Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. september 2018

Andskoti kólnar ört í kvöld.

Vindaspá á hádegi á morgun. Kort VÍ.
Vindaspá á hádegi á morgun. Kort VÍ.

Það hefur nú ekkert verið skemmtilegt veður undanfarið en verið þolanlegt samt í norðaustan vindi og vætu. Enn nú í kvöld er farið að kólna allverulega hiti komin niður í á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 3,7 stig klukkan níu í kvöld (21:00) Það hefur því kólnað í um 2,9 stig frá því í um sex í morgun, enn hitinn var þá 6,6 stig. Veðurstofan spáir rigningu, slyddu eða snjókomu


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018

Réttað í Melarétt 2018.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.
1 af 4

Í gær föstudag var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð, sjá leitarseðil, og rekið í rétt við Mela. Leitarmenn fengu vætu báða dagana, rigningu eða skúrir og svalt veður, en þurrt var þegar var réttað. Leitarmenn segja það hafi smalast sæmilega, og fé hafi eitthvað lækkað sig eftir að snjóaði í fjöll í nótt.

Það komu góðir gestir í réttina eins og svo oft áður, það voru þeyr


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018

Snjóaði í fjöll í nótt.

Örkin 634 m. Finnbogastaðafjall 548 m.
Örkin 634 m. Finnbogastaðafjall 548 m.

Það hefur snjóað talsvert í fjöll í nótt í fyrsta skipti þetta haustið. Víða er alhvítt niður í um 400 metra og grátt í um 300 metra. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niður í 2,4 stig í nótt. Þumalputtareglan segir að það kólni um eina


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. september 2018

Flöskuskeyti.

Bréfið frá Auroru.
Bréfið frá Auroru.
1 af 4

Nú á dögunum þegar verið var að reka fé inn í Litlu-Ávík fann Ingólfur Benediktsson í Árnesi flöskuskeyti í fjörunni fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík. Eftir að vera búið að strauja pappírsmiðana, enn þetta er skrifað á tvö A4 blöð frá tveim erlendum börnum, leit þetta betur út. Þetta er eitthvert norðurlandamál. Önnur segist heita Aurora og hin Elise. Á bréfunum á hægra horninu er bara ártalið 2017, þannig að þetta er um ársgamalt. Fréttamaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2018

Heimasmalanir byrjuðu í gær.

Sumrungurinn Ágúst.
Sumrungurinn Ágúst.
1 af 4

Þrátt fyrir þoku í gær byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín og eyðibýli. Þokunni létti nú til eftir því sem leið á daginn. Í þessari fyrstu heimasmölun var smalað frá Trékyllisvík og Stóru-Ávíkurland og rekið inn í Litlu-Ávík. Farið var síðan um miðjan dag, þá var þokan búin að lyfta sér upp í um fimmhundruð metra, og smalaður Ávíkurdalurinn og rekið inn í Litlu-Ávík. Síðan var dregið og bændur sem fengu fé keyrðu sínu fé heim.

Í Ávíkurdalnum fékk Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík tvævetlu með sumrung sem svo er kallað þegar ær ber á sumrin. Lambið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2018

Hafís á Húnaflóa í gær.

Mynd kl 12:45 í gær frá Nasa.Ingibjörg Jónsdóttir.
Mynd kl 12:45 í gær frá Nasa.Ingibjörg Jónsdóttir.
1 af 2

Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá Háskóla Íslands sendi vefnum þessa mynd. Þetta er gervitunglamynd frá því í gær sem sýnir borgarísjaka á Húnaflóa.

Tölurnar eru mesta lengd jakanna í metrum, en spurningamerki vísa í atriði á myndinni sem ekki er hægt að greina til fulls


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. september 2018

Veðrið í Ágúst 2018.

Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 19. Mikið var um þoku sem er nokkuð óvenjulegt í ágúst. Hægviðrasamt var í þessum norðlægu vindáttum og fremur svalt nema þá daga sem birti eitthvað upp. Þann 20 gerði suðvestanátt í einn sólarhring með skúrum og hægum vindi. Eftir það voru komnar hafáttir aftur með þokulofti og einhverri vætu en ekki mikilli. Tvo síðustu daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með rigningu eða skúrum og með hærra hitastigi en verið hefur undanfarið. Úrkomulítið var í mániðinum.

Tvær tilkynningar voru sendar á hafísdeild Veðurstofunnar í mánuðinum, en talsvert hefur verið um borgarísjaka stóra sem smá á Húnaflóa allt frá Horni og austur á Skaga.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2018

Fjallskil í Árneshreppi 2018.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

FJALLSKILASEÐILL.

==================

FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2018

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2018 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 15. september 2018 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 22. september 2018

SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 14. sept. 2018, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 15. september 2018, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.

BJÖRN TORFASON MELUM ER BEÐINN AÐ STJÓRNA LEITINNI

og huga að fyrirstöðu á Eyri seinni daginn.

Svæðið leiti 14 menn. Þessir leggi til menn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2018

Mælar yfirfarnir.

Árni við mælaathuganir.
Árni við mælaathuganir.
1 af 3

Á miðvikudaginn 29 ágúst kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands til Litlu-Ávíkur til að prufa alla hita mæla, en þá eru þeir prufaðir við mismunandi hitastig ásamt sérstökum prufumæli. Allir mælar reyndust réttir. Smurt var í legur á vindhraðamælum og þeyr yfirfarnir. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík fékk nýjan rafmagnsmæli fyrir sjávarhitamælingar, fyrstu sinnar gerðar hjá Veðurstofunni. Árni gat svo farið heimleiðis í dag. Ekki var


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. ágúst 2018

Ný hafístilkynning frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafísjakinn siglir á um 2 til 3 KM hraða til vesturs.
Hafísjakinn siglir á um 2 til 3 KM hraða til vesturs.
1 af 2

Hafisathugun um 11:40.

Nýr hafísjaki um 6 KM V af Sæluskeri, var um KL:09:00 um 5 KM austur af skerinu, virðist því sigla undan straumi á um 2 til 3 KM hraða, sem er óvenjulegt að straumur liggi þarna til vesturs, venjulega liggur straumurinn til A eða SA eða inn flóann. Jakinn sem gefinn var upp í gær með tvo


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón