Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.
Norðan var fyrsta dag mánaðar sem gekk niður. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir 2 og 3. Þann 4 var farið að snúast til austlægra vindátta og farið aðeins að hlýna í bili, og var ANA hvassviðri um kvöldið þann 5 og fram á dag þann 6. Norðaustan var svo áfram með frosti fram til 11. Þann 12 var austan með slyddu, snjókomu og rigningu, en um kvöldið SV hvassviðri. Frá 13 og til 16 var hægviðri með litilsáttar úrkomu, en nokkurt frost. Norðaustan hvassviðri var þann 17 með snjókomu, og norðlægar áttir áfram fram til 19, með éljum og nokkru frosti. Þann 20 fór að hlýna í veðri fyrst með austlægum vindáttum og síðan suðlægum, þann 24 fór að kólna aftur þótt hiti væri ofan við frostmark, en suðlægar vindáttir áfram. Þann 26 var norðvestan með rigningu, slyddu og snjókomu. Dagana 27 og 28 var úrkomulaust og hægviðri.
Mæligögn:
Meira