Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. nóvember 2019

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Vefurinn vill minna á aðalfund Félags Árneshreppsbúa á morgun klukkan 14:00.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 2019 verður haldinn kl. 14:00, sunnudaginn 3. nóvember 2019 í Akóges salnum, Lágmúla 4, 108 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf 2. Önnur mál.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2019

Veðrið í Október 2019.

Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.
Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustlægar vindáttir voru fyrstu 3 daga mánaðar, en síðan varð vindur auslægari og suðlægari, úrkomulaust var fyrstu 4 daga mánaðarins. Frá 7 og fram til 18 voru norðaustlægar eða austlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 21 gekk í ákveðna norðanátt með hvassviðri, fyrst með rigningu og síðan slyddu og éljum, norðanáttin gekk niður þann 25. 26 og 27 var hægviðri með léttskýjuðu eða heiðskíru veðri. 28 til 31 var suðvestanátt, með smá úrkomu þann 29. Og hlýnaði aðeins í veðri. Úrkomulítið var í mánuðinum, enda voru þurrir dagar 15. (sjá mæligögn.)

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. október 2019

Fyrsti snjór í byggð.

Fyrsti snjór á láglendi.
Fyrsti snjór á láglendi.

Þá kom að því að fyrsti snjór féll í byggð seinnipartinn í gær og liðna nótt. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík er þetta í fyrsta skipti í haust sem skráður er snjór á lálendi á þessu hausti. Enn í fyrra var jörð talin flekkótt í fjóra daga í október. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík er jörð talin flekkótt að miklu leyti. Samkvæmt vef


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. október 2019

Fjölmiðlanefnd skipuð til næstu fjögurra ára.

Lilja Alfreðsdóttir skipaði í stöðuna.
Lilja Alfreðsdóttir skipaði í stöðuna.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára.

Fjölmiðlanefd skipa: Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar. María Beck héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Hæstarétti. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varmenn: Hulda Árnadóttir hæstaréttarlögmaður Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður Erla Skúladóttir héraðsdómslögmaður Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2023

Einar Hugi Bjarnason, formaður fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. október 2019

Frá flugslysæfingunni.

Björgunaraðgerðir hefjast.
Björgunaraðgerðir hefjast.
1 af 11

Á fimmtudaginn 17 klukkan 10.00 var boðunarprófun, vegna flugslyss á Gjögurflugvelli. Allir sem eru á boðunarlista vegna flugslyss á Gjögurflugvelli áttu að fá tilkynningu í GSM síma.

Á föstudaginn 18 var uppsetning vettfangs á flugvellinum. Einnig var skyndihjálparfræðsla og notkun hjartastuðtækja, smávegis bóklegt en aðallega verklegt, sem var í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Síðan var farið yfir almennt um flugslysaæfinguna.

Á laugardaginn 19 var í félagsheimilinu Eldvarnir og slökkvitækjanotkun fyrir heimili, bæði bókleg og verkleg kennsla. Síðan var förðun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2019

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Isavia.

Flugslysaæfing verður haldin á Flugvellinum á Gjögri þann 19. október næstkomandi. Æfingin er haldin af Isavia, almannavörnum ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Vestfjörðum. Dagskráin samanstendur af skyndihjálparkennslu á föstudagseftirmiðdeginum og eldvarnarfræðslu fyrir hádegi á laugardegi í félagsheimilinu. Flugslysaæfingin sjálf er síðan eftir hádegi á flugvallarsvæðinu sjálfu.

Við viljum hvetja alla íbúa á svæðinu og nágrannasvæðum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. október 2019

RÚV á að vera á Auglýsingamarkaði.

RÚV áfram á auglýsingamarkaði.
RÚV áfram á auglýsingamarkaði.

Vefstjóri https://litlihjalli.it.is/ vill að Ríkisútvarpið sé áfram á auglýsingamarkaði eins og verið hefur. Vefstjóri getur ekki séð neitt sem mælir á móti því að svo verði áfram. Þótt litlihjalli sé lítill einkarekin sveitavefur sér vefstjóri ekkert sem mundi minnka auglýsingar á vefnum þótt RÚV sé áfram á auglýsingamarkaði. Þótt séu ekki margar auglýsingar á vefnum, þá eru það oft á tíðum auglýsingar sem tengjast byggðarlaginu og nærliggjandi byggðarlögum. Á Þessum vef allt tildæmis frá Vestfjörðum suður um Strandir og syðst í Dalasýslu. Og þessir auglýsendur skaffa oft


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2019

Veðrið í September 2019.

Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fimm daga mánaðarins voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, lítilsáttar úrkoma, fremur svalt. Loks þann 6 snerist í ákveðnar suðlægar vindáttir, ( sem lítið var um í sumar, síðast seint í júní.) Það hlýnaði í veðri í þessum suðlægu vindáttum fram til 8.Talsverð úrkoma var þann 7. Síðan fór í norðlæga vindátt aftur þann 9 og voru norðlægar vindáttir fram til 12 með vætu. Þann 13 var skammvinn sunnanátt með skúrum. Þann 14 var norðaustan og síðan norðan með úrhellisrigningu. Úrkoman mældist 21,7 mm eftir daginn. En þann 15 var skammvinn suðlæg átt. 16 til 22 voru norðlægar vindáttir með vætu, en mikil rigning 19 og 20. Úrkoman mældist þessa tvo sólarhringa 75,1 mm. Frá 23 og til 25 voru breytilegar eða suðlægar vindáttir og hægviðri með úrkomulitlu veðri, en hlýju hitinn fór í 17,1 stig þann 24. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með súld og kaldara veðri. Mánuðurinn verður að teljast hlýr í heild, en úrkomusamur á köflum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. september 2019

Snjóaði í fjöll í gær.

Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.
Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.

Þá er fyrsti snjórinn í haust komin í fjöll, það hefur snjóað talsvert í gær. Myndin sýnir Örkina sem er 634 m, og Lambatind og Reyðarfell sem er næst Finnbogastaðafjalli. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niður í 0,0 gráður, en


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2019

Réttað í Melarétt.

Féið kemur í rétt.
Féið kemur í rétt.
1 af 4

Í gær föstudaginn 13 var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð og rekið í Melarétt. Leitarmenn fengu sæmilegt veður fyrri daginn, SV kalda og skúrir. En seinni daginn réttardaginn var NA og síðan N kaldi og upp í allhvassan vind með rigningu. Slagveður var þegar réttað var um hálf þrjú leitið. Síðan fóru leitarmenn í mat að Melum eða heim til sín, enda allir eins og af sundi dregnir.

Ekki er vitað hvernig smalaðist fyrr en búið er að draga.

Hér er ein vísa í restina:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Lítið eftir.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón