Lilja Alfreðsdóttir skipaði í stöðuna.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára.
Fjölmiðlanefd skipa: Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar. María Beck héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Hæstarétti. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Varmenn: Hulda Árnadóttir hæstaréttarlögmaður Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður Erla Skúladóttir héraðsdómslögmaður Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri
Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2023
Einar Hugi Bjarnason, formaður fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012.
Meira