Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. janúar 2020

Sérstakt sjóveður.

Sjóinn skefur í kviðum og ber við himinn.
Sjóinn skefur í kviðum og ber við himinn.
1 af 3

Nú er rok á Vestfjarðamiðum og sjógangur hefur aukist mikið við ströndina með morgninum. Suðsuðvestan allhvass er hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og kviður upp í hvassviðri. Það er ekki oft sem sést svona mikill sjógangur í aflandsvindi, sjólag er komið í mikinn sjó ölduhæð þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. janúar 2020

Rafmagn fór af.

Dísil vél Orkubúsins á Hólmavík Mynd Sveinn Ingimundur Pálsson.
Dísil vél Orkubúsins á Hólmavík Mynd Sveinn Ingimundur Pálsson.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Klukkan 14:38 leysti Geiradalslína 1 út og varð rafmagnslaust á öllum Vestfjörðum vegna þess. Varaafl var í kjölfarið ræst og ættu allir notendur á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum að vera komnir með rafmagn. Verið er að keyra upp varaafl á Hólmavík,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. janúar 2020

Flug tókst í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag, flýttu flugi dálítið og vélin kom inn til lendingar 11:40. Vörur komu í Verslunarfélag Árneshrepps, aðalega mjólk. Eins og hálfs vikna póstur kom, eða póstur sem hefði komið þann 3 og 7, hefði verið hægt að fljúga þá, og póstur sem er skráður í dag. Jón


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. janúar 2020

Ekkert flug í dag.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst öllu flugi í dag vegna veðurs. Dimmviðri og eða hvassviðri er á öllum áætlunarstöðum. Ekkert hefur verið flogið á Gjögur síðan 27 desember. Engar vörur hafa því


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2020

Flugi aflíst.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi nú uppúr eitt. Léttskýjað var í morgun framundir hálf ellefu, síðan var snjókomubakkinn komin inn um ellefuleitið. Norðvestan gola var og talsverð snjókoma komin um tólfleitið. Enn um 12:15 rauk vindur upp í norðan 15 m/s. Þannig að engin


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2020

Veðrið í Desember 2019.

Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með lítilli úrkomu. Ótrúlega hlítt var þann 2 og aðfaranótt þann 3, þegar hiti fór í 12,6 stig, og varð það mesti hiti mánaðarins. Síðan voru norðaustlægar vindáttir með éljum, slyddu eða snjókomu í 5 daga. Frá 10 til 11 var norðan eða NA stormur rok og eða ofsaveður, með rigningu, slyddu og síðan snjókomu. Siðan voru áframhaldandi norðaustanáttir með snjókomu eða éljum, sem gengu niður á Þorláksmessa þann 23. Frá 24 til 25 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar, með lítilli úrkomu. Norðaustan og norðanáttir voru frá 26 til 29 með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu. 30 til 31 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Umhleypingasamt og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mikil hálka var á vegum, sérstaklega á milli jóla og áramóta. Hiti eða frost á víxl og oft um frostmarkið.

Vindur náði 34 m/s eða (gömlum 12 vindstigum.) í vindkviðum í SSV hvassviðri aðfaranótt þriðja og fram á morgunn.

Í Norðan ofsaveðrinu þann 10 var jafnavindur mestur 32 m/s og mesti vindur var í kviðum 42 m/s klukkan 21:00.

Tjón: Í ofsaveðrinu þann 10 til 11 fauk þak af í heilu lagi á húsi Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. desember 2019

Gleðilegt nýtt ár.

Séð til Norðurfjarðar-Urðartindur- Krossnesfjall.
Séð til Norðurfjarðar-Urðartindur- Krossnesfjall.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2020.

Þetta Ár er frá oss farið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. desember 2019

Gleðileg Jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - Drög að tillögu að matsáætlun.

Strandavegur.
Strandavegur.

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi.

Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e.a.s.veglínu 708. 

 

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Drög


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Flotbryggja sleit sig upp.

Flotbryggjan.
Flotbryggjan.

Í óveðrinu 10 eða 11 desember losnaði flotbryggja í smábátahöfninni í Norðurfirði. Hún hefur slitið festingar sem eru í keðjum sem halda henni, keðjurnar eru fastar í sjávarbotninum. Talsverður órói var í höfninni í óveðrinu. Þetta var nýrri flotbryggjan, en flotbryggjurnar eru


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
Vefumsjón