Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl. 22:30.

Frá Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.
Frá Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða:

Ekki fæst enn rafmagn frá byggðalínunni og er ekki vitað hvenær hún kemst aftur í rekstur. Reynt verður að koma rafmagni á Króksfjarðarnes, Gilsfjörð, Gufudalssveit og nágrenni þegar rafmagnið kemur frá byggðalínunni. Sama gildir um Árneshrepp og syðri hluta Hrútafjarðar. Búið er að gera við Drangsneslínu og hefur vélakeyrslu á Drangsnesi verið hætt.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2019

Rafmagnslaust en í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Ekki tókst að koma rafmagni á í gærkvöld í Árneshrepp, síðast var reynt liðlega hálf tvö í nótt Athugað verður síðar er veðrinu fer að slota.

Farið er að draga úr mestu veðurhæðinni frá því í gærkvöld og í nótt. Vindur er komin niður fyrir 30


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. desember 2019

Rafmagnstruflanir.

Ljósavél.
Ljósavél.

Rafmagnstruflanir hafa verið hér í Árneshreppi síðan klukkan þrjú í dag. En fyrir fimm er búið að vera rafmagnslaust, en kemur blikk þegar reynt er að setja rafmagn inn. Orkubúsmenn á Hólmavík segja að það gæti verið laust í einangrara í staur, en ekki vitað, rafmagn tollir ekki inni þegar reynt er að setja það inn. Það hefur verið slæmt hitastig


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. desember 2019

Rok- Ofsaveður- eða Fárviðri.

Vindaspá kl. 12:00 á morgun. Kort VÍ.
Vindaspá kl. 12:00 á morgun. Kort VÍ.

Veðurspáin er slæm fyrir Strandir og Norðurland vestra og yfirleitt á landinu. Fólk ætti að hafa varann á og ganga vel frá öllu lauslegu fyrir morgundaginn. Samgöngur munu raskast bæði á vegum og í lofti. Fólk ætti líka að athuga það að rafmagn gæti farið af. Einnig mun sjór ganga hátt á land á morgun, getur farið í stórsjó eða hafrót eftir að hann nær sér upp. Hér er svo spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra frá Veðurstofu Íslands, í dag og á morgun:

Austan 10-15 m/s og snjókoma


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. desember 2019

Aðventuhátíð.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur Aðventuhátíð í Bústaðakirkju, sunnudaginn 8. desember kl. 15:00.

Stjórnandi: Ágota Joó

Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir á píanó leikur Vilberg Viggóson.

Hugvekju flytur Ólafur Sæmundsson.

Fastir liðir eins og Litli jólakórinn og veislukaffi að loknum tónleikum.

Verð aðgöngumiða 5.000 við innganginn en 4.000 í forsölu hjá kórfélögum. Athugið að forsölu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. desember 2019

Veðrið í Nóvember 2019.

Oft var mjög hélað í mánuðinum.
Oft var mjög hélað í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustan var fyrstu tvo daga mánaðarins, síðan suðlæg vindátt næstu tvo daga, síðan var norðaustlæg vindátt með kalda 5 og 6. Aðeins úrkoma var þann 1 en síðan var úrkomulaust fram til 7. Frá 7 og fram til 15 voru auslægar eða suðaustlægar vindáttir, mest hægviðri og úrkomulítið veður. Síðan var suðvestlæg vindátt með kalda um tíma og úrkomulausu veðri. Og frá 18 til 22 voru suðaustlægar eða austlægar vindáttir og hægviðri, með litilsáttar rigningu þann 21. Þann 23 snérist til Norðaustlægar vindáttar með rigningu þann dag, annars úrkomulaust, sem var til 26 . Síðan voru hægar suðlægar vindáttir út mánuðinn og úrkomulausu veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góður, hægviðrasamur og úrkomulítill. Nokkuð var um hálku og oft var mikið um hélu.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. nóvember 2019

Blær ST -16 hífður upp.

Alt tilbúið.
Alt tilbúið.
1 af 7

Undanfarið hafa bátar verið að fara úr höfninni á Norðurfirði, eftir Strandveiðar eða annað fiskirí,siglt í burtu til sinna heimahafna, og eða teknir á land á Norðurfirði og geymdir þar yfir veturinn þar til næsta vors.

Nú í dag var heimabáturinn Blær ST- 16 bátur Úlfars


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. nóvember 2019

Strandafrakt sækir ullina til bænda.

Flutningabíll Strandafraktar.
Flutningabíll Strandafraktar.
1 af 2

Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja ull til bænda hér í Árneshreppi. Strandfrakt hefur séð um þessa flutninga undanfarin ár, og er þetta yfirleitt síðasta ferð Strandafraktar í Árneshrepp. En hefðbundnum vöruflutningum var hætt 30 október síðastliðnum. Auður


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. nóvember 2019

Atvinnurekendur á Ströndum og Reykhólum stofna hagsmunasamtök.

 Frá fundinum. Ljósmynd: Sveinn Ragnarsson.
Frá fundinum. Ljósmynd: Sveinn Ragnarsson.

Það var fjölmenni sem kom saman þriðjudaginn 19.11. í Hnyðju á Hólmavík til að stofna samtök atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að vexti og viðgangi samfélaganna á svæðinu með það fyrir augum að gera byggðirnar enn ákjósanlegri til atvinnurekstrar og búsetu, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Fundarmenn voru sammála um að það þurfi að verða viðsnúningur í sókn og uppbyggingu á svæðinu og að nýsköpun kæmi þar sterkt inn.  Eitt mikilvægt skref í því væri samstaða atvinnurekenda til að stuðla að bættum skilyrðum til atvinnurekstrar á svæðinu.

Kynna þarf svæðið betur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. nóvember 2019

Heflað í nóvember.

Heflað var í gær í Árneshreppi.
Heflað var í gær í Árneshreppi.

Það hefur aldrei sést fyrr hér í Árneshreppi að sé heflað hér í þessum mánuði auðir vegir, en heflað var í gær. Vaninn er að sé verið að hreinsa snjó á þessum árstíma. Þetta var svona blettaheflun, heflaðir verstu staðirnir hér innanansveitar í Árneshreppi. Myndatökumaður vefsis var á ferð í póstferð og mætti heflinum nokkrum sinnum, en var aðeins með farsímann á sér og tók tvær myndir sem urðu ónýtar. Það á sennilega sama við um hefilstjórann og póstinn að báðir voru mest að hugsa um sína vinnu.

Enn hvað um það, að ekki veitti af að hefla þetta versta nú áður en frís,


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Frá brunanum.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
Vefumsjón