Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2017

Harpað fyrir Vegagerðina.

Harpað í Urðunum.
Harpað í Urðunum.
1 af 2

Verktakafyrirtækið Tak ehf frá Borgarnesi hefur verið og er að harpa möl fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Nú er verið að harpa í svonefndum Urðum, (Hlíðarhúsum) í Árneshreppi, þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar, þar verður harpað 2.500 rummetrar.

Síðan verður harpað í Byrgisvík 3.000 rúmmetrar. Einnig verður harpað á Brimnesi í Eyjalandi í


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2017

Tilkynning frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.
Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.

Nú fer tími sauðfjársmölunar í hönd. Rétt er að minna, bæði smala og ökumenn, á að gæta varúðar og sýna gagnkvæma tillitssemi svo allt fari vel. Þannig er mikilvægt að þeir smalar sem nota ökutæki á vegi hagi akstri í samræmi við umferðarlög þannig að umferð gangi greiðlega fyrir sig. Sömuleiðis er mikilvægt að ökumenn sem leið eiga framhjá sauðfé í rekstri dragi tímanlega úr ökuhraða og sýni fé og smölum tillitssemi.

Lögreglunni hafa borist, í gegnum tíðina, kvartanir frá smölum um að ökumenn aki oft á tíðum hratt framhjá, þrátt fyrir að safn sé komið að vegi og smalar í kring,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2017

Heimalingarnir í Litlu-Ávík.

Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
1 af 4

Það var skrýtið með heimalingana hér í Litlu-Ávík um mánaðarmótin ágúst september, þeyr hættu alltíeinu að koma heim, hvorki í morgungjöf hné kvöldgjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi hafði ákveðið að hætta að gefa þeim tvisvar á dag, en gefa þeim einu sinni, á morgnana eða kvöldin, og lét Jón Guðbjörn varagjafamann lambana vita af þessari ákvörðun. Svo einkennilega vildi til að lömbin létu ekki sjá sig við fjárhúsin og mættu ekki sem vön í hvoruga gjöfina.

Sigursteini bónda var sama en Jóni ekki, og vildi vita um alla vinina sína sjö, tvær rollur og fimm lömb, fann hann þær svo uppá svonefndu Hjallatúni á beit, þau jörmuðu til hans enn eltu hann ekki þegar hann fór heim.

Nú skyldi Jón ekki í neinu hvað vinir hans væru nú að hugsa, sjá hann en koma ekki heim með honum að fá pelann sinn.

Nú segja nátturlega allir að þessi Jón sé kolruglaður að pæla í þessu meir,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. september 2017

Skipulagsbreytingar vegna vegagerðar við Hvalá.

Niðri Rjúkandi í Hvalá. Mynd Vesturverk.
Niðri Rjúkandi í Hvalá. Mynd Vesturverk.

Sveitarfélagið Árneshreppur á Ströndum hefur birt tillögur að breytingum deiliskipulags og aðalskipulags vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði og auglýsir nú eftir athugasemdum við þær og umhverfisskýrslu. Byggja þarf vegi og vinnubúðir svo hægt sé að fara með rannsóknartæki inn á svæðið fyrir hönnun virkjunarinnar.

Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 var staðfest í janúar 2014, en þar er gert ráð fyrir Hvalárvirkjun, tengingu hennar við landsnetið og bættum samgöngum. Skipulagsbreytingarnar sem nú liggja fyrir varða útfærslu á þáttum virkjunarinnar sem ekki lágu fyrir þegar aðalskipulagið var samþykkt.

Við vinnslu skipulagsáætlananna kom í ljós að æskilegt er að afla frekari gagna fyrir hönnun virkjunarinnar og gerð skipulagsins. Til að svo geti orðið þarf að vera mögulegt að fara með rannsóknartæki inn á skipulagssvæðið og koma upp starfsmannaaðstöðu, en það kallar á breytt aðalskipulag og nýtt deiliskipulag.

Í tillögunum kemur fram hvaða umsagnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. september 2017

Bjarnarfjarðarháls.

Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
Fyrra slitlagið er komið á Bjarnarfjarðarháls.
1 af 2

Fréttamaður Litlahjalla var á ferð til Hólmavíkur fyrir helgi og keyrði þarafleiðandi ný malbikaða veginn yfir Bjarnaffjarðarháls en nýji kaflinn var opnaður fyrir almennri umferð á dögunum. Vertakafyrirtækið Borgarverk ehf vann verkið, og var þetta eitt stærstu verkefna sem þeir hafa verið með undanafarin tvö ár.

Vegurinn liggur mikið til á sömu slóðum og sá gamli, en með talsverðum breytingum þó, aðallega að sunnanverðu, þar sem vegurinn kemur niður í Steingrímfjörð. Nú er þeir hjá Borgarverki búnir að ganga frá meðfram hinum nýja vegi og er það allt mjög snyrtilega gert, eins og öll vinna og frágangur er hjá þessu fyrirtæki. Nú á dögunum, loksins, var sent útboð


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. september 2017

Veðrið í Ágúst 2017.

Drangajökull Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.
Drangajökull Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum hafáttum, fyrstu sjö dagana, með lítilsáttar súld með köflum. Þann 8 gerði skammvinna suðlæga vindátt. Síðan voru hægar norðlægar vindáttir aftur eða breytilegar vindáttir, með lítilsáttar úrkomu á köflum. Þann 17 fór að bæta í vind með norðanátt áfram og fór að kólna í veðri með talsverðri rigningu þann 18. Norðanáttin gekk svo niður þann 19. Þann 20 fór að hlýna vel í veðri aftur, enn svalara á nóttinni, með breytilegum vindáttum eða suðlægum og var blíðviðri fram til 27. Þann 28 gekk til norðlægra vindátta með súld og kólnandi í veðri fram til 29. Síðan voru suðlægar vindáttir tvo síðustu daga mánaðar með hlýju veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góðviðrasaman í heild.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. ágúst 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21 til 28 ágúst 2017.

Alls voru 18 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Alls voru 18 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.

Að kveldi 21. ágúst var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Hnífsdal. Einn íbúi var í húsinu og hlaut hann brunasár. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna brunasáranna, sem þó virtust ekki vera lífshættulegir. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað þegar íbúinn var að kveikja upp í eldstæði. Greiðlega tókst að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva hann.

28 ágúst kl.22:34, varð eldur laus í bátnum Agli ÍS-77 þar sem hann var staddur út af Dýrafirði. Áhöfnin, fjórir skipverjar, einangraðu eldinn og héldu í skefjum. Skipinu var siglt til næstu hafnar, Þingeyri, og kallaði LHG til nálægra skipa að hraða sér að Agli. Þá voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar til auk slökkviliðsmanna. Þyrla LHG flaug í átt að skipinu með slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu. Kl.01:13 í nótt kom Egill að bryggju og var eldurinn þá endanlega slökktur. Gerðar höfðu verið ráðstafanir til að láta slökkviliðsmenn síga úr þyrlunni, um borð í Egil, eins að senda slökkviliðsmenn á bát á móti en til þess kom þó ekki þar sem sigling Egils til hafnar gekk vel. Undir morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2017

Bátur brann í höfninni í Norðurfirði.

Eyjólfur brunninn.
Eyjólfur brunninn.
1 af 3

Báturinn Eyjólfur Ólafsson HU-100 sem er 7. tonna plastbátur brann til kaldra kola í höfninni í Norðurfirði í morgun. Eigandi bátssins Baldvin Gunnarsson ásamt tveim öðrum komu í land uppúr klukkan fjögur í nótt vegna brælu, en ætluðu út aftur seinna í morgun. Þeyr skruppu í sundlaugina á Krossnesi til að slappa af í einhvern tíma, enn fengu þá tilkynningu fyrir sjö að kviknað væri í bátnum.

Það var Lilja Björk Benediktsdóttir útibústjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði sem varð vör við reyk og eld í bátnum fyrir sjö í morgun. Slökkvilið Hólmavíkur kom og slökkti


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Straumlaust í Hrútafirði í kvöld.

Frá Hrútafirði.
Frá Hrútafirði.

Tilkynning frá OV.

Straumlaust, og truflanir verða í Hrútafirði eftir klukkan 23:00 í kvöld, vegna vinnu við tengingar. Vonandi í mjög stuttan tíma. Segir í tilkynningu frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.

Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.
Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.
1 af 2

Nú í dag eru þær stöllur, Lovísa og Sara að ganga frá og loka á Kaffi Norðurfirði. „ Þær sega sumarið hafa verið mjög gott, nóg af ferðafólki bæði íslenskum sem erlendum". Þær tóku kaffistaðin á leigu til þriggja ára en með uppseganlegum samning. Þær reikna nú með að verða með Kaffi Norðurfjörð næsta sumar, eða þriðja sumarið í röð. „Okkur hefur fundist


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Súngið af mikilli raust.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón