Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. janúar 2020 Prenta

Engin læti í kortunum.

Úrkomukort á hádegi á miðvikudag 29. Kort Veðurstofan.
Úrkomukort á hádegi á miðvikudag 29. Kort Veðurstofan.

Það virðist engin læti í kortunum það sem eftir lifir mánaðar, vindur svona stinningsgola og upp í allhvassan vind á stöku stað, og smá él eða lítilsáttar snjókoma á stöku stað, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.:

Strandir og Norðurland vestra.

Sunnan gola og léttir til, en norðaustan 8-13 og dálítil él á annesjum í kvöld. Frost 2 til 10 stig. Norðaustan 8-13 og snjókoma með köflum á morgun, en hægari í innsveitum. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Veðurhorfur á landinu næstu dag:

Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum en hægari austlæg átt annarsstaðar. Dálítil él NV -lands, en annars þurrt og víða bjart. Frost víða 1 til 10 stig, mest inn til landsins. Á föstudag: Norðlæg átt 5-15 m/s, hvassast NV -til. Él einkum NV -til, en víða bjart sunnantil. Frost um land allt. Á laugardag: Norðvestlæg átt, 3-10, hvassast við NA -ströndina. Skýjað og lítilsháttar él, en bjartviðri sunnantil á landinu. Kalt í veðri. Á sunnudag: Snýst í suðlæga átt með dálítilli snjókomu eða éljum S- og V -lands, en víða bjart N- og A -lands. Áfram kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og stöku él. Frost um land allt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
Vefumsjón