Rafmagnslaust.
Rafmagnslaust er í Árneshreppi norðan Djúpavíkur. Rafmagn er í tengiskúrnum í Bæ í Trékyllisvík. En þegar er reynt að koma rafmagni á norður í Norðurfjörð eða til Gjögurs slær öllu út. Rafmagnið fór
Meira
Rafmagnslaust er í Árneshreppi norðan Djúpavíkur. Rafmagn er í tengiskúrnum í Bæ í Trékyllisvík. En þegar er reynt að koma rafmagni á norður í Norðurfjörð eða til Gjögurs slær öllu út. Rafmagnið fór
Rafmagnstruflanir hafa verið í kvöld hér í Árneshreppi. Orkubú Vestfjarða sendi tilkynningu um 20:10. Árneshreppur og Djúpið: 14.1.2020 kl. 19:50 fór rafmagn af komið inn kl 20:10 ástæðan er ókunn.
Rafmagn fór síðan af aftur kl. 21:58 varð útsláttur á Vesturlínu og fór Tálknafjörður út á sama tíma ásamt ótryggri orku á svæðinu. Tálknafjörður ætti að komast inn á næstu mínútum þegar þetta er skrifað.
Og klukkan 22:21: Sendi Orkubúið tilkynningu.:
Glerárskógalína sló út og tók með sér stóran hluta Vestfjarða.
Flugfélagið Ernir hafa aflíst flugi til Gjögurs og reyndar fleiri staði, vegna óveðurs.
Þetta er þriðja áætlunarflugið í þessum mánuði sem aflíst er flugi vegna óveðurs, áður var aflíst þann þriðja og sjöunda og þá í dag. Flogið
Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2019 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2018.:
Janúar: +0,5 stig.(+0.4 stig.)
Febrúar: +0,2 stig. (+1,6.stig.)
Nú er rok á Vestfjarðamiðum og sjógangur hefur aukist mikið við ströndina með morgninum. Suðsuðvestan allhvass er hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og kviður upp í hvassviðri. Það er ekki oft sem sést svona mikill sjógangur í aflandsvindi, sjólag er komið í mikinn sjó ölduhæð þá
Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.
Klukkan 14:38 leysti Geiradalslína 1 út og varð rafmagnslaust á öllum Vestfjörðum vegna þess. Varaafl var í kjölfarið ræst og ættu allir notendur á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum að vera komnir með rafmagn. Verið er að keyra upp varaafl á Hólmavík,
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag, flýttu flugi dálítið og vélin kom inn til lendingar 11:40. Vörur komu í Verslunarfélag Árneshrepps, aðalega mjólk. Eins og hálfs vikna póstur kom, eða póstur sem hefði komið þann 3 og 7, hefði verið hægt að fljúga þá, og póstur sem er skráður í dag. Jón
Flugfélagið Ernir hafa aflýst öllu flugi í dag vegna veðurs. Dimmviðri og eða hvassviðri er á öllum áætlunarstöðum. Ekkert hefur verið flogið á Gjögur síðan 27 desember. Engar vörur hafa því
Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi nú uppúr eitt. Léttskýjað var í morgun framundir hálf ellefu, síðan var snjókomubakkinn komin inn um ellefuleitið. Norðvestan gola var og talsverð snjókoma komin um tólfleitið. Enn um 12:15 rauk vindur upp í norðan 15 m/s. Þannig að engin
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu fjóra daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með lítilli úrkomu. Ótrúlega hlítt var þann 2 og aðfaranótt þann 3, þegar hiti fór í 12,6 stig, og varð það mesti hiti mánaðarins. Síðan voru norðaustlægar vindáttir með éljum, slyddu eða snjókomu í 5 daga. Frá 10 til 11 var norðan eða NA stormur rok og eða ofsaveður, með rigningu, slyddu og síðan snjókomu. Siðan voru áframhaldandi norðaustanáttir með snjókomu eða éljum, sem gengu niður á Þorláksmessa þann 23. Frá 24 til 25 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar, með lítilli úrkomu. Norðaustan og norðanáttir voru frá 26 til 29 með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu. 30 til 31 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Umhleypingasamt og úrkomusamt var í mánuðinum.
Mikil hálka var á vegum, sérstaklega á milli jóla og áramóta. Hiti eða frost á víxl og oft um frostmarkið.
Vindur náði 34 m/s eða (gömlum 12 vindstigum.) í vindkviðum í SSV hvassviðri aðfaranótt þriðja og fram á morgunn.
Í Norðan ofsaveðrinu þann 10 var jafnavindur mestur 32 m/s og mesti vindur var í kviðum 42 m/s klukkan 21:00.
Tjón: Í ofsaveðrinu þann 10 til 11 fauk þak af í heilu lagi á húsi Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Mæligögn: