Veðrið í September 2017.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu tvo dagana var suðlæg vindátt með hlýindum, síðan voru norðlægar vindáttir með kólnandi veðri, og var fremur kalt fram til 14. þegar snérist í suðlægar vindáttir aftur með hlýindum fram til og með 17. Þá gerði hæga norðlæga vindátt þann 18 með kólnandi veðri. Síðan var skammvinn suðaustanátt þann 19 með hlýrra veðri aftur í bili. Þá gekk í norðaustan þann 20 með mikilli rigningu fram á dag. Síðan voru mest hægar suðlægar vindáttir yfirleitt með úrkomu. Og síðustu þrjá daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með vætu. Mánuðurinn verður að teljast óvenju hlýr.
Tveir borgarísjakar sáust frá veðurstöðinni útaf Reykjaneshyrnu, sá fyrri þann 21. Sá jaki lenti í straumi suður og austur í Húnaflóa. Seinni jakinn sást fyrst frá skipi 25 en þá var jakinn austur af Óðinsboða í Húnaflóa. Jakinn sást svo frá Litlu-Ávík daginn eftir, útaf Nestanga, og var þar og færðist nær landi eftir því hvað hann bráðnaði og brotnaði. Sá jaki var á svipuðum slóðum út mánuðinn og var að brotna niður.
Mæligögn:
Meira