Hafísinn nálgast.
Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur Landfræðings við HÍ. Veðurathugunarmaður hefur ekkert getað athugað með hafís vegna dimmviðris, þokusúld eða rigning er. Verður athugað strax þegar hægt er, hvort ísinn
Meira
Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur Landfræðings við HÍ. Veðurathugunarmaður hefur ekkert getað athugað með hafís vegna dimmviðris, þokusúld eða rigning er. Verður athugað strax þegar hægt er, hvort ísinn
Sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli er biluð. Stöðin bilaði þann 8, sendi rétt skeyti klukkan 18.00 þann dag, en klukkan 19:00 var bara tómt rugl, raunverulega er allt úti. Ekki er vitað um orsök og hvenær verður farið í viðgerð. Mannaða stöðin
Nýjustu ratsjármyndir (kl:08:21 6.júní) gefa til kynna að hafís sé um 14 sjómílur norður af Kögri. Eins virðist vera ísdreif sé um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun. Eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum, mest suðvestanáttum með éljagangi og kulda fram til 7 en þá fór að hlýna aðeins í veðri. Þann 8 seinnipartinn gekk í norðaustlæga vindátt með kólnandi veðri, og snjóaði niður á láglendi um kvöldið þann 10. Þann 13 gekk til suðvestlæga vindátt um tíma, og hiti rauk í 12 stig um hádegið, síðan snérist í norðan með þoku og hiti féll niður í 4 stig á innan við klukkutíma. Frá 15 til 18 var suðvestan með vætu. Síðan var skammvinn austanátt með slyddu þann 19. Og þann 20 var norðvestan með rigningu og síðan slyddu. Og frá 21 til 26 voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með vætu með köflum. Síðan vestlægar eða norðlægar vindáttir og hægviðri, en með vætu. Tvo síðustu daga mánaðar var suðvestan eða vestan, að mestu með þurru og mjög hlýju veðri. Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur.
Ræktuð tún orðin græn og hafa tekið vel við sér,og úthagi einnig. Lambfé snerti varla við rúllum sem voru settar útá tún sem venjulaga um sauðburð. Farið að sleppa lambfé úr túnum fyrir mánaðarlok. Mun betra sauðburðaveður var í ár heldur enn í fyrra, en þá var mikil vætutíð og kalt, úrkomumet varð þá á veðurstöðinni 124,3 mm.
Mæligögn:
Kosið var til sveitarstjórna í dag 26 maí 2018. Ný hreppsnefnd sem kosin var í Árneshreppi í dag eru þessi: Eva Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Ágústson ,Bjarnheiður J Fossdal, Arinbjörn Bernharðsson og Björn Torfason. Þannig að í nýrri hreppsnefnd eru allir með virkjun Hvalár í
Fréttatilkynning
Aðalfundur Orkubús Vestfjarða var haldinn í gær, 15. maí. Á fundinum kom fram að rekstur fyrirtækisins skilaði 174 m.kr. hagnaði á árinu 2017 í samanburði við 96 m.kr. hagnað árið á undan.
Framlegð, EBITDA, var 613 m.kr, en heildarfjárfestingar námu 667 m.kr. Heildarskuldir félagsins eru 2.604 m.kr,
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dag mánaðar var breytileg átt og kul og þurrt í veðri, síðan snérist í ákveðna norðaustanátt með éljum til 5. Þá gerði hægar suðlægar vindáttir með hita yfir daginn en frosti á nóttunni. Þann 9 fór að hlína aðeins í veðri með suðlægum vindáttum áfram. Frá 13 og fram til 28 voru mest hafáttir, með svalara veðri yfirleitt. Siðan voru suðlægar vindáttir eða breytilegar, með rigningu slyddu eða éljum tvo síðustu daga mánaðarins. Úrkoman var með minna móti. Ræktuð tún hné úthagi eru ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, enda kuldatíð.
Mæligögn:
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00. Dagskráin er mjög létt og skemmtileg. Þar sem kórinn er að fara í söngferð til Ítalíu í júní eru nokkur ítölsk lög á efnisskránni. Gaman er líka að segja frá því kórinn verður 60 ára á þessu ári og af því tilefni verður boðið upp á afmælisköku í tónleikahléinu. Stjórnandi: Agota Joó Píanó: Vilberg Viggósson Miðaverð við
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.
Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.
Mæligögn:
Töluverðar rafmagnstruflanir urðu á öllum vestfjörðum skömmu eftir hádegi í gær. Vesturlína leysti út í Geiradal og Mjólká og olli það straumleysi á öllum Vestfjörðum um stund. Varaaflsvélar í Bolungarvík komu fljótlega inn og varð straumleysi því stutt á norðanverðum Vestfjörðum. Varaaflsvélar voru settar í gang á sunnanverðum fjörðunum. Lengst var spennuleysi í Dýrafirði. Orsök þessarar útleysingar er bilun á Tálknafjarðarlínu. Tálknafjarðarlína, sem er í eigu Landsnets, liggur frá Mjólká til Tálknafjarðar og sér sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni. Óvenjulegar veðuraðstæður á þessu svæði ollu einnig tjóni á Bíldudalslínu. Ísing