Rjúkandi, samtök um vernd náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð.
07.07.2017 voru Rjúkandi, samtök um verndun náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð í Árnesi í Trékyllisvík. Að stofnuninni stóð hópur fólks sem telur þessum málaflokkum ábótavant á svæðinu sérstaklega í ljósi áforma Vesturverks um virkjun Hvalár, Rjúkandi og Eyvindarfjarðarár. Hluti hópsins stóð einnig að málþinginu Arfleifð Árneshrepps sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi helgina 24. og 25. júní sl.
Á málþinginu, sem var tvískipt, var fyrirtækjum, stofnunum, sveitarstjórn Árneshrepps og landeiganda í Ófeigsfirði gefinn kostur á að kynna sín sjónarmið og svara spurningum um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði fyrri daginn en síðari daginn var einstaklingum boðið að flytja hugvekjur og erindi. Um 70
Meira