Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. desember 2017

Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður umhverfis og auðlindaráðherra.

Sif Konráðsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.
Sif Konráðsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum.

Orri Páll Jóhannsson er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási. Undanfarið hefur hann einnig stundað meistaranám í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfis- og náttúrusiðfræði, við Háskóla Íslands.

Orri Páll hefur undanfarin ár starfað sem landvörður og var m.a. starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá janúar 2016 til júní 2017. Þá var hann verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænafánaverkefnisins) hjá Landvernd frá 2008 til 2012. Hann er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður og á sæti í flokksráði og stjórn Reykjavíkurfélags VG.

Orri Páll er í sambúð með Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange.

Sif Konráðsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hún starfaði sem sérfræðingur á ríkisaðstoðarsviði Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel 2008 - 2015 en var áður sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og hefur undanfarin tvö ár starfað við lögmennsku og ráðgjöf á sviði matvælaöryggis og umhverfismála, m.a. fyrir Landvernd.

Sif hefur verið stundakennari við HÍ


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2017

Veðurspá í dag og á morgun.

Áætlað hitastig klukkan 18:00 í dag.
Áætlað hitastig klukkan 18:00 í dag.

Eftir nokkurt frost fer að draga úr því, en eftir framtíðarveðurspám verður hitastig nokkuð rokkandi næstu daga og hitastig öðruhvoru megin við núllið, og umhleypingasamt. Enn veðurspáin er þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands:

Vaxandi suðaustanátt, hlýnar og þykknar upp, 8-15 m/s eftir hádegi. Slydda með köflum síðdegis og hiti um eða yfir frostmarki. Suðvestan 8-13 í kvöld og slydduél, en él á morgun. Vaxandi suðaustanátt seint annað kvöld. Munið


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2017

Veitingar í versluninni.

Það var myndarlegt svínalærið.
Það var myndarlegt svínalærið.
1 af 6

Í versluninni á Norðurfirði í dag voru verslunarrekendurnir Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir með veitingar af alsskonar tagi, jólaöl, svínakjöt og alsskonar meðlæti. Nú hefur verslun aukist fyrir jólin þótt sé nú ekki margt fólk í sveitinni. Það kom margt fólk í verslun í dag á milli fjögur og sex, bæði til að versla og njóta veitinganna. Verslunin


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2017

Árneshreppur.

Merki Árneshrepps.
Merki Árneshrepps.

Sveitarfélagið Árneshreppur er nú farið að birta fundargerðir, á vef sínum, af fundum hreppsnefndar og er það mjög jákvætt og var komin tími á að gera það, eins og flest öll önnur sveitarfélög á landinu. Nú hefur vefurinn Litlihjalli sett inn tengil á vef Árneshrepps, og er tengillinn neðst vinstra megin á síðunni þar sjáið þið merki Árneshrepps hákarlinn, ef smellt er þar á farið þið inn á vef Árneshrepps. Einnig


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. desember 2017

Aðventuhátíðin á sunnudaginn 10 desember.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna verður með aðventuhátíð í Bústaðakirkju sunnudaginn 10 desember klukkan 16:00. Á hátíðinni mun kórinn flytja vel þekkt og skemmtileg jólalög. Barnakór sem stofnaður var sérstaklega fyrir hátíðina mun einnig syngja nokkur lög. Einsöngvari er hin ástsæla Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).

Bjarki Sveinbjörnsson flytur hugvekju. Frá því Bjarki Sveinbjörnsson lauk námi í Tónvísindum frá Álaborgarháskóla í Danmörku starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu - Rás1 um árabil. Þá tók hann að sér að koma á fót Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi, sem nú hefur verið flutt til

Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Bjarki


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. desember 2017

Veðrið í Nóvember 2017.

Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.
Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum og var umhleypingasamt í mánuðinum, en hægviðri á milli og góðir dagar, með hita yfir frostmarki í fyrstu en yfirleitt með frosti, en talsverð sveifla í hitastigi. Þann 20 gekk í ákveðna norðanátt eða norðaustanátt með hvassviðri eða stormi og snjókomu eða éljum, sem gekk síðan niður eftir hádegið þann 25. Síðan var hægviðri í þrjá daga. En síðustu tvo daga mánaðarins var suðvestan og SV hvassviðri þann 30. með hlýju veðri, og tók þennan litla snjó upp sem var, enn nokkuð svellað. Mánuðurinn var mun kaldari en nóvember 2016 í fyrra.

Jörð varð fyrst talin flekkótt þann 3. Og alhvít jörð var talin fyrst á veðurstöðinni þann 18.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. nóvember 2017

Vegurinn opnaður norður.

Frá snjómokstri. Myndasafn.
Frá snjómokstri. Myndasafn.
1 af 2

Í morgun byrjaði Vegagerðin að moka veginn norður í Árneshrepp, en búið er að vera ófært síðan norðanhvellin gerði á dögunum. Um talsverðan mokstur er um að ræða og tvö snjóflóð á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn er orðin fær en verið er að moka útaf ruðningum.

Kristján Guðmundsson


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. nóvember 2017

Íbúafundur.

Skjaldarmerki Árneshrepps.
Skjaldarmerki Árneshrepps.

Íbúafundur verður í Félagsheimilinu í Árneshreppi. Þriðjudaginn 28. nóvember kl. 14:00 – 16:30

Árneshreppur sótti um og hefur verið tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir. Verkefnisstjórn boðar til íbúafundar. Í henni sitja fulltrúar frá Árneshreppi, Byggðastofnun og Fjórðungssambandi Vestfirðinga auk fulltrúa íbúa.

Áríðandi að sem flestir íbúa Árneshrepps mæti og taki virkan þátt í fundinum. Fundarmenn eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. nóvember 2017

Ekkert flogið síðan 14 nóv.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.

Flogið var síðast þann 14 nóvember til Gjögurs, fyrr enn í dag. Ekki var hægt að fljúga á föstudaginn 17 nóvember vegna þess að þá var vindáttin norðvestlæg og því hliðarvindur á brautinni og einnig var mikil hálka á flugbrautinni. Mikið hefur þurft að moka og skafa flugbrautina nú síðustu daga vegna snjóa og ísingar, og sandbera brautina. Nú á þriðjudaginn var


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2017

Fé tekið inn og klippt.

Gunnar að klippa, Sigursteinn tekur ullina.
Gunnar að klippa, Sigursteinn tekur ullina.
1 af 4

Nú eru bændur að taka fé á hús til að klippa (rýja) féið, best er að féið sé þurrt þegar klippt er. Það var byrjað að klippa fé hér í Árneshreppi árið 1966. Þá var lítil bensínmótor sem knúði klippurnar með barka, oft var þetta kallaður barkaklippu. Þessi litli mótor knúði tvær klippur, þannig að tveir gátu klippt í einu. Farið var á milli bæja með vélina og klippt, oft voru þetta 4 til 5 menn sem skiptust á að klippa. Síðan komu rafmagnsklippurnar og var það allt auðveldara í meðförum.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur alltaf klippt fé frá því að það byrjaði í hreppnum, klippt fyrir sjálfan sig og aðra í sveitinni. Nú í vetur treysti hann sér ekki lengur að klippa, ekki einu sinni sitt eigið fé, enda


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
Vefumsjón