Stofnfundi frestað.
Búið er að fresta stofnfundinum um verslun í Árneshreppi, sem vera átti á morgun, fram til föstudagsins
Meira
Búið er að fresta stofnfundinum um verslun í Árneshreppi, sem vera átti á morgun, fram til föstudagsins
Nú stendur til að stofna einkahlutafélag um rekstur verslunar í Norðurfirði. Stofnfundurinn verður haldinn í húsnæði verslunarinnar þriðjudaginn 29. janúar kl. 13:30, en föstudaginn 1. febrúar kl. 13:30 til vara. Íbúum Árneshrepps er boðið að gerast stofnfélagar með því að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Hvert hlutabréf er að upphæð 25.000 kr, en vitaskuld er heimilt að kaupa fleiri en eitt hlutabréf. Þeir sem vilja gerast hluthafar í félaginu skulu leggja andvirði hlutafjárins inn á biðreikning 1161-05-56 sem er í eigu Árneshrepps, kt 4301690419. Hlutaféð verður síðan fært yfir á reikning félagsins þegar það hefur fengið kennitölu og bankareikning. Stefnan er að reka verslunina með
Það er nú varla hægt að tala um mikla snjódýpt á landinu í heild sem af er janúar mánuði, helst á Norðausturlandi, Eyjarðasvæðinu og víða á Austfjörðum. Samkvæmt snjómælingarkorti Veðurstofu Íslands í morgun 21 janúar sem birtist hér með frétt. Flestar veðurstöðvar ættu að vera komnar inn nú rétt fyrir hádegið. Tildæmis snjódýptin hér á Ströndum 15 cm í Litlu-Ávík og einungis 8 cm á úrkomustöðinni á Bassastöðum við
Veðurathugunarmaðurinn Jón Guðbjörn Guðjónson á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum telur að forsætisráðherra vor hafi eitthvað ruglast í tímalínu sinni með að vilja að seinka klukkunni. Ef við seinkum klukkunni um einn tíma er enn meira myrkur á morgana en nú er. Enn afur á móti ef við flýttum klukkunni um einn tíma væri aðeins meiri byrta á morgnana og því betra fyrir börnin að ganga í skólann.
Sólin er nú í hádegisstað uppúr klukkan hálf tvö, en yrði við flýtingu klukkunnar um einum tíma fyrr og nær birtumörkum. Og því fengju börn birtu fyrr á morgnana í skólann. Eins og forsætisráðherra
Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2018, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2017.:
Janúar: 71,3 mm. ( 61,1 mm.)
Febrúar: 99,8 mm. ( 78,4 mm.)
Mars: 40,3 mm. ( 49,2 mm.)
Apríl: 57,1 mm. (166,7 mm.)
Maí: 62,9 mm. (127,0 mm.)
Aðeins eitt flug hefur verið á Gjögur sem af er janúarmánuði, en það var þriðjudaginn fjórða, þriðjudaginn áttunda var flugi aflýst vegna vélabilunar, og ekkert reynt seinna um daginn að fljúga, einnig var aflýst flugi á föstudaginn ellefta, engin ástæða gefin upp. Nú í dag þriðjudaginn fimmtánda var aflýst flugi vegna veðurs, sem eðlilegt var.
Engin póstur hefur því borist í eina og hálfa viku, búið að fella þrjár ferðir niður. Ef flogið verður næstkomandi föstudag átjánda, mun því hálfsmánaðar póstur koma.
Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2018 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2017.:
Janúar: +0.4 stig. (+0,5 stig.)
Febrúar: +1,6.stig(+2,7 stig.)
Mars:+1,1 stig .(+0,7 stig.)
Apríl: +2,7 stig.(+1,5 stig.)
Maí : +5,0 stig.(+ 5,7 stig.)
Rafmagnstruflanir hafa verið í alla nótt, allt djúpið fór út fyrr í nótt. Nú fyrir sex í morgun var allt rafmagnslaust hér í Árneshreppi þegar veðurathugunarmaður kom á fætur, Orkubúið var látið vita síðan kveikt á rafstöð til að geta sent veðurskeyti og
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið í veislusal Framheimilisins í Safamýri 25 Reykjavík 19 janúar 2019. Húsið opnar kl. 19:00. Borðhald hefst stundvíslega kl: 20.00
Veislustjóri verður Björk Jakobsdóttir.
Hjónin frá Hveravík þau Gunnar Jóhannsson og Kristín Einarsdóttir ætla að syngja nokkur lög og stjórna fjöldasöng. Frábærir happdrættisvinningar. Allur almennur þorramatur.
Mjög hvössum vind er spáð á morgun miðvikudaginn níunda janúar hér á Ströndum og jafnvel ofsaveðri um kvöldið af suðvestri. Vind fer að auka mjög uppúr hádegi og síðan fer hann ört vaxandi og nær sennilega hámarki um miðja nótt. Það er að vindur sé allhvass í fyrstu enn mjög ört vaxandi með deginum og komið hvassviðri um miðjan dag og stormur með kvöldinu og hávaðarok um kvöldið í jafnavind, 25-28 m/s . Og kviður jafnvel í 56 m/s. Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands segir