Gífurleg úrkoma var í mánuðinum, úrkomumet í maí, 124,3 mm. Fyrra met var frá 1999, þá 102,7 mm.
Mikið var um þoku í mánuðinum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hægum suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri, síðan hægar norðlægar vindáttir með þokulofti og nokkuð svalara veðri í þokuloftinu. Þann tíunda snérist til ákveðinnar norðaustanáttar og var stormur eða hvassviðri, með rigningu og slyddu og síðan éljum, það náði ekki að festa snjó á láglendi hér á Ströndum í þessu hreti. Síðan var frekar hægviðrasamt þokuloft og súld, og fremur svalt í veðri áfram. Þann 17 og 18 var norðanátt með rigningu og slyddu. Þann 19 fór veður ört hlýnandi með suðlægum vindáttum, og var mjög hlítt þann 20. Síðan fór veður kólnandi með hafáttum, og var kalt í veðri út mánuðinn.
Mjög mikil úrkoma var 25 og 26 og úrhelli aðfaranótt 27, voru lækir beljandi sem hefur ekki sést í maí fyrr. Lambfé sem var komið út stóð í skjóli þar sem það var að fá og höfð opin fjárhús og hlöður svo fé kæmist inn. Mánuðurinn var óhagstæður vegna sauðburðar hjá bændum. Mjög blautur og oftast kalt í veðri. Ræktuð tún eru farin að taka vel við sér og úthagi farin að grænka vel þrátt fyrir kuldann, þannig að gróður er komin vel á veg.
Úrkomumet varð fyrir maí á veðurstöðinni í Litlu-Ávík, en úrkoman mældist 124,3 mm. Fyrra metið var frá 1999 en úrkoman mældist þá 102,7 mm.
Flugsamgöngur á Gjögur gengu ílla í mánuðinum vegna þoku, þokulofts og annars dimmviðris, (láskýja.)
Mæligögn:
Meira