Staðan á Vestfjörðum kl 14:00 12.12.2019.
Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.
Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur. Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Viðgerðarflokkur er lagður af stað í línuskoðun. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Hólmavíkurlína hefur leyst út tvisvar í dag en hún hefur verið sett inn jafnharðan. Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað. Rafmagn er komið á frá Hrútatungu og að Broddanesi eftir að gert var við Borðeyralínu. Rafmagn er komið á Árneshrepp að Trékyllisvík en enn er verið að reyna að koma rafmagni á Norðurfjörð.
Meira