Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Nýr verslunarstjóri.

Thomas nýr verslunarstjóri.
Thomas nýr verslunarstjóri.
1 af 2

Þann 24 ágúst síðastliðin tók Thomas Elguetjabal við af Árnýju Björk Björnsdóttir sem verslunarstjóri við Verslunarfélagi Árneshrepps í Norðurfirði. Árný var í allt sumar og raunverulega sá hún um að starta öllu á stað með vöruúrval í hinni nýju verslun. Hennar verður sárt saknað í versluninni, hún var svo hlýleg og liðleg við viðskiptavininna. Thomas sem nú hefur tekið við verslunarrekstrinum er frá Frakklandi og hefur verið að vinna á


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2019

Skipt um perur í ljósastaurum.

Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.
Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík skipti um perur í ljósataurum á bæjum í Árneshreppi í gær.

Einnig var skipt um ljósastæði sumstaðar þar sem þau voru ílla farin.

Ljósastaurar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2019

Veðrið í í júli 2019.

Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn með fremur svölu veðri fyrstu fimm dagana og nokkurri úrkomu. Síðan heldur hlýrra fram til þrettánda. Eftir það var nokkuð svalt veður og úrkomusamara út mánuðinn. Mikið var um þoku og þokumóðu og mjög rakt veður. Heyskapur gekk ágætlega fyrri hluta mánaðar,en síðan ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2019

Rafmag tekið af í Árneshreppi í kvöld.

Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.
Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík.

Þann 25.7.2019 verður rafmagn tekið af í kvöld í sirka 3 tíma frá Árnesi að Norðurfirði vegna


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júlí 2019

Áfram Árneshreppur! úthlutar styrkjum.

Styrkþegar.
Styrkþegar.

Í fyrradag var úthlutað styrkjum til ellefu verkefna í Árneshreppi. Styrkina veitir Áfram Árneshreppur! sem er heiti sem heimamenn völdu á átakið Brothættar byggðir í sveitarfélaginu. Í viðhengi er stutt lýsing á hverju verkefni.

Heildarupphæð styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2019 er 7.000.000 kr. auk 1.000.000 kr. sem eftir voru frá fyrra ári, samtals kr. 8.000.000.
Alls bárust tólf umsóknir og var ákveðið að veita ellefu þeirra styrkvilyrði.

Viðmiðunarþættir:

Að verkefnið falli vel að meginmarkmiðum og starfsmarkmiðum verkefnisins

Útkoma nýtist sem flestum

Að verkefnið trufli ekki samkeppni

Leiði til atvinnusköpunar, helst á heilsársgrundvelli

Sé líklegt til árangurs og þekking og/eða reynsla sé til staðar

Að markaðslegar og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar

Áhrifa gæti fyrst og fremst í Árneshreppi

Hvetji til samstarfs og samstöðu

Að styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis

Enn fremur er gengið úr skugga um að styrkhæfni verkefna sé í samræmi við reglur Byggðastofnunar um styrki í Brothættum byggðum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrkvilyrði:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. júlí 2019

Bændur byrjaðir að slá í Árneshreppi.

Búið að heyja svolítið á Melum.
Búið að heyja svolítið á Melum.
1 af 4

Loksis rætitst úr grassprettu hér á Ströndum eftir nokkra vætudaga fyrir og eftir mánaðarmótin. Björn bóndi Torfason á Melum sló smávegis í gær heima hjá sér og einnig tjaldstæðið hjá Urðartindi í Norðurfirði, en


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2019

Veðrið í Júní 2019.

Það snjóaði niðurundir láglendi 04-06.
Það snjóaði niðurundir láglendi 04-06.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi fyrstu 11 daga mánaðarins með köldu veðri með snjó eða slydduéljum, heldur fór að hlína þann 6 en þann 10 fór að hlína fyrir alvöru þótt hafáttir væru enn. Þann 12 var vestlæg vindátt með miklum hita, fór í 17,5 stig. Þann 13 og fram til 22,voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert í veðri þann 14 með þokulofti, síðan kólnaði enn frekar þann 18. Frá 23 og til 28 voru suðvestlægar vindáttir með mjög hlýju veðri, hitinn fór í 18,2 stig þann 27. og var það hæðsti hiti mánaðarins. Síðan voru hafáttir tvo síðustu daga mánaðarins með svölu veðri og súld. Mjög úrkomulítið var í mánuðinum, og jörð mjög þurr. Grasspretta gengur hægt og jafnvel að tún hafi brunnið þar sem þurrast er. Kuldatíð og þurrki um að kenna, mjög kalt var fyrstu ellefu daga mánaðarins, en mjög hlítt 23 til 28 en þá var mjög þurrt. Þannig að það er einungis í sex daga sem hægt er að tala um góðan hita hér á Ströndum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2019

Opnunarveisla Verslunarfélags Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
1 af 5

Í dag var haldin opnunarveisla á Norðurfirði þegar Verslunarfélag Árneshrepps var opnað formlega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra, kom norður og opnaði verslunina formlega, hélt ræðu og afhjúpaði merki félagssins, sem er búið að setja utan á verslunarhúsið. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti hélt ræðu og Arinbjörn Bernharðsson formaður verslunarfélagsins. Skúla Gautasyni var færður blómvöndur, en hann stóð mest í vinnu við stofnun félagssins, ásamt Evu oddvita og fleirum. Sigurður Ingi „sagði í sinni ræðu að verslun væri nauðsynleg í hverju byggðarlagi, tildæmis væri lítil verslun í hans heimbyggð í Hrunamannahreppi og þar væri lítið kaffihorn þar sem fólk gæti sest niður og spjallað, þar væri þetta kallað lygahornið, en hér mætti kalla þetta kjaftahornið“.

Margmenni


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. júní 2019

Opnunarhátíð Verzlunarfjelags Árneshrepps.

Opnað formlega á morgun.
Opnað formlega á morgun.

Verzlunarfjelag Árneshrepps verður opnað formlega með pompi og prakt núna á mánudaginn, 24. júní kl 13.00

Af því tilefni verður haldin opnunarveisla og þér er boðið.   

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætlar að koma og opna verzlunina formlega.

Það er verið að baka kleinur, punga og tertu með merki Verzlunarfjelagsins svo það verður mikið um dýrðir!

Það verða ómótstæðileg opnunartilboð m.a. á Royal-búðingum og tómat-purée, svo það er eftir nokkru að slægjast!


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. júní 2019

Verslunin opnuð óformlega.

Merki Versluarfélags Árneshrepps.
Merki Versluarfélags Árneshrepps.
1 af 2

Verslunarfélag Árneshrepps ætlaði að opna verslun fyrir hvítasunnu á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu. Fyrstu vörur áttu að koma í hina nýju verslun á miðvikudaginn 5 júní en það dróst þar til á föstudaginn 7, var þá strax farið í að raða uppí hillur og setja í frysta og kæla. Verslun var því opnuð í smá tíma í gær Hvítasunnudag. Á næstunni verður svo formleg opnun með stæl.

Vörur munu síðan koma á miðvikudögum með flutningabíl Strandafraktar.

Árný Björk Björnsdóttir var ráðinn verslunarstjóri Verzlunarfjelags Árneshrepps en Árný er fædd og uppalin á Melum í Árneshreppi og er því kunnug staðháttum, og mun hún sjá um rekstur


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Naustvík 10-09-2007.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Úr sal Gestir.
Vefumsjón