Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2019

Veðrið í janúar 2019.

Séð út Norðurfjörð- Reykjarneshyrnan og Skagafjöllin í baksýn. Mynd 27-01.
Séð út Norðurfjörð- Reykjarneshyrnan og Skagafjöllin í baksýn. Mynd 27-01.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu sex dagana mjög hlítt var dagana 3 til 5 þegar hiti fór í 10 til 12 stig. Þann 7 kólnaði með vestlægri vindátt og frysti um daginn. Suðaustlæg vindátt var þann 8. Þann 9 gekk í suðvestanátt með roki og ofsaveðri, sem gekk síðan niður þann 10. Hægviðri og breytileg vindátt og dimmviðri var þann 11. Síðan var nokkuð umhleypingasamt fram til 21. Með snjókomu, slyddu eða éljum. Þá var hægviðri 22 og til 24, og úrkomulítið. Suðlægar eða austlægar áttir voru síðan frá 25 til 27, með hægum vindi. Þann 28 um kvöldið gekk í austan með snjókomu. Þrjá síðustu daga mánaðarins var síðan norðaustan eða norðanátt með snjóéljum og nokkru frosti.

Úrkoman var ekki mikil í mánuðinum og undir meðaltali miðað við janúarmánuð.

Í suðvestan rokinu eða ofsaveðrinu þann 9 fóru vindkviður í 46 m/s, en jafnavindur var þá 30 m/s kl: 21:00.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. janúar 2019

Opnað í Árneshrepp á morgun.

Frá snjómokstri norður. Myndasafn.
Frá snjómokstri norður. Myndasafn.

Vegagerðin á Hólmavík ætlar að opna norður í Árneshrepp í fyrramálið. Þetta er nú varla mikill mokstur um að ræða, en þiljur og skaflar hér og þar.

Þannig að nú ætti að vera hægt að halda stofnfundinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. janúar 2019

Stofnfundi frestað.

Kaupfélagshúsið.
Kaupfélagshúsið.

Búið er að fresta stofnfundinum um verslun í Árneshreppi, sem vera átti á morgun, fram til föstudagsins


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2019

Stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi.

Verslunarhúsnæðið í Norðurfirði.
Verslunarhúsnæðið í Norðurfirði.

Nú stendur til að stofna einkahlutafélag um rekstur verslunar í Norðurfirði. Stofnfundurinn verður haldinn í húsnæði verslunarinnar þriðjudaginn 29. janúar kl. 13:30, en föstudaginn 1. febrúar kl. 13:30 til vara. Íbúum Árneshrepps er boðið að gerast stofnfélagar með því að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Hvert hlutabréf er að upphæð 25.000 kr, en vitaskuld er heimilt að kaupa fleiri en eitt hlutabréf. Þeir sem vilja gerast hluthafar í félaginu skulu leggja andvirði hlutafjárins inn á biðreikning 1161-05-56 sem er í eigu Árneshrepps, kt 4301690419. Hlutaféð verður síðan fært yfir á reikning félagsins þegar það hefur fengið kennitölu og bankareikning. Stefnan er að reka verslunina með


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2019

Ekki mikil snjódýpt.

Snjódýptarkort Veðurstofu Íslands í morgun.
Snjódýptarkort Veðurstofu Íslands í morgun.

Það er nú varla hægt að tala um mikla snjódýpt á landinu í heild sem af er janúar mánuði, helst á Norðausturlandi, Eyjarðasvæðinu og víða á Austfjörðum. Samkvæmt snjómælingarkorti Veðurstofu Íslands í morgun 21 janúar sem birtist hér með frétt. Flestar veðurstöðvar ættu að vera komnar inn nú rétt fyrir hádegið. Tildæmis snjódýptin hér á Ströndum 15 cm í Litlu-Ávík og einungis 8 cm á úrkomustöðinni á Bassastöðum við


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. janúar 2019

Flýtum klukkunni.

Katrín Jakobsdóttir forsetisráherra. Við viljum meiri birtu á morgnana á Ströndum.
Katrín Jakobsdóttir forsetisráherra. Við viljum meiri birtu á morgnana á Ströndum.

Veðurathugunarmaðurinn Jón Guðbjörn Guðjónson á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum telur að forsætisráðherra vor hafi eitthvað ruglast í tímalínu sinni með að vilja að seinka klukkunni. Ef við seinkum klukkunni um einn tíma er enn meira myrkur á morgana en nú er. Enn afur á móti ef við flýttum klukkunni um einn tíma væri aðeins meiri byrta á morgnana og því betra fyrir börnin að ganga í skólann.

Sólin er nú í hádegisstað uppúr klukkan hálf tvö, en yrði við flýtingu klukkunnar um einum tíma fyrr og nær birtumörkum. Og því fengju börn birtu fyrr á morgnana í skólann. Eins og forsætisráðherra


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2019

Úrkoma árið 2018 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2018, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2017.:

Janúar: 71,3 mm. ( 61,1 mm.)

Febrúar: 99,8 mm. ( 78,4 mm.)

Mars: 40,3 mm. ( 49,2 mm.)

Apríl: 57,1 mm. (166,7 mm.)

Maí: 62,9 mm. (127,0 mm.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. janúar 2019

Gengur ílla með flug hjá Ernum.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Aðeins eitt flug hefur verið á Gjögur sem af er janúarmánuði, en það var þriðjudaginn fjórða, þriðjudaginn áttunda var flugi aflýst vegna vélabilunar, og ekkert reynt seinna um daginn að fljúga, einnig var aflýst flugi á föstudaginn ellefta, engin ástæða gefin upp. Nú í dag þriðjudaginn fimmtánda var aflýst flugi vegna veðurs, sem eðlilegt var.

Engin póstur hefur því borist í eina og hálfa viku, búið að fella þrjár ferðir niður. Ef flogið verður næstkomandi föstudag átjánda, mun því hálfsmánaðar póstur koma.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2019

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2018.

Hitamælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hitamælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2018 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2017.:

Janúar: +0.4 stig. (+0,5 stig.)

Febrúar: +1,6.stig(+2,7 stig.)

Mars:+1,1 stig .(+0,7 stig.)

Apríl: +2,7 stig.(+1,5 stig.)

Maí : +5,0 stig.(+ 5,7 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2019

Rafmagnslaust og snjókoma.

Rafstöð sett í gang í morgun til geta sent veðurathugun.
Rafstöð sett í gang í morgun til geta sent veðurathugun.

Rafmagnstruflanir hafa verið í alla nótt, allt djúpið fór út fyrr í nótt. Nú fyrir sex í morgun var allt rafmagnslaust hér í Árneshreppi þegar veðurathugunarmaður kom á fætur, Orkubúið var látið vita síðan kveikt á rafstöð til að geta sent veðurskeyti og


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón