Nanna systir.
Leikfélag Hólmavíkur sýndi í kvöld í Félagsheimilinu í Trékyllisvík, leikritið Nanna systir. Vel var mætt á sýninguna miðað við fólksfjölda í hreppnum. Góður rómur var gerður að sýningunni. Leikfélagið er búið að sýna leikritið víða um land og var þetta lokasýningin.
Leikarar eru tíu; fimm konur og fimm karlar. Sumir þeirra eru gamalreynd og aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði með Leikfélagi Hólmavíkur. Sögusvið Nönnu systur er
Meira