Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2020

Veðrið í Desember 2019.

Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með lítilli úrkomu. Ótrúlega hlítt var þann 2 og aðfaranótt þann 3, þegar hiti fór í 12,6 stig, og varð það mesti hiti mánaðarins. Síðan voru norðaustlægar vindáttir með éljum, slyddu eða snjókomu í 5 daga. Frá 10 til 11 var norðan eða NA stormur rok og eða ofsaveður, með rigningu, slyddu og síðan snjókomu. Siðan voru áframhaldandi norðaustanáttir með snjókomu eða éljum, sem gengu niður á Þorláksmessa þann 23. Frá 24 til 25 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar, með lítilli úrkomu. Norðaustan og norðanáttir voru frá 26 til 29 með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu. 30 til 31 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Umhleypingasamt og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mikil hálka var á vegum, sérstaklega á milli jóla og áramóta. Hiti eða frost á víxl og oft um frostmarkið.

Vindur náði 34 m/s eða (gömlum 12 vindstigum.) í vindkviðum í SSV hvassviðri aðfaranótt þriðja og fram á morgunn.

Í Norðan ofsaveðrinu þann 10 var jafnavindur mestur 32 m/s og mesti vindur var í kviðum 42 m/s klukkan 21:00.

Tjón: Í ofsaveðrinu þann 10 til 11 fauk þak af í heilu lagi á húsi Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. desember 2019

Gleðilegt nýtt ár.

Séð til Norðurfjarðar-Urðartindur- Krossnesfjall.
Séð til Norðurfjarðar-Urðartindur- Krossnesfjall.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2020.

Þetta Ár er frá oss farið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. desember 2019

Gleðileg Jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - Drög að tillögu að matsáætlun.

Strandavegur.
Strandavegur.

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi.

Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e.a.s.veglínu 708. 

 

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Drög


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Flotbryggja sleit sig upp.

Flotbryggjan.
Flotbryggjan.

Í óveðrinu 10 eða 11 desember losnaði flotbryggja í smábátahöfninni í Norðurfirði. Hún hefur slitið festingar sem eru í keðjum sem halda henni, keðjurnar eru fastar í sjávarbotninum. Talsverður órói var í höfninni í óveðrinu. Þetta var nýrri flotbryggjan, en flotbryggjurnar eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. desember 2019

Gámur fauk.

Gámurinn á hliðinni.
Gámurinn á hliðinni.

Nú í óveðrinu í síðustu viku fauk salernisgámur á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla, á hliðina. Ekki er vitað um ástand salernanna í gámnum. Lán var að hann fauk ekki lengra þá hefði hann getað lent á húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar.

Salernisaðstaða er í þessum


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. desember 2019

Rafmagnstruflanir í morgun.

Tengivirkið í Glerárskógum.
Tengivirkið í Glerárskógum.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum kl. 07:45 þegar útleysing varð í flutningskerfi Landsnets. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn á ný. Talið er að selta í tengivirki Landsnets í Hrútatungu hafi orsakað rafmagnsleysið sem varð kl. 07:45 í morgun.

PS: Frá ritstjóra.

Einkennilegt með Landsnet að geta ekki haft spennivirkin sín í lagi. Oftast koma tilkinngar um að slegið hafi út hjá Landsneti vegna Hrútatungu og eða Glerárskógum og Geiradal.

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Þak af húsi Ferðafélagsins fauk.

Séð vestan megin frá
Séð vestan megin frá
1 af 3

Það varð mikið tjón í óveðrinu 10 og 11 desember þegar þak fauk af viðbyggingu á húsi Ferðafélagsins Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Þakið fór af í heilu lagi en síðan splundraðist það og brakið liggur um allt þarna í botni Norðurfjarðar. Þakið hefur sennilega fokið af um kvöldið þann 10 eða aðfaranótt þann 11., Bóndinn á Steinstúni sá þetta þegar hann fór í fjárhúsin til gegninga um morguninn þann 11. Húsið var byggt


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Rafmagn komið á eyðibýlin.

Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.
Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.

Í dag komu starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík tengdu Krossneslínu inn, þá er komið rafmagn á Krossnesi, sundlaugarhús og Fell. Einnig tókst þeim að setja Munaðarnes inn nú um nónleytið. Þessar línur voru teknar úr sambandi í gær svo hægt væri að koma Norðurfirði inn. Þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Stórgallað gler í Finnbogastaðaskóla.

Glerið kom gallað frá Danmörku.
Glerið kom gallað frá Danmörku.
1 af 2

Það var talið að rúður hafi brotnað í Finnbogastaðaskóla í óveðrinu nú í gær, en hið rétta er að glerið var farið að brotna miklu fyrr en þetta óveður skall á, en það brotnaði bara en meir nú í þessu veðri.

Húsasmíðameistarinn sem vann við að skipta um glugga í skólanum í sumar og fékk gluggana tilbúna með glerinu í frá Danmörku segir allt glerið stórgallað og er hann búin að hafa samband við umboðsaðila og er verið að vinna í málinu strax seinnipartinn í sumar.

Eins


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón