Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. október 2017

Úrkomu og skriðuhætta.

Úrkoma varð mikil á Ströndum í seint í ágúst 2015.
Úrkoma varð mikil á Ströndum í seint í ágúst 2015.

Veðurstofa Íslands hefur verið með viðvörun vegna úrkomu og skriðfalla á spásvæði sínu fyrir Strandir og norðurland vestra frá því í gær. Ekki hefur þessi spá enn ræsts, nema austast á spásvæðinu. Og en er reiknað með svipuðu veðri á þessu svæði fyrir úrkomu og jafnvel skriðföll, sem gætu orðið ef úrkomuspá rætist á þessum svæðum. Úrkoma hefur verið mjög misjöfn á þessu spásvæði bæði á mönnuðum stöðvum og sjálfvirkum úrkomumælingum, sem eru orðnar allnokkrar á þessu svæði.

Nú fyrr í kvöld hefur verið ákveðið eftir fund sérfræðinga,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. október 2017

Dýralæknir ætlar að opna verslun í Árneshreppi.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.

Nýr kaupfélagsstjóri tekur til starfa í Norðurfirði í Árneshreppi 1.nóvember n.k. Þar sem kaupfélag KSH á Hólmavík ákvað að leggja niður útibúið í Norðurfirði auglýsti hreppsnefnd nú í september eftir nýjum rekstraraðila.

Nú hefur verið ráðinn til starfsins Ólafur Valsson, sem er dýralæknir að mennt og starfaði við það um árabil á sínum yngri árum, m.a. í Strandasýslu með aðsetur á Hólmavík. Hann þekkir því nokkuð til svæðisins. Hann hefur enn fremur verið héraðs dýralæknir í Eyjafjarðarsýslu og víðar í um hálfan annan áratug. Hann starfaði í áratug við framfylgni reglna um matvælaöryggi og fleira á erlendri grund og síðustu fimm ár við ráðgjafarstörf á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðarmála víða um lönd. Sem ungur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2017

Verslun mun opna aftur.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði.

Nú lítur út fyrir að verslun muni opna aftur í Árneshreppi um næstu mánaðamót. Nýr aðili hefur ákveðið að opna verslun aftur á Norðurfirði fyrsta nóvember næstkomandi. Oddviti Árneshrepps hefur staðfest þetta við fréttavefinn Litlahjalla. Ekki er hægt en að segja frá því hver það er sem ætlar að opna verslun á ný í Árneshreppi að svo stöddu, og hvernig fyrirkomulag rekstrarins verður.

Útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði í Árneshreppi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2017

Veðrið í September 2017.

Borgarísjakar sáust í mánuðinum.
Borgarísjakar sáust í mánuðinum.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var suðlæg vindátt með hlýindum, síðan voru norðlægar vindáttir með kólnandi veðri, og var fremur kalt fram til 14. þegar snérist í suðlægar vindáttir aftur með hlýindum fram til og með 17. Þá gerði hæga norðlæga vindátt þann 18 með kólnandi veðri. Síðan var skammvinn suðaustanátt þann 19 með hlýrra veðri aftur í bili. Þá gekk í norðaustan þann 20 með mikilli rigningu fram á dag. Síðan voru mest hægar suðlægar vindáttir yfirleitt með úrkomu. Og síðustu þrjá daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með vætu. Mánuðurinn verður að teljast óvenju hlýr.

Tveir borgarísjakar sáust frá veðurstöðinni útaf Reykjaneshyrnu, sá fyrri þann 21. Sá jaki lenti í straumi suður og austur í Húnaflóa. Seinni jakinn sást fyrst frá skipi 25 en þá var jakinn austur af Óðinsboða í Húnaflóa. Jakinn sást svo frá Litlu-Ávík daginn eftir, útaf Nestanga, og var þar og færðist nær landi eftir því hvað hann bráðnaði og brotnaði. Sá jaki var á svipuðum slóðum út mánuðinn og var að brotna niður.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. september 2017

Í dag lokar útibúið.

Kaupfélagshúsið á Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið á Norðurfirði.
1 af 2

Nú í dag föstudaginn 29 september lokar Kaupfélag Steingrímsfjarðar útibúi sínu á Norðurfirði, og er þetta síðasti dagur sem hægt er að versla þar. Lilja Björk Benediktsdóttir sem hefur verið verslunarstjóri frá fyrsta júní lætur þá af störfum. Hún hefur staðið í ströngu undanfarið að fara yfir allan lager og skrá allt og hafa útsölur á ýmsum vörum. Að sögn kaupfélagsstjóra er ekki grundvöllur fyrir að reka þetta útibú áfram.

Ekki er vitað hvað tekur við en Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps segir að


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. september 2017

Borgaísjakinn en myndarlegur.

Jakinn enn myndarlegur.
Jakinn enn myndarlegur.
1 af 4

Borgarísjakinn sem hefur verið fyrir utan Litlu-Ávík, eða Reykjaneshyrnu er nú rétt á milli Lambaness og Stekkjarvíkur á svonefndum Nesum. Hann er enn nokkuð myndarlegur, en minkar alltaf, og eru miklar sprungur í honum, þannig að stór stykki fara örugglega að hrynja úr honum.

Nokkuð er um að ferðafólk komi og skoði jakann og taki myndir. Rúta kom áðan með erlenda


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. september 2017

Borgarísjakinn kominn nær landi.

Borgarísjakar eru oft tignarleg sjón.
Borgarísjakar eru oft tignarleg sjón.
1 af 3

Borgarísjakinn sem sást frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í gær er komin nær landi og færst aðeins austar, er svona 2 km frá landi við svonefndan Nestanga við Litlu-Ávík. Jakinn hefur brotnað mikið og bráðnað síðan í gær. Myndatökumaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. september 2017

Borgarísjaki.

Borgarísjakinn sést vel frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn sést vel frá Litlu-Ávík.

Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í morgun. Jakinn er ca um 18 km NNA af Nestanga við Litlu-Ávík, og ca 8 km A af Sæluskeri (Selskeri.) Send var hafístilkynning á Hafísdeild Veðurstofu Íslands, um kl 10:38. Hann náðist sæmilega á mynd. Þann tuttugasta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. september 2017

Réttað í Kjósarrétt.

Nóg af fólki en fátt fé.
Nóg af fólki en fátt fé.
1 af 4

Réttað var í Kjósarrétt í Reykjarfirði í dag eftir að leitað var Reykjarfjarðarsvæðið. Áður var smalað alveg frá Kaldbaksvík og í Veiðileysu og rekið var í rétt þar á fimmtudaginn. Í gær var smalað í kringum Kamb og til Djúpavíkur og rekið inn í Kjósarrétt. Þessi svæði sem smalað var á fimmtudag og föstudag voru ekki skylduleitarsvæði, enn í dag voru þetta lögskipaðar leitir. Smalamenn fengu mjög gott veður á fimmtudag og sæmilegt í gær, en einhver smá væta var. Í dag fengu leitarmenn rigningu frá hádegi, talsverð rigning þegar verið var að draga féið í réttinni. Mikið færra fé var í þessum smálamenskum miðað við síðustu ár.

Þrír þýskir smalar leituðu fyrir Sigurstein


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. september 2017

Borgarísjaki sést.

Borgarísjakinn.
Borgarísjakinn.

Svohljóðandi hafísfrétt var send Veðurstofu Íslands. Hafísdeild, frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík um 14:30 í dag: Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 14:30:

Borgarísjaki nokkuð stór sést frá stöðinni. Jakinn er ca 20 til 22 km NNA af Reykjaneshyrnu og ca 7 til 8 km austur af Sæluskeri (Selskersvita). Jakabrot geta


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
Vefumsjón