Stormur- Rok- Ofsaveður eða Fárviðri á morgun.
Það er ljót veðurspá fyrir daginn á morgun frá Veðurstofu Íslands. Allt frá stormi uppí ofsaveður. Versta veðrið verður sunnanlands eftir veðurkortum að dæma, en á öllu landinu einnig, kannski eitthvað mismunandi eftir hvernig vindátt verður. En veðurspáin er þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Austan 3-8 m/s og bjartviðri, en bætir í vind í kvöld og nótt, austan 23-30 m/s og víða snjókoma eða skafrenningur í fyrramálið. Minnkandi frost. Snýst í sunnan 10-15 um kvöldið með slyddu og hita kringum frostmark.
Ef verður mjög austanstæður vindur hér í Árneshreppi verður mjög kviðótt mjög víða, og sem dæmi ef vindur verður 25 m/s í jafnavind gætu kviður farið í 35 til 45 m/s.
Rafmagnlaust gæti orðið víða, eða rafmagnstruflanir orðið, ef landsbyggðalínan dettur út, og að þyrfti að keyra upp varafl eins og tildæmis á Vestfjörðum.
Flugsamgöngur munu allar fara úr skorðum, vegna þessa veðurs, og viðvörun örugglega í lofti vegna veðurs frá Veðurstofu Íslands.
Farið öll varlega sem þurfið að fara út vegna áríðandi vinnu og eða björgunarstarfa.