Gunnar að klippa, Sigursteinn tekur ullina.
Sigursteinn flokkar ullina og setur í poka.
Þessi lét ílla í klippingunni.
Hrútar og ásetningslömb nýklippt.
Nú eru bændur að taka fé á hús til að klippa (rýja) féið, best er að féið sé þurrt þegar klippt er. Það var byrjað að klippa fé hér í Árneshreppi árið 1966. Þá var lítil bensínmótor sem knúði klippurnar með barka, oft var þetta kallaður barkaklippu. Þessi litli mótor knúði tvær klippur, þannig að tveir gátu klippt í einu. Farið var á milli bæja með vélina og klippt, oft voru þetta 4 til 5 menn sem skiptust á að klippa. Síðan komu rafmagnsklippurnar og var það allt auðveldara í meðförum.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur alltaf klippt fé frá því að það byrjaði í hreppnum, klippt fyrir sjálfan sig og aðra í sveitinni. Nú í vetur treysti hann sér ekki lengur að klippa, ekki einu sinni sitt eigið fé, enda
Meira