Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. mars 2018

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017.

Frá afhendingu styrkja. Mynd OV.
Frá afhendingu styrkja. Mynd OV.

Fréttatilkynning frá OV.

Formleg afhending styrkjanna fór fram í dag kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 55 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 43 styrkir samtals að fjárhæð 3.600.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru: 

Blakdeild Vestra: Blakboltar og körfur fyrir bolta - 50.000 þús. kr.

Samgöngufélagið: Búnaður til útvarpsútsendinga í veggöngum - 100.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga: Áhaldakaup - 100.000 þús. kr.

Björgunarsveitin Björg Suðureyri: Tækjabúnaður í björgunarbát - 250.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga, HSV: Fræðsluverkefni - 50.000 þús. kr.

Héraðssamband Vestfirðinga, HSV: Brettaæfingar í íþróttaskóla HSV - 50.000 þús. kr.

Sunnukórinn: Söngdagskrá í tilefni 100 ára fullveldis Íslands - 50.000 þús. kr.

Foreldrafélag leik- og grunnskóla Önundarfjarðar: Gönguskíði fyrir leik-og grunnskóla - 100.000 þús. kr.

Ungmennafélagið Grettir Flateyri: Efniskaup og smíði á gönguskíðaspori - 50.000 þús. kr.

Íþróttafélagið Vestri: Siðareglur og jafnréttisáætlun - 50.000 þús. kr.

Björgunarsveitin Ernir: Ljósbúnaður á snjóbíl - 100.000 þús. kr.

Víkingar á Vestfjörðum kt. 480104-3580: Viðhald á hátíðarsvæði Þingeyringa - 100.000 þús. kr.

Björgunarfélag Ísafjarðar: Endurbætur á sjúkraföngum og persónubúnað - 100.000 þús. kr.

Sæfari,félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði: Ungmennastarf - 100.000 þús. kr.

Hestamannafélagið Stormur: Barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.

Foreldrafélag Grunnskólans í Bolungarvík: Örnámskeið fyrir nemendur og foreldra - 50.000 þús. kr.

Ungmennafélag Bolungarvíkur: Búnaðarkaup - 100.000 þús. kr.

Knattspyrnufélagið Hörður: Íslandsmót 5fl. o.fl - 50.000 þús. kr.

Laufey Eyþórsdóttir: Stuðningur við fólk á einhverfurófi - 50.000 þús. kr.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018

Veðrið í Febrúar 2018.

Séð til Norðurfjarðar, Drangajökull í baksýn.
Séð til Norðurfjarðar, Drangajökull í baksýn.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði fljótlega með látum. Þann 2 og 4 var sunnan og suðvestan rok eða jafnvel ofsaveður í jafnavind, með hlýindum báða dagana um tíma. Snjó tók mikið til upp og svell hurfu mikið til. Suðvestan eða vestanáttir voru svo ríkjandi áfram með éljum og frosti fram til 9. Þann 10 gerði norðan hvell með mikilli snjókomu. Síðan héldu umhleypingar áfram, með frosti eða hita. Þann 15 og 16 hlánaði svolítið, og einnig þann 19. Síðan var allgóður hiti frá 23 og fram á síðasta dag mánaðar, en kólnaði mikið um kvöldið þann 28. Snjó tók mikið til upp, þannig að jörð á láglendi var talin lítilsáttar flekkótt síðustu tvo daga mánaðarins.

Vindur fór í 40 m/s í kviðum um hádegið í sunnan rokinu þann 2. Og í 45 m/s í SV rokinu þann 4.

Tjón: Bátur fauk uppúr bátavagni í ofsaveðrinu þann 4. á Norðurfirði, og einnig brotnaði rúða í Kaffi Norðurfirði. Þann 24 á laugardegi, í suðvestan hvassviðri fuku upp hurðir á flatgryfju á Finnbogastöðum, eða gáfu eftir í veðurofsanum, og lögðust inn, enn mjög kviðótt var þar.

Mánuðurinn verður að teljast mjög umhleypingasamur og vindasamur mánuður í heild.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2017.

Orkubú Vestfjarða. Mynd OV.
Orkubú Vestfjarða. Mynd OV.

Alls bárust 55 umsóknir og að þessu sinni verða veittir 43 styrkir samtals að fjárhæð 3.600.000 kr.

 

Formleg afhending styrkjanna fer fram í húsnæði OV að Stakkanesi á Ísafirði, Skeiði Hólmavík og Eyrargötu Patreksfirði á morgun, 2. mars kl. 11:00.

 

Búið er að tilkynna styrkþegum um styrkveitinguna.

 

Þess er vænst að styrkþegar eða fulltrúar þeirra mæti


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa. Miðasala.

Miðasala og árshátíðin verður að Borgartúni 6. Gamla Rúgbrauðsgerðin.
Miðasala og árshátíðin verður að Borgartúni 6. Gamla Rúgbrauðsgerðin.
1 af 2

Forsala miða verður laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00 til 16:00 í anddyri Borgartúns 6. (Rúgbrauðsgerðin.) Enn árshátíðin verður haldin á sama stað laugardaginn 3 mars.

Á meðan forsölu stendur verður einnig hægt að kaupa miða í síma 8499552 með kreditkorta símagreiðslu. Nauðsynlegt er að greiða miða við pöntun. Takmarkað sætaframboð.

Miðaverð í mat og á dansleik: 9.500,- Miðaverð á dansleik: 3.000,-

Sólmundur Hólm


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

Rafmagnstruflanir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi og í Djúpinu uppúr klukkan hálf ellefu í morgun, en kom inn um tuttugu mínútum síðar. Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða er ekki vitað um


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. febrúar 2018

Bátur fauk og rúða brotnaði.

Báturinn á hliðinni.
Báturinn á hliðinni.
1 af 2

Í suðvestan rokinu eða ofsaveðrinu þann 4 febrúar fauk bátur uppúr vagni þar sem hann stóð upp á landi, þar sem bátar eru geymdir í Norðurfirði. Ekki er vitað um tjón á bátnum en, enn hann liggur á hliðinni á bátaplássinu.

Einnig í sama veðri brotnaði rúða í Kaffi Norðurfirði. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist kviður upp í 45 m/s um morguninn í þessari suðvestanátt.

Beðið er 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. febrúar 2018

Meðalhitinn í Janúar var +0,4 stig.

Mikil snjókoma og lítið skyggni.
Mikil snjókoma og lítið skyggni.

Nú er búið að reikna út meðalhitann fyrir janúar mánuð af Veðurstofu Íslands fyrir veðurstöðina í Litlu- Ávík fyrir janúarmánuð sem var +0,4 stig. Sjá nánar hér um yfirlit. Þegar þetta er skrifað nú um og uppúr hálf ellefu er komin bullandi snjókoma


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Veðrið í Janúar 2018.

Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hægviðrasamt var fyrstu fjóra daga mánaðar og úrkomulítið en nokkurt frost. Þann 5 gekk í norðaustan eða austanátt með éljum eða snjókomu og miklum skafrenning og nokkru frosti. Frá 8 fór veður hlýnandi með suðlægum vindáttum, og tók snjó mikið upp fram til og með 13. En nokkuð svellað. Suðvestan hvassviðri var með stormkviðum og dimmum éljum þann 14. Þann 15 er komin norðvestan með snjókomu, og voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða éljum fram til 25. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, eða úrkomulausu. Síðasta dag mánaðar voru norðlægar vindáttir með éljum.

Annan janúar sást borgarísjaki 3 KM NA af Reykjaneshyrnu. Og var tilkynnt um jakann á hafísdeild Veðurstofunnar.

Vindur náði 34 m/s í kviðum í suðvestan hvassviðrinu þann 14., sem er meir en 12 vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. janúar 2018

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins.

Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.
Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins. Þar var tekinn fyrir fyrri hluti tillagna VesturVerks að skipulagsbreytingum vegna Hvalárvirkjunar en þær lúta að vinnuvegum, efnistökustöðum og staðsetningu vinnubúða. Síðari hluti skipulagstillagna VesturVerks vegna virkjunarframkvæmdanna verður lagður fram til kynningar á vormánuðum.  

Fyrir hreppsnefndinni lágu einnig tvö erindi VesturVerks sem snúa að mögulegum hitaveituframkvæmdum í hreppnum ásamt tillögum að samfélagsverkefnum, sem VesturVerk lýsir sig reiðubúið að ráðast í verði af virkjunarframkvæmdum. Lögfræðingur og byggingarfulltrúi hreppsins voru gestir fundarins í gær, ásamt fulltrúa verkfræðiskrifstofunnar Verkís, sem hefur yfirumsjón með skipulagstillögunum fyrir hönd VesturVerks.

Samfélagsverkefni

Í erindi VesturVerks til hreppsnefndar Árneshrepps dagsett 19. janúar s.l


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. janúar 2018

Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára.

Í dag eru 90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. Aðildarfélög í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu halda upp á þessi merku tímamót í kvöld. Klukkan 20 verður afmælisveisla í húsnæði allra björgunarsveita og slysavarnadeilda hringinn í kringum landið, sem endar á því að skotið verður upp hvítri sól á öllum stöðum.

Af því tilefni mun Björgunarsveitin Strandasól


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón