Veðrið í Maí 2019.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Norðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá dagana og úrkomulítið en svalt. Þann 4 var skammvinn suðvestanátt og hlýnaði þá talsvert í veðri um tíma. Síðan þann 5 fór veður kólnandi aftur með norðlægum vindáttum. Norðlægar vindáttir voru svo ríkjandi fram til 11 með köldu veðri og snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann 12 með austlægum eða breytilegum vindáttum fram til 17. Þann 18 gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í fyrstu, síðan þurru veðri, enn snjóéljum þann 28 og slydduéljum þann 31 og var þessi kuldatíð út mánuðinn. Bændur hættu svona almennt að setja út lambfé vegna en meiri kulda þann 27 enda voru snjó og slydduél dagana á eftir. Það bjargaði talsvert að þetta var mest þurrakuldi þegar lambfé var sett út í byrjun. Úrkomulítið var í mániðinum.
Mæligögn:
Meira