Aðventuhátíðin á sunnudaginn 10 desember.
Kór Átthagafélags Strandamanna verður með aðventuhátíð í Bústaðakirkju sunnudaginn 10 desember klukkan 16:00. Á hátíðinni mun kórinn flytja vel þekkt og skemmtileg jólalög. Barnakór sem stofnaður var sérstaklega fyrir hátíðina mun einnig syngja nokkur lög. Einsöngvari er hin ástsæla Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).
Bjarki Sveinbjörnsson flytur hugvekju. Frá því Bjarki Sveinbjörnsson lauk námi í Tónvísindum frá Álaborgarháskóla í Danmörku starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu - Rás1 um árabil. Þá tók hann að sér að koma á fót Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi, sem nú hefur verið flutt til
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Bjarki
Meira