Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2019 Prenta

Veðrið í Maí 2019.

Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá dagana og úrkomulítið en svalt. Þann 4 var skammvinn suðvestanátt og hlýnaði þá talsvert í veðri um tíma. Síðan þann 5 fór veður kólnandi aftur með norðlægum vindáttum. Norðlægar vindáttir voru svo ríkjandi fram til 11 með köldu veðri og snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann 12 með austlægum eða breytilegum vindáttum fram til 17. Þann 18 gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í fyrstu, síðan þurru veðri, enn snjóéljum þann 28 og slydduéljum þann 31 og var þessi kuldatíð út mánuðinn. Bændur hættu svona almennt að setja út lambfé vegna en meiri kulda þann 27 enda voru snjó og slydduél dagana á eftir. Það bjargaði talsvert að þetta var mest þurrakuldi þegar lambfé var sett út í byrjun. Úrkomulítið var í mániðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 11,5 mm. (í maí 2018: 62,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: 11,9 stig.

Mest frost mældist þann 7. -2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,1 stig. (í maí 2018: +5,0 stig)

Meðalhiti við jörð var +2,13 stig. (í maí 2018: +1,35 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 2 cm.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt mest allan mánuðinn, það er sjólítið eða dálítill sjór. Enn slæmt dagana 28 og 29.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðan og NA, gola, stinningsgola, kaldi, súld þ.1. annars þurrt, hiti 0 til 5 stig.

4: Suðvestan kaldi síðan kul, úrkomulaust, hiti 3 til 10,5 stig.

5-11: Norðaustan og N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust 6 og 7, rigning þ. 5 síðan snjóél, hiti +6 og niður í -1 stig.

12-17: Austlægar eða breytilegar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, kul, úrkomulaust 12 og 14 annars rigning eða súld, hiti 2 til 12 stig.

18-31: Norðan eða NA, kul, gola eða stinningsgola. úrkomulaust 23, 25, 26, og 29 og 30, annars súld og slydduél eða snjóél.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Mundi í gatinu.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
Vefumsjón