Veðrið í í júli 2019.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn með fremur svölu veðri fyrstu fimm dagana og nokkurri úrkomu. Síðan heldur hlýrra fram til þrettánda. Eftir það var nokkuð svalt veður og úrkomusamara út mánuðinn. Mikið var um þoku og þokumóðu og mjög rakt veður. Heyskapur gekk ágætlega fyrri hluta mánaðar,en síðan ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 80,5 mm. (í júlí 2018: 159,2 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.
Þurrir dagar voru 5.
Mestur hiti mældist +14,5 stig. Þann 13.
Minnstur hiti mældist +3,4 stig. Þann 3.
Meðalhiti mánaðarins var +8,3 stig. (í júlí 2018: +8,2 stig)
Meðalhiti við jörð var +6,70 stig. (í júlí 2018: +6,27 stig.)
Sjóveður. Yfirleitt gott, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. En slæmt síðustu daga mánaðar það er talsverður sjór.
Yfirlit dagar eða vikur:
Norðan. NA. NNV. Andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi. Þurrt dagana 2,6,9,10,11, og úrkomu sem varð vart en mældist ekki var dagana 1,7,19,24,annars rigning eða súld. Mikið var um þoku eða þokumóðu og mjög rakt. Hiti +3 til +14,5 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.