Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. janúar 2018

Veðurspá. Hvassviðri.

Vindaspá kl 18:00 í dag. Kort VÍ.
Vindaspá kl 18:00 í dag. Kort VÍ.

Enn spáir hvassviðri eða stormi á landinu. Hér á Ströndum náði vindur sér ekkert á strik úr þessum tveim síðustu lægðum enda var vindur þá mjög austlægur. Ef vindur verður suðlægari í dag og á morgun, gæti orðið hvassviðri eða stormur hér um slóðir. Snjó hefur tekið talsvert upp síðustu þrjá daga. En veðurspáin frá Veðurstofu Íslands er þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra: Gul viðvörun er fyrir þetta spásvæði. Suðaustan 5-10 og þurrt, hiti nálægt frostmarki. Hvessir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. janúar 2018

Veðurspá í dag og á morgun.

Vindaspá kl 12:00 í dag. Kort VÍ.
Vindaspá kl 12:00 í dag. Kort VÍ.

Það er búið að snjóa mikið hér á Ströndum núna undanfarna daga, og einnig hefur skafið mikið í þessum NA og A lægu vindáttum. En veðurspáin í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi. Gul viðvörun er fyrir þetta spásvæði.

Austan 10-18 og snjókoma með köflum, en hægari og úrkomulítið upp úr hádegi. Suðaustan 15-23 undir kvöld og dálítil rigning, en sunnan 5-13 og úrkomulítið í nótt. Norðlægari


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2018

Stakur borgarísjaki.

Borgarísjakinn NA af Reykjaneshyrnu.
Borgarísjakinn NA af Reykjaneshyrnu.
1 af 2

Svohljóðandi hafísfrétt var send á hafísdeild Veðurstofu Íslands.

Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá því klukkan 15:30 þriðjudaginn 2 janúar 2018.

Stakur borgarísjaki er í um 3. km NA af Reykjaneshyrnu, rekur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2018

Veðrið í Desember 2017.

Séð til Norðurfjarðar.
Séð til Norðurfjarðar.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum og hlýju veðri fyrstu tvo dagana, en síðan breytilegar vindáttir, og veður fór kólnandi. Frá 5 til 7 var norðaustan eða norðan og allhvass með éljum. Frá 8 og til og með 12 var hægviðrasamt mest í suðlægum vindáttum, og hlýnaði svolítið þann 12. Þann 13 til 15 voru austlægar og eða NA, vindáttir. En frá 16 og fram til 22 voru suðlægar vindáttir oft hvassar en ofsaveðri um tíma fyrir og eftir miðnætti 22 og 23. Þann 23 gekk svo í norðaustan með hvassviðri og snjókomu og síðan éljum, og talsverðu frosti, er stóð til 27. En þann 28 var komin hæg austanátt sem var til 30. Síðasta dag mánaðar var norðan kaldi í fyrstu og síðan vestan gola.

Mjög lítil úrkoma var fram í miðjan mánuð, síðan var úrkomusamara. Mánuðurinn var mjög kaldur.

Vindur náði 74 hnútum eða 38 m/s fyrir og eftir miðnætti 22 og 23 í suðvestan roki í kviðum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. desember 2017

Gleðilegt ár!

Þessi september jaki var mikið myndaður af ferðafólki.
Þessi september jaki var mikið myndaður af ferðafólki.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2018.

Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. desember 2017

Hundslappadrífa og áramótaveðurspá.

Sæmilegasta veður gæti orðið á gamlárskvöld.
Sæmilegasta veður gæti orðið á gamlárskvöld.

Það var kalt í nótt, á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og fór frost niður í 9 stig, eða nákvæmlega -8,6 stig, en við jörð fór það í -12,6 stig. Í gær eftir hádegið gerði hundslappadrífu fram eftir degi. Vegurinn er talinn fær norður í Árneshrepp. Þegar fer að hreifa vind eitthvað að ráði er nú hætt við að þessi hálfgerði nýji púðursnjór fari að skafa. Það lítur sæmilega út með veður hér á Ströndum á gamlárskvöld. Annars er veðurspáin þessi í dag og á morgun og á nýársdag frá Veðurstofu Íslands:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 en norðaustan 5-13 í kvöld. Stöku él, einkum á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2017

Mokað í Árneshrepp.

Snjómokstur (snjóblástur) í Kúvíkurdal.
Snjómokstur (snjóblástur) í Kúvíkurdal.
1 af 2

Nú í morgun byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp. Mokað er beggja megin frá, það er norðan frá og sunnan frá. Talsverðan snjó er um að ræða, hefur snjóað mikið frá því á Þorláksmessa og alla hátíðisdagana og nú síðast í gær þó nokkuð í éljum. Ekki er vitað hvenær vegurinn opnast í dag ennþá. Mokað var innansveitar í gær, Gjögur- Norðurfjörður.

Flogið var á Gjögur í gærdag, næsta flug er á morgun föstudag, ef veður leifir. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2017

Gleðileg Jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017

Pottþétt hvít jól á Ströndum.

Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.
Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.

Nú er það orðið pottþétt að verði hvít jól hér á Ströndum. Eftir alla þessu leiðinlegu suðvestanátt er nú komin norðaustanátt, og verða norðlægar vindáttir um jól og langt fram í næstu viku, á milli jóla og áramóta. Það gæti bara snjóað talsvert nú um jólin hér í Árneshreppi. Veðurathugunarmenn fá nóg að gera í að mæla snjódýpt og bræða úrkomu sem fellur í föstu formi í frostinu. Enda hefur ekki verið mikið um að það hafi þurft í haust og sem af er vetri, nema að fylgjast með veðurmælum og lesa af hitamælum fyrir hverja veðurathugun. En veðurspáin er svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag Þorláksmessa og á morgun aðfangadag jóla: Norðaustan 13-18


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017

Rok og ofsaveður.

Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.
Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.

Það er búin að vera suðvestlæg vindátt nú síðustu daga oft hvöss hér í Litlu-Ávík, enn aldrei eins og í gærkvöldi frá því um ellefu leitið (23:00) og fram yfir miðnættið nú fram til að verða tvö í nótt. Vindur var suðsuðvestan 44 hnútar til 48 og kviður upp í 74 hnúta, það er vindur í jafnavind frá stormstyrk og í kviðum uppí 38 m/s eða langt yfir gömlu 12 vindstigin. Veðurathugunarmaður hafði samband við vakthafandi veðurfræðing sem gerði nú ekki mikið úr þessu í fyrstu, en bætti síðan við í athugasemd veðurfræðings, að stormur gæti orðið á Ströndum um tíma. Veðurathugunarmanni


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • 24-11-08.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón