Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2017
Prenta
Mokað í Árneshrepp.
Nú í morgun byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp. Mokað er beggja megin frá, það er norðan frá og sunnan frá. Talsverðan snjó er um að ræða, hefur snjóað mikið frá því á Þorláksmessa og alla hátíðisdagana og nú síðast í gær þó nokkuð í éljum. Ekki er vitað hvenær vegurinn opnast í dag ennþá. Mokað var innansveitar í gær, Gjögur- Norðurfjörður.
Flogið var á Gjögur í gærdag, næsta flug er á morgun föstudag, ef veður leifir. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan gola og léttskýjað. Austlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og él á annesjum, en áfram bjart til landsins. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum.