Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. apríl 2019 Prenta

Heimilissímarnir úti í Árneshreppi.

Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.
Ávíkurstöð Fjarskiptastöð við Litlu-Ávík.

Bilun kom upp í gær í Ávíkurstöð Símans í Árneshreppi þannig að allir heimilissímar á bæjum í Árneshreppi duttu út. Fyrst var talið að örbylgjusamband hefði rofnað en síðar kom í ljós að um bilun var að ræða í Ávíkurstöð, fjarskiptastöðinni í Árneshreppi. Vitað er að bilunin varð á milli klukkan 09:00 og 10:00 í gærmorgun því sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli sendi veðurskeyti kl.09;00 en ekki kl. 10:00. Það skal tekið fram að GSM símar og netsamband er. Samkvæmt Stjórnstöð Símans ætti maður að koma norður í dag til að gera við.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
Vefumsjón