Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
Lömbin elta Sigurstein í fjárhúsin til að fá pelann sinn.
Oft hefur verið mikið fjör í kringum heimalinga í Litlu-Ávík, gegnum árin.
Heimlingarnir í fyrra voru tveir. Þarna hjálpa þeyr Guðlegi á Steinstúni að rafsjóða í fjárvagn.
Það var skrýtið með heimalingana hér í Litlu-Ávík um mánaðarmótin ágúst september, þeyr hættu alltíeinu að koma heim, hvorki í morgungjöf hné kvöldgjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi hafði ákveðið að hætta að gefa þeim tvisvar á dag, en gefa þeim einu sinni, á morgnana eða kvöldin, og lét Jón Guðbjörn varagjafamann lambana vita af þessari ákvörðun. Svo einkennilega vildi til að lömbin létu ekki sjá sig við fjárhúsin og mættu ekki sem vön í hvoruga gjöfina.
Sigursteini bónda var sama en Jóni ekki, og vildi vita um alla vinina sína sjö, tvær rollur og fimm lömb, fann hann þær svo uppá svonefndu Hjallatúni á beit, þau jörmuðu til hans enn eltu hann ekki þegar hann fór heim.
Nú skyldi Jón ekki í neinu hvað vinir hans væru nú að hugsa, sjá hann en koma ekki heim með honum að fá pelann sinn.
Nú segja nátturlega allir að þessi Jón sé kolruglaður að pæla í þessu meir,
Meira