Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum og var umhleypingasamt í mánuðinum, en hægviðri á milli og góðir dagar, með hita yfir frostmarki í fyrstu en yfirleitt með frosti, en talsverð sveifla í hitastigi. Þann 20 gekk í ákveðna norðanátt eða norðaustanátt með hvassviðri eða stormi og snjókomu eða éljum, sem gekk síðan niður eftir hádegið þann 25. Síðan var hægviðri í þrjá daga. En síðustu tvo daga mánaðarins var suðvestan og SV hvassviðri þann 30. með hlýju veðri, og tók þennan litla snjó upp sem var, enn nokkuð svellað. Mánuðurinn var mun kaldari en nóvember 2016 í fyrra.
Jörð varð fyrst talin flekkótt þann 3. Og alhvít jörð var talin fyrst á veðurstöðinni þann 18.
Mæligögn:
Meira