá notendum á Króksfjarðarnesi, Gilsfirði, Gufudalssveit og Reykhólasveit á meðan hreinsun stendur yfir. Ekki er hægt að segja á þessari stundu
Meira