Veðrið í Júní 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu fjóra daga mánaðarins var suðvestanátt, oft allhvasst, en þurru veðri og góðum hita. 5 og 6 var norðanátt og svalara og þokuloft. Síðan var skammvinn suðvestanátt með hlýju og þurru veðri. Frá 9 og fram til 20 voru norðlægar vindáttir oftast með köldu veðri og einhverri úrkomu. Þá voru suðlægar vindáttir næstu 4 daga, en aðfaranótt 25 var norðlæg og eða norðvestlæg vindátt með mikilli rigningu fram á morgun. Eftir það var suðvestanátt aftur með vætu. Þann 28 gerði skammvinna norðlæga vindátt með rigningu. Mánuðurinn endaði með breytilegri vindátt og hægviðri en úrkomu. Úrkomusamt var í mánuðinum með köflum, aðallega eftir níunda dags mánaðar.
Hafís borgarísjakar sáust frá landi í mánuðinum, og voru sendar tvær hafístilkynnigar 13 og 19 á Hafísdeild Veðurstofunnar.
Mæligögn:
Meira