Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. desember 2017

Vetrarsólstöður í dag.

Eftir daginn í dag lengist sólargangur í um 11 sekendur, og við sjáum hana skína aftur á Drangajökul.
Eftir daginn í dag lengist sólargangur í um 11 sekendur, og við sjáum hana skína aftur á Drangajökul.

Vetrarsólstöður. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20- 22 júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20 – 23 desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetningar stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. desember 2017

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2018.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2018. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

 

Alls bárust 99 gildar umsóknir og var ákveðið að veita 60 styrkvilyrði. Alls var úthlutað 50,8 milljónum króna. Framlögin skiptast í 56 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2017

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hlýtur Svansvottun.

Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
1 af 2

Fréttatylkinning:

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur fengið vottun Norrænu Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svanurinn var afhentur í Borgarnesi af Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunur og Birgittu Stefánsdóttur sérfræðings á sviði sjálfbærni við stofnunina.

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur á þessu ári undirgengist viðamiklar endurbætur og er nú eini gististaðurinn á Vesturlandi með Svansvottun og fyrsta Farfuglaheimilið utan Reykjavíkur til að uppfylla vottunarkröfur Norræna Umhverfismerkisins. Í dag eru átta gististaðir á landinu með Svansvottun.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svanurinn er eitt af 10 þekktustu umhverfismerkjum heims og er tilgangur þess m.a. er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins til framtíðar. Strangar kröfur Svansins tryggja að Farfuglaheimilið í Borgarnesi er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni og vinnur nú markvisst að lágmörkun orku-, efna- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.

 „Við erum afar stolt af árangrinum okkar í Borgarnesi.“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2017

Líkur á hvítum jólum.

Það gætu orðið hvít jól eins og í fyrra.
Það gætu orðið hvít jól eins og í fyrra.

Eftir suðvestan hvassviðrið með stormkviðum í gær er nú komin hæg vestlæg vindátt með hita um frostmark, en frosið við jörð. Nú eftir framtíðarveðurspá er að sjá að það gætu orðið hvít jól hér á Ströndum norður. En heldur er að draga úr þessari snjókomuspá sem var í gær, spáin hlóðar meira upp á él á laugardag og sunnudag. En svona er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Suðvestan 13-18 m/s og él. Nokkuð þéttur éljagangur og


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. desember 2017

Flug tókst á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Þrátt fyrir hvassviðrið í dag tókst flugfélaginu Ernum að fljúga á Gjögur í dag. Þetta er þá næstsíðasta flug fyrir jól. Talsvert af vörum komu í verslunina á Norðurfirð. Á föstudaginn næstkomandi kemur líka meiri mjólk og rjómi í verslunina. Síðasta flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. desember 2017

Hugum að jólaljósum og rafmagnsöryggi.

Úti jólatré.
Úti jólatré.

Á vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fólk þurfi að athuga vel með skreytingar á jólatrjám og öðrum skreytingum sem eru með rafmagnsljós. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Að mörgu þarf að hyggja og eitt af því er  að huga vel að jólaljósum, skreytingum og rafmagnsöryggi. Rafmagn er stórvirkur brennuvargur og á hverju ári verða eldsvoðar, sem eiga upptök sín í rafbúnaði.

Atriði sem vert er að hafa í huga:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. desember 2017

Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður umhverfis og auðlindaráðherra.

Sif Konráðsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.
Sif Konráðsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum.

Orri Páll Jóhannsson er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási. Undanfarið hefur hann einnig stundað meistaranám í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfis- og náttúrusiðfræði, við Háskóla Íslands.

Orri Páll hefur undanfarin ár starfað sem landvörður og var m.a. starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá janúar 2016 til júní 2017. Þá var hann verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænafánaverkefnisins) hjá Landvernd frá 2008 til 2012. Hann er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður og á sæti í flokksráði og stjórn Reykjavíkurfélags VG.

Orri Páll er í sambúð með Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange.

Sif Konráðsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hún starfaði sem sérfræðingur á ríkisaðstoðarsviði Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel 2008 - 2015 en var áður sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og hefur undanfarin tvö ár starfað við lögmennsku og ráðgjöf á sviði matvælaöryggis og umhverfismála, m.a. fyrir Landvernd.

Sif hefur verið stundakennari við HÍ


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2017

Veðurspá í dag og á morgun.

Áætlað hitastig klukkan 18:00 í dag.
Áætlað hitastig klukkan 18:00 í dag.

Eftir nokkurt frost fer að draga úr því, en eftir framtíðarveðurspám verður hitastig nokkuð rokkandi næstu daga og hitastig öðruhvoru megin við núllið, og umhleypingasamt. Enn veðurspáin er þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands:

Vaxandi suðaustanátt, hlýnar og þykknar upp, 8-15 m/s eftir hádegi. Slydda með köflum síðdegis og hiti um eða yfir frostmarki. Suðvestan 8-13 í kvöld og slydduél, en él á morgun. Vaxandi suðaustanátt seint annað kvöld. Munið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2017

Veitingar í versluninni.

Það var myndarlegt svínalærið.
Það var myndarlegt svínalærið.
1 af 6

Í versluninni á Norðurfirði í dag voru verslunarrekendurnir Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir með veitingar af alsskonar tagi, jólaöl, svínakjöt og alsskonar meðlæti. Nú hefur verslun aukist fyrir jólin þótt sé nú ekki margt fólk í sveitinni. Það kom margt fólk í verslun í dag á milli fjögur og sex, bæði til að versla og njóta veitinganna. Verslunin


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2017

Árneshreppur.

Merki Árneshrepps.
Merki Árneshrepps.

Sveitarfélagið Árneshreppur er nú farið að birta fundargerðir, á vef sínum, af fundum hreppsnefndar og er það mjög jákvætt og var komin tími á að gera það, eins og flest öll önnur sveitarfélög á landinu. Nú hefur vefurinn Litlihjalli sett inn tengil á vef Árneshrepps, og er tengillinn neðst vinstra megin á síðunni þar sjáið þið merki Árneshrepps hákarlinn, ef smellt er þar á farið þið inn á vef Árneshrepps. Einnig


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
Vefumsjón