Farfuglaheimilið í Borgarnesi hlýtur Svansvottun.
Fréttatylkinning:
Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur fengið vottun Norrænu Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svanurinn var afhentur í Borgarnesi af Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunur og Birgittu Stefánsdóttur sérfræðings á sviði sjálfbærni við stofnunina.
Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur á þessu ári undirgengist viðamiklar endurbætur og er nú eini gististaðurinn á Vesturlandi með Svansvottun og fyrsta Farfuglaheimilið utan Reykjavíkur til að uppfylla vottunarkröfur Norræna Umhverfismerkisins. Í dag eru átta gististaðir á landinu með Svansvottun.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svanurinn er eitt af 10 þekktustu umhverfismerkjum heims og er tilgangur þess m.a. er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins til framtíðar. Strangar kröfur Svansins tryggja að Farfuglaheimilið í Borgarnesi er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni og vinnur nú markvisst að lágmörkun orku-, efna- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.
„Við erum afar stolt af árangrinum okkar í Borgarnesi.“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Meira