Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2019

Veðrið í Mars 2019.

Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu sjö daga mánað voru hafáttir með snjókomu, eða éljum, allhvasst eða hvassviðri var hluta úr dögunum 1 og 3. Frá 8 og til 11 voru suðlægar vindáttir og hægviðri og úrkomulausu veðri, en talsverðu frosti. Þann 12 gerði skammvinna NA átt allhvassa með lítilsáttar slyddu og hlýnaði aðeins í veðri. 13 til 17 var hægviðri með úrkomu með köflum. Frá 18 til 21 voru suðvestlægar vindáttir mest með dimmum snjóéljum. Þann 22 gerði allhvassa norðaustanátt með talsverðri snjókomu. Síðan voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með úrkomu á köflum. Þann 25 gekk til suðaustlægrar vindáttar og hlýnaði í veðri, síðan suðvestan og snjó tók mikið upp á láglendi og var orðin flekkótt jörð að morgni þ.26. Frá 26 til 27 voru suðvestanáttir með hvassviðri og síðan stormi, fyrst með hlýju veðri en síðan kólnaði og komið frost þann 27 um kvöldið og mjög dimm él. Þann 28 var suðlæg vindátt með smávegis úrkomu. 29 var tvíátta, vestan í fyrstu síðan norðaustan með snjókomu. 30 og 31 voru suðlægar vindáttir og hlýnaði dálítið í veðri 31. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.

Í suðvestan rokinu þann 27 náðu kviður að fara í 78 hnúta eða 40 m/s. Mikli og dimm él voru.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. mars 2019

Flugi aflýst vegna snjókomu.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hefur nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna dimmviðris. Vestlæg vindátt var fram á hádegið en hægur vindur fyrst með éljum og síðan snjókomu frá því fyrir ellefu. Nú eftir hádegið á að ganga í norðaustan 8 til 13 m/s með éljum eða snjókomu. Þannig að þetta verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2019

Ómskoðun- Fósturvísatalning.

Guðbrandur við fósturtalningu.
Guðbrandur við fósturtalningu.
1 af 2

Guðbrandur Þorkelsson bóndi á Skörðum Dalasýslu kom norður þegar vegur opnaðist til að Ómskoða og telja fósturvísa hjá bændum hér í Árneshreppi. Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2019

Opnað norður í Árneshrepp í dag.

Frá snjómokstri. Myndasafn.
Frá snjómokstri. Myndasafn.

Vegagerðin á Hólmavík er núna í morgun að opna veginn norður í Árneshrepp, mokað er beggja megin frá, það er norðan og sunnanverðu. Frá 20 mars verður vegurinn mokaður tvisvar í viku ef þurfa þikir og veður leifir, það er


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Sigursteinn varð að klippa á 81. Aldri.

Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
1 af 2

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík varð að klippa (rýja) sitt fé eftir að maðurinn sem hefur klippt (rúið) fyrir hann mætti ekki. Sigursteinn hefur ekki klippt sjálfur undanfarin tvö ár. Gunnar Dalkvist fyrrum bóndi í Bæ hér í sveit hefur komið til hans að klippa, en neitaði að koma með flugi eins og hann gerði í fyrra þó, myndi aðeins koma á bíl enn ófært var. Það er ekki eins og hann sé á sínum eigin vegum, heldur hefði Sigursteinn borgað farið fram og til baka, og laun fyrir klippingu fésins. Eins og hann borgaði í haust. Enn bændur fá raunverulega ekkerrt fyrir þessa vetrar ull.

Sigursteinn fór því að klippa féið sjálfur sunnudaginn 10 mars


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019

Enginn póstur framvegis á mánudögum.

Vegna breytinga á áætlunarflugi flugfélagins Ernis til Gjögurs, frá þriðjudögum og til mánudags, hefur Íslandspóstur ákveðið að senda ekki póst til 524 Árneshrepp með mánudagsvél félagsins. Þetta er slæmt hjá flugfélaginu að breyta áætlun án samráðs við Íslandspóst og létu ekkert vita til póstmiðstöðvar um þessa breytingu, enn flugfélagið er styrkt til póstflugs á Gjögur. Að sögn dreifingarstjóra verður því enginn póstur sendur á mánudögum, því raunverulega er engan póst til að senda því ekkert safnast upp um helgar og myndi ekki nást ef eitthvað væri. Sömuleiðis


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. mars 2019

Verðskrá bréfa breyttist 1. Mars.

Verðskrá bréfa í einkarétti (0-50 g.) breyttist frá og með 1. mars síastliðinn. Verðbreytingar hafa verið samþykktar af Póst- og fjarskiptastofnun. Verð bréfa eftir breytingu verða eftirfarandi: Almennur póstur 0 til 50 g. hækkaði úr 180 kr. Í 195 kr.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2019

Veðrið í Febrúar 2019.

Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.
Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.

Norðan var fyrsta dag mánaðar sem gekk niður. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir 2 og 3. Þann 4 var farið að snúast til austlægra vindátta og farið aðeins að hlýna í bili, og var ANA hvassviðri um kvöldið þann 5 og fram á dag þann 6. Norðaustan var svo áfram með frosti fram til 11. Þann 12 var austan með slyddu, snjókomu og rigningu, en um kvöldið SV hvassviðri. Frá 13 og til 16 var hægviðri með litilsáttar úrkomu, en nokkurt frost. Norðaustan hvassviðri var þann 17 með snjókomu, og norðlægar áttir áfram fram til 19, með éljum og nokkru frosti. Þann 20 fór að hlýna í veðri fyrst með austlægum vindáttum og síðan suðlægum, þann 24 fór að kólna aftur þótt hiti væri ofan við frostmark, en suðlægar vindáttir áfram. Þann 26 var norðvestan með rigningu, slyddu og snjókomu. Dagana 27 og 28 var úrkomulaust og hægviðri.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. febrúar 2019

Flugfélagið Ernir breyttu flugi. Þakkir skyldar.

Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.
Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.

Flugfélagið Ernir sem sér um flug á Gjögur, mest póstflug undanfarið, og fær styrk til þess breytti áætlun í dag og flaug til Gjögurs í dag í staðinn fyrir á morgun. Málsatvik voru þau að pósturinn í Árneshreppi hafði samand við flugrekstarstjóra Flugfélagsins Ásgeir Þorsteinsson sem er einnig Sölu og Markaðstjóri flugfélagsins, í gærmorgun um að hvort væri hægt breyta fluginu til Gjögurs og flýta því um einn dag, því áríðandi póstur þyrfti að komast suður og væri verið að reyna að koma pósti til Hólmavíkur í veg fyrir póstbíl, og einnig liti mjög ílla út með flugveður á áætlunardegi á föstudaginn 1 mars. Einnig var ekki hægt að fljúga til Gjögurs mánudaginn var,vegna bilunar í vél sem var á Höfn í Hornafirði, og þurfti að senda vélina sem átti að koma til Gjögurs með flugvirkja þangað. Þetta skildum við vel hér í Árneshreppi. Ásgeir tók strax vel í þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. febrúar 2019

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.
Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018.

Formleg afhending styrkjanna fór fram fyrr í dag 26.02.2019 kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 88 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón