Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. júní 2019

Nanna systir.

Mjög skemmtilegt leikrit.
Mjög skemmtilegt leikrit.
1 af 2

Leikfélag Hólmavíkur sýndi í kvöld í Félagsheimilinu í Trékyllisvík, leikritið Nanna systir. Vel var mætt á sýninguna miðað við fólksfjölda í hreppnum. Góður rómur var gerður að sýningunni. Leikfélagið er búið að sýna leikritið víða um land og var þetta lokasýningin.

Leikarar eru tíu; fimm konur og fimm karlar. Sumir þeirra eru gamalreynd og aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði með Leikfélagi Hólmavíkur. Sögusvið Nönnu systur er


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. júní 2019

Það snjóar enn.

Það snjóaði niður á lálendi í nótt og í morgun.
Það snjóaði niður á lálendi í nótt og í morgun.

Í gærkvöld og í morgun snjóar í fjöll og alveg niður á lálendi, en snjó tekur strax upp á láglendi eftir hryðjurnar (élin) , uppí í um hundrað metra hæð. Norðan eða norðnorðaustanátt er 9 til 12 m/s og hitinn var í nótt 1,5 til 4,0 stig frá því í gærkvöldi.

Talað er um að þessi kuldatíð


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2019

Veðrið í Maí 2019.

Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá dagana og úrkomulítið en svalt. Þann 4 var skammvinn suðvestanátt og hlýnaði þá talsvert í veðri um tíma. Síðan þann 5 fór veður kólnandi aftur með norðlægum vindáttum. Norðlægar vindáttir voru svo ríkjandi fram til 11 með köldu veðri og snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann 12 með austlægum eða breytilegum vindáttum fram til 17. Þann 18 gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í fyrstu, síðan þurru veðri, enn snjóéljum þann 28 og slydduéljum þann 31 og var þessi kuldatíð út mánuðinn. Bændur hættu svona almennt að setja út lambfé vegna en meiri kulda þann 27 enda voru snjó og slydduél dagana á eftir. Það bjargaði talsvert að þetta var mest þurrakuldi þegar lambfé var sett út í byrjun. Úrkomulítið var í mániðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. maí 2019

Sauðburðarveður í maí.

Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
1 af 2

Sauðburður hófst almennt hér í Árneshreppi um fimmta maí en svona fyrir alvöru um tíunda. Þegar sauðburður hófst var austlæg eða norðaustlæg vindátt með frekar svölu veðri og jafnvel með snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann tólfta með austlægum vindáttum en hægviðri, en þokuloft og súld með köflum, en annars þurrt fram til sautjánda. Þann átjánda gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í um fjóra daga, annars bara


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. maí 2019

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 6 til 9 maí 2019.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 6. maí til fimmtudagsins 9. maí 2019. Aðeins er farin þessi eina ferð á þessu ári. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma: 570 9090. Sími


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2019

Veðrið í Apríl 2019.

Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var norðan skot með snjókomu. 3 til 4 voru hægar suðlægar vindáttir. 5 var norðaustan með slyddu. Enn frá 6 til 12 var hægviðri með hita yfir daginn en frosti að næturlagi. Léttskýjað og mjög fallegt veður þessa daga. Frá 13 fór að hlýna en frekar og bæta aðeins í vind og meira skýjað en góðviðrasamt. Þann 21 var breytileg vindátt og farið að kólna í veðri. 22 og 23 var skammvinn norðaustanátt með rigningu eða slyddu, kólnaði í veðri. Þann 24 og 25 voru breytilegar vindáttir og fór að hlýna aftur. Frá 26 og út mánuðinn voru hægar hafáttir.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2019

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 28. Apríl kl. 15

Létt og skemmtilegt prógram með hljómsveit og nokkrir kórfélagar syngja einsöng, svo óhætt er að lofa góðri skemmtun.

Stjórnandi: Ágota Joó

Píanó: Vilberg Viggósson

Miðaverð við innganginn er 3500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Miðaverð í forsölu er 3000 kr


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2019

Vorveður.

Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.
Sjóveður hefur verið gott, gráð eða sjólítið.

Nú í dag er apríl hálfnaður og það sem af er mánuði er búið að vera mjög gott veður í heild. Fyrstu tvo dagana var snjókoma og frost, en þann þriðja fór að hlýna í veðri með suðlægum vindáttum en með næturfrosti. Hægar breytilegar vindáttir hafa verið og síðan suðaustlægar vindáttir og hlýnaði en frekar og næturfrostið úr sögunni. Léttskýað eða skýjað með köflum. Sjóveður hefur verið alveg sérstaklega gott frá sjöunda, ládautt, gráð eða sjólítið. Það sem af er mánuði hefur hiti farið mest í 13,0 stig. Og sem af


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. apríl 2019

Heimilissímarnir úti í Árneshreppi.

Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.
Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.

Bilun kom upp í gær í Ávíkurstöð Símans í Árneshreppi þannig að allir heimilissímar á bæjum í Árneshreppi duttu út. Fyrst var talið að örbylgjusamband hefði rofnað en síðar kom í ljós að um bilun var að ræða í Ávíkurstöð, fjarskiptastöðinni í Árneshreppi. Vitað er að bilunin varð á milli klukkan 09:00 og 10:00 í gærmorgun því sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli sendi veðurskeyti kl.09;00 en ekki kl. 10:00. Það skal tekið


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. apríl 2019

Snjósleðaferðir frá Djupavík.

Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
1 af 3

Það hefur verið margt um manninn í vetur hjá þeim í Sleðaferðir á Ströndum. Þetta er fjórði veturinn í röð sem skipulagðar snjósleðaferðir hafa verið í boði hér á Ströndum. Gist er á Hótel Djúpavík og hafa þessar ferðir aldeilis hleypt lífi í Árneshrepp á veturnar. Frá fyrsta vetri hafa hundruð manna heimsótt Strandirnar og fengið að sjá þetta töfrandi svæði skarta sínu fegursta í vetrabúningi . Eitthvað sem ekki svo margir hafa séð. Í vetur hafa nú þegar verið farnar fimm ferðir og sú sjötta væntanlega næstkomandi helgi. Gestir þessara ferða virðast vera himinlifandi með þetta framtak þar sem margir koma ár eftir ár og þá oftast með nýja gesti með sér. Allt


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
Vefumsjón