Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Sigursteinn varð að klippa á 81. Aldri.

Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
1 af 2

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík varð að klippa (rýja) sitt fé eftir að maðurinn sem hefur klippt (rúið) fyrir hann mætti ekki. Sigursteinn hefur ekki klippt sjálfur undanfarin tvö ár. Gunnar Dalkvist fyrrum bóndi í Bæ hér í sveit hefur komið til hans að klippa, en neitaði að koma með flugi eins og hann gerði í fyrra þó, myndi aðeins koma á bíl enn ófært var. Það er ekki eins og hann sé á sínum eigin vegum, heldur hefði Sigursteinn borgað farið fram og til baka, og laun fyrir klippingu fésins. Eins og hann borgaði í haust. Enn bændur fá raunverulega ekkerrt fyrir þessa vetrar ull.

Sigursteinn fór því að klippa féið sjálfur sunnudaginn 10 mars


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Enginn póstur framvegis á mánudögum.

Vegna breytinga á áætlunarflugi flugfélagins Ernis til Gjögurs, frá þriðjudögum og til mánudags, hefur Íslandspóstur ákveðið að senda ekki póst til 524 Árneshrepp með mánudagsvél félagsins. Þetta er slæmt hjá flugfélaginu að breyta áætlun án samráðs við Íslandspóst og létu ekkert vita til póstmiðstöðvar um þessa breytingu, enn flugfélagið er styrkt til póstflugs á Gjögur. Að sögn dreifingarstjóra verður því enginn póstur sendur á mánudögum, því raunverulega er engan póst til að senda því ekkert safnast upp um helgar og myndi ekki nást ef eitthvað væri. Sömuleiðis


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. mars 2019

Verðskrá bréfa breyttist 1. Mars.

Verðskrá bréfa í einkarétti (0-50 g.) breyttist frá og með 1. mars síastliðinn. Verðbreytingar hafa verið samþykktar af Póst- og fjarskiptastofnun. Verð bréfa eftir breytingu verða eftirfarandi: Almennur póstur 0 til 50 g. hækkaði úr 180 kr. Í 195 kr.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2019

Veðrið í Febrúar 2019.

Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.
Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.

Norðan var fyrsta dag mánaðar sem gekk niður. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir 2 og 3. Þann 4 var farið að snúast til austlægra vindátta og farið aðeins að hlýna í bili, og var ANA hvassviðri um kvöldið þann 5 og fram á dag þann 6. Norðaustan var svo áfram með frosti fram til 11. Þann 12 var austan með slyddu, snjókomu og rigningu, en um kvöldið SV hvassviðri. Frá 13 og til 16 var hægviðri með litilsáttar úrkomu, en nokkurt frost. Norðaustan hvassviðri var þann 17 með snjókomu, og norðlægar áttir áfram fram til 19, með éljum og nokkru frosti. Þann 20 fór að hlýna í veðri fyrst með austlægum vindáttum og síðan suðlægum, þann 24 fór að kólna aftur þótt hiti væri ofan við frostmark, en suðlægar vindáttir áfram. Þann 26 var norðvestan með rigningu, slyddu og snjókomu. Dagana 27 og 28 var úrkomulaust og hægviðri.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. febrúar 2019

Flugfélagið Ernir breyttu flugi. Þakkir skyldar.

Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.
Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.

Flugfélagið Ernir sem sér um flug á Gjögur, mest póstflug undanfarið, og fær styrk til þess breytti áætlun í dag og flaug til Gjögurs í dag í staðinn fyrir á morgun. Málsatvik voru þau að pósturinn í Árneshreppi hafði samand við flugrekstarstjóra Flugfélagsins Ásgeir Þorsteinsson sem er einnig Sölu og Markaðstjóri flugfélagsins, í gærmorgun um að hvort væri hægt breyta fluginu til Gjögurs og flýta því um einn dag, því áríðandi póstur þyrfti að komast suður og væri verið að reyna að koma pósti til Hólmavíkur í veg fyrir póstbíl, og einnig liti mjög ílla út með flugveður á áætlunardegi á föstudaginn 1 mars. Einnig var ekki hægt að fljúga til Gjögurs mánudaginn var,vegna bilunar í vél sem var á Höfn í Hornafirði, og þurfti að senda vélina sem átti að koma til Gjögurs með flugvirkja þangað. Þetta skildum við vel hér í Árneshreppi. Ásgeir tók strax vel í þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. febrúar 2019

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.
Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.

Formleg afhending styrkjanna fór fram fyrr í dag 26.02.2019 kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 88 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. febrúar 2019

Mokað í Árneshrepp í dag.

Frá snjómokstri upp Veiðileysuháls.(Kúvíkurdal.) Mynd Oddný Þ.
Frá snjómokstri upp Veiðileysuháls.(Kúvíkurdal.) Mynd Oddný Þ.

Vegagerðin á Hólmavík hóf mokstur norður í Árneshrepp í morgun og sögð þæfingsfærð nú seinnipartinn í dag. En er verið að moka snjóruðningum útaf.

Hvað þessi mokstur endist lengi veit raunverulega enginn, því spáð er allskonar veðri næstu daga með hvassviðri stundum,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Frá Félagi Árneshreppsbúa.

Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa.
Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður núna á laugardaginn 23. febrúar 2019 kl. 14:00 til 16:00 í anddyri Borgartúns 6.

Mannleg mistök:

Þegar fréttablaðið barst ekki til félagsmanna með auglýsingu um árshátíðina sem verður 2.mars næst komandi var farið að leita skýringa. Kom í ljós að prentsmiðjunni hafði láðst að póstsetja það eins og um hafði verið samið. Bréfið er nú komið í dreifingu og berst félagsmönnum strax eftir helgi en það átti að berast nú í vikunni og auglýsa forsöluna. Þeim upplýsingum er hér með komið á framfæri fyrir ykkur sem ætlið að nýta ykkur forsöluna.

Á meðan forsölu stendur verður einnig hægt að kaupa miða í síma 8499552 með kreditkorta símagreiðslu.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. febrúar 2019

Áform um friðlýsingu Dranga.

Bærinn Drangar.
Bærinn Drangar.

Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum jarðarinnar Dranga og sveitarfélaginu Árneshreppi hefur uppi áform um friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum.  Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

 

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 10. apríl 2019. Frekari


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. febrúar 2019

Verslunarfélag Árneshrepps. ehf.

Stofnfélagar.
Stofnfélagar.
1 af 3

Á föstudaginn 1 febrúar var haldinn stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi.

Verslun lagðist af í hreppnum í haust og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshrepp frá áramótum til 20. mars. Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.

Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við verkefnið og áhuga á því að eignast hlutafé í versluninni. Um 4.000.000 kr


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón