Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júlí 2017

Ófreskja í fjörunni.

Dýrið er með langan hala.
Dýrið er með langan hala.
1 af 7

Þær systur Sigríður og Dísa Gunnarsdætur frá Eyri við Ingólfsfjörð komu að máli við fréttamann Litlahjalla, og komu með myndir af einhverri skepnu sem er í fjörunni við gömlu bryggjurnar þar. Þær hafa hvorki net hné símasamband á Eyri þar sem þær dveljast mikið á sumrin. Þetta virðist vera einhver hvalategund, en með mjög langan hala. Þær systur tóku þessar myndir og systurdóttir


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júlí 2017

Rúllað í gærkvöld.

Heyjað var á Melum fram á nótt.
Heyjað var á Melum fram á nótt.
1 af 2

Mikill og góður þurrkur var í gær frá því um hádegið þegar gerði suðvestan kalda,9 til 15 metra í kviðum. Byrjað var að rúlla hér í Litlu-Ávík eftir kvöldmat. Rifjað var þrisvar í gær. Byrjað var síðan að raka saman í múga fyrir kvöldmat til að eiga til þegar rúlluvélin kom eftir mat. Þetta hey náðist nokkuð vel þurrt í rúllurnar. Þetta sem búið er að slá lofar upp á mjög góðan heyfeng á þessu sumri, mun meyri heyskap en í fyrra. Síðan var rúllað á Melum fram á nótt.

Víða hefur verið slegið í dag og rifjað. Það er sem bændur


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2017

Ætla að klifra í Norðurfirði á Ströndum.

Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi.  Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta
Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi. Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta

Frá MBL.is.

Íslenski alpaklúbburinn í sam­starfi við Klif­ur­húsið og GG Sport vinna að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um.

Þeir leggja af stað vest­ur á þriðju­dag­inn og ætla að koma upp eins mörg­um klif­ur­leiðum á svæðinu og tími gefst til. „Við feng­um 350 augu frá GG Sport og stefn­an er að koma þeim öll­um upp í sum­ar,“ seg­ir Jón­as G. Sig­urðsson klifr­ari en eins og er eru fimm klif­ur­leiðir í Norðurf­irði.

Stefna á rúmlega 160 klifurleiðir.

Aðspurður hvort mörg klif­ur­svæði séu hér á landi seg­ir hann að það séu nokk­ur svæði þar sem stundað er sport­klif­ur. „Stærsta svæðið er Hnappa­vell­ir í Öræfa­sveit og svo eru nokk­ur minni svæði eins og und­ir Eyja­fjöll­um og Vals­ham­ar í Hval­f­irði.“

Á Hnappa­velli


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2017

Rjúkandi, samtök um vernd náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð.

Niðri Rjúkjandi. Mynd Vesturverk.
Niðri Rjúkjandi. Mynd Vesturverk.

07.07.2017 voru Rjúkandi, samtök um verndun náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð í Árnesi í Trékyllisvík. Að stofnuninni stóð hópur fólks sem telur þessum málaflokkum ábótavant á svæðinu sérstaklega í ljósi áforma Vesturverks um virkjun Hvalár, Rjúkandi og Eyvindarfjarðarár. Hluti hópsins stóð einnig að málþinginu Arfleifð Árneshrepps sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi helgina 24. og 25. júní sl.

Á málþinginu, sem var tvískipt, var fyrirtækjum, stofnunum, sveitarstjórn Árneshrepps og landeiganda í Ófeigsfirði gefinn kostur á að kynna sín sjónarmið og svara spurningum um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði fyrri daginn en síðari daginn var einstaklingum boðið að flytja hugvekjur og erindi. Um 70


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. júlí 2017

Bændur vilja Birtu í veðurfregnir.

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.

Bændur hafa minnst á það við fréttamann Litlahjalla og veðurathugunarmann í Litlu-Ávík, að þeir vildu fá Birtu Líf Kristinsdóttir veðurfræðing í veðurfregnir í RÚV sjónvarpsfréttum aftur. Þeir segja að Sigurður Jónsson  og Hrafn Guðmundson feðurfræðingar séu ómögulegir,bara með lægðir og úrkomu í kortunum. Í daginn þegar Birta Líf lýsti veðurlýsingu í sjónvarpsfréttum gerði nokkuð gott veður og úrkomulítið og náðu bændur þá þessu litla heyji upp í rúllur sem búið er að ná. Enn nú biðla bændur til Birtu Lífar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. júlí 2017

Heyskapur hefur gengið brösuglega.

Byrjað aftur að slá.
Byrjað aftur að slá.
1 af 3

Heyskapur hér í Árneshreppi hefur gengið nokkuð brösuglega vegna vætutíðar og þurrkleysis, þokuloft með súld og eða rigningu og hægviðrasamt, þannig að það er oftast mjög rakasamt loft.

Heyskapur hófst almennt 6 eða 7, júlí og slóu bændur þá talsvert, þurrkur var þá að mestu, enn þann 8 var lemjandi rigning, síðan súld. Þann 10 var úrkomulaust, og daginn eftir um morguninn var smá skúr, síðan þurrt og gerði suðvestan flæsu með góðum þurrki og hita 16 til 17 stig, og náðist þá upp hey í rúllur, og var víða unnið að heyskap langt fram á nótt, enda var það eins gott, því lemjandi rigning var daginn eftir. Bændur gátu þó notað tímann


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. júlí 2017

Melasystur með tónleika á Kaffi Norðurfirði.

Melasystur, Þorgerður, Árný og Ellen.
Melasystur, Þorgerður, Árný og Ellen.

Systurnar Þorgerður Lilja, Ellen Björg og Árný Björk Björnsdætur frá Melum verða með tónleika á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 14 júlí frá 21:00 til 23:00.

Eftir 6 ára bið hafa Melasystur ákveðið að blása til stórtónleika á Kaffi Norðurfirði föstudaginn 14. júlí. Þá munu Þorgerður, Árný og Ellen flytja lög úr öllum áttum fyrir æsta aðdáendur sem hafa þurft að bíða of lengi eftir endurkomu tríósins. Hin


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. júlí 2017

Vikan 3- 10 júlí 2017, hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur
63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur

Eldur varð laus í spennimannvirki Orkubús Vestfjarða í Skötufirði seint að kveldi 7. júlí. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang og einnig starfsmenn Orkubúsins. Tildrög þessa eru til rannsóknar.

Lögreglu bárust alls 9 tilkynningar í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á vegum í umdæminu. Flestar tilkynningarnar vörðuðu atvik í Ísafjarðardjúpi.

Aðfaranótt 4. júlí barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði, við Austurveg. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að búið var að brjótast þar inn og hafði lögreglan upp á öðrum þeirra sem það gerði. Hinn kom í leitirnar skömmu síðar. Játning liggur fyrir hjá þessum tveimur aðilum að hafa brotist inn í byggingu skólans og valdið einhverju tjóni þar. Aðilarnir voru ölvaðir.

Tilkynnt


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. júlí 2017

Frá Trékyllisvík Skákmóti Hróksins.

Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
1 af 2

Jón L. Árnason vann stórglæsilegan sigur á minningar móti Jóhönnu í Trékyllisvík, fékk 8 vinninga í 8 skákum! Jóhann Hjartarson varð annar og Guðmundur Kjartansson og Eiríkur Björnsson urðu í 3.-4. Í gærkvöldi var frábær hátíðarveisla og verðlaunaafhending í félagsheimilinu og nú í hádeginu verður teflt á Kaffi Norðurfirði, er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júlí 2017

Heyskapur byrjaður í Árneshreppi.

Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.
Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.

Sláttur er hafin í Árneshreppi. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði að slá fyrir hádegið í dag fyrstur manna aldrei þessu vant. Ágætis spretta er orðin og hefur lagast mikið nú síðustu daga. Sigursteinn byrjaði slátt í fyrra þann þriðja júlí. Aðrir af þessum fáu bændum hér í hreppnum fara síðan að byrja, að minnsta kosti er Björn Torfason bóndi á Melum búin að setja sláttuvélina við traktorinn, „segir kona hans Bjarnheiður Fossdal, þannig að það er allt í áttina, hvort verður byrjað í dag eða morgun verður að koma í ljós, ætli hann verði ekki veikur með að byrja þegar hann sér að aðrir eru byrjaðir“. Enn


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík-16-08-2006.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón