Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. september 2018

Réttað var í dag í Kjósarrétt.

Það er hvít eða flekkótt jörð í Reykjarfyrðinum.
Það er hvít eða flekkótt jörð í Reykjarfyrðinum.
1 af 4

Leitað var Reykjarfjarðasvæðið í morgun og fram á dag, þetta fé sem náðist var rekið í Kjósarrétt við Reykjarfjörð. Fátt fé er nú orðið á þessu svæði og sjálfsagt hefur ekki smalast vel, því erfitt er að fara uppí snjólínu og ganga þar, mjög sleipt. Norðanáttin gekk niður liðna nótt og í morgun. Hitinn hefur verið frá 2 stigum í morgun og uppí þetta 4 stig yfir hádaginn.

Meðfylgjandi eru myndir úr Kjósarrétt, en fé sem verið var að smala kringum Kamb


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. september 2018

Þjóðverjarnir mættir í smalamennsku .

Þjóðverjarnir  Tanja, Gunter, Sören og Martin.
Þjóðverjarnir Tanja, Gunter, Sören og Martin.

Í gærkvöldi um kvöldmat komu fjórir þjóðverjar til Litlu-Ávíkur eins og í firrahaust. Þrír níir komu í þetta sinn og einn sem kom í fyrra hann Gunter Söll. Níir sem komu eru þau Tanja Ahrens, Sören Döhle og Martin Wi Hwer, enn allt þetta fólk vinnur hjá Evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Þeim þótti gaman að lenda í snjó á leiðinni norður, þótt þeyr hafi lent í vesini á Veiðileisuhálsi, en Magnús Hótelstjóri á Djúpavík bjargaði þeim yfir hálsinn. Einnig varð Sigursteinn Sveinbjörnsson að sækja Jón Arnar Gestsson í Veiðileysu seint í gærkvöld, Jón var á fólksbíll og komst ekki yfir hálsinn enda farið að skafa


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2018

Alhvítt í fjöllum.

Örkin 634M alhvít.
Örkin 634M alhvít.
1 af 3

Nú rétt fyrir ellefu var orðið alhvítt í Örkinni (634 M), sem er notuð sem snjóhulufjall fyrir snjóhulumælingu fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík, og þar með mælingar fyrir Veðurstofu Íslands, sem samanber í Reykjavík er Esjan notuð vegna snjóhulumælingar. Það er farið að grána á láglendi, sem dæmi er snjór farin að setjast á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2018

Smalað innan Veiðileysu.

Frá Veiðileysu. (myndasafn.)
Frá Veiðileysu. (myndasafn.)

Bændur eru nú í dag að smala innan Veiðileysufjarðar, allt frá Kaldbak og norður um Byrgisvík og Kolbeinsvík og til Veiðileysu, þar er rekið inn í litla rétt sem er neðan við melinn við þjóðveginn. Leiðindaveður er núna og hvöss norðanátt með slyddu á láglendi og snjókomu ofar. Það er oft mjög hvass þarna


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. september 2018

Andskoti kólnar ört í kvöld.

Vindaspá á hádegi á morgun. Kort VÍ.
Vindaspá á hádegi á morgun. Kort VÍ.

Það hefur nú ekkert verið skemmtilegt veður undanfarið en verið þolanlegt samt í norðaustan vindi og vætu. Enn nú í kvöld er farið að kólna allverulega hiti komin niður í á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 3,7 stig klukkan níu í kvöld (21:00) Það hefur því kólnað í um 2,9 stig frá því í um sex í morgun, enn hitinn var þá 6,6 stig. Veðurstofan spáir rigningu, slyddu eða snjókomu


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018

Réttað í Melarétt 2018.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.
1 af 4

Í gær föstudag var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð, sjá leitarseðil, og rekið í rétt við Mela. Leitarmenn fengu vætu báða dagana, rigningu eða skúrir og svalt veður, en þurrt var þegar var réttað. Leitarmenn segja það hafi smalast sæmilega, og fé hafi eitthvað lækkað sig eftir að snjóaði í fjöll í nótt.

Það komu góðir gestir í réttina eins og svo oft áður, það voru þeyr


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018

Snjóaði í fjöll í nótt.

Örkin 634 m. Finnbogastaðafjall 548 m.
Örkin 634 m. Finnbogastaðafjall 548 m.

Það hefur snjóað talsvert í fjöll í nótt í fyrsta skipti þetta haustið. Víða er alhvítt niður í um 400 metra og grátt í um 300 metra. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niður í 2,4 stig í nótt. Þumalputtareglan segir að það kólni um eina


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. september 2018

Flöskuskeyti.

Bréfið frá Auroru.
Bréfið frá Auroru.
1 af 4

Nú á dögunum þegar verið var að reka fé inn í Litlu-Ávík fann Ingólfur Benediktsson í Árnesi flöskuskeyti í fjörunni fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík. Eftir að vera búið að strauja pappírsmiðana, enn þetta er skrifað á tvö A4 blöð frá tveim erlendum börnum, leit þetta betur út. Þetta er eitthvert norðurlandamál. Önnur segist heita Aurora og hin Elise. Á bréfunum á hægra horninu er bara ártalið 2017, þannig að þetta er um ársgamalt. Fréttamaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2018

Heimasmalanir byrjuðu í gær.

Sumrungurinn Ágúst.
Sumrungurinn Ágúst.
1 af 4

Þrátt fyrir þoku í gær byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín og eyðibýli. Þokunni létti nú til eftir því sem leið á daginn. Í þessari fyrstu heimasmölun var smalað frá Trékyllisvík og Stóru-Ávíkurland og rekið inn í Litlu-Ávík. Farið var síðan um miðjan dag, þá var þokan búin að lyfta sér upp í um fimmhundruð metra, og smalaður Ávíkurdalurinn og rekið inn í Litlu-Ávík. Síðan var dregið og bændur sem fengu fé keyrðu sínu fé heim.

Í Ávíkurdalnum fékk Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík tvævetlu með sumrung sem svo er kallað þegar ær ber á sumrin. Lambið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2018

Hafís á Húnaflóa í gær.

Mynd kl 12:45 í gær frá Nasa.Ingibjörg Jónsdóttir.
Mynd kl 12:45 í gær frá Nasa.Ingibjörg Jónsdóttir.
1 af 2

Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá Háskóla Íslands sendi vefnum þessa mynd. Þetta er gervitunglamynd frá því í gær sem sýnir borgarísjaka á Húnaflóa.

Tölurnar eru mesta lengd jakanna í metrum, en spurningamerki vísa í atriði á myndinni sem ekki er hægt að greina til fulls


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
Vefumsjón