Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. maí 2017

62. Fjórðungsþing Vestfirðinga, samþykkir stofnun Vestfjarðastofu.

Þingfulltrúar á 62. Fjórðungsþingi.Mynd Fjórðungssambandið.
Þingfulltrúar á 62. Fjórðungsþingi.Mynd Fjórðungssambandið.
  1. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.. Þingið sóttu 30 fulltrúar úr sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Þingið er nú haldið í annað sinn með breyttu sniði með áherslu á ársfundarmál en málefnaþing eru síðan haldin að hausti.

 

Mikilsverð mál kölluðu hinsvegar á að vera tekin til umræðu þ.e. stofnun og mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofu og innviðamál. Afgreiddi þingið umboð til stjórnar FV að stofna Vestfjarðastofu með sameiningu starfsemi FV og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Góður rómur var síðan í umræðu um eflingu raforkukerfis á Vestfjörðum, byggingu virkjana og uppbygging flutningskerfis.

 

Í ræðu formanns við kynningu á skýrslu stjórnar FV, kom fram að starfsár FV hafi verið óvenju starfsamt og kröftugt að þessu sinni.  Þar fór helst fyrir vinnu að undirbúningi stofnunar Vestfjarðastofu með vinnslu tillögu fyrir 62. Fjórðungsþing sem var síðan samþykkt á þinginu.

 

Annað stórt mál var stefnumörkun sveitarfélaga


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. maí 2017

Opinn kinningarfundur.

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða.

Opinn kinningarfundur. Orkubú Vestfjarða verður með opna kynningarfundi á Hólmavík og Patreksfirði í tengslum við ársfund OV, sem haldinn var 16. maí sl. Opinn fundur á Hólmavík verður á Café Riis mánudaginn 29. maí kl. 12:00. Opinn fundur á Patreksfirði verður á Fosshótel Vestfirðir þriðjudaginn 30. maí kl. 12:00. Fundirnir eru öllum opnir og verður fundargestum boðið upp


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. maí 2017

Hefur gengið ílla að fljúga til Gjögurs.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.

Það er óhætt með sanni að segja að ílla hefur gengið að fljúga til Gjögurs undanfarð eða frá föstudeginum 5 maí síðastliðin, þá var flugi aflýst vegna þoku. Loks var hægt að fljúga á Gjögur þriðjudaginn 9 maí, komu þá vörur og frægt og vikupóstur. Á föstudaginn 12 varð að aflýsa flugi vegna norðaustan hvassviðris. Á sunnudaginn 14 hné mánudaginn 15 reyndi Flugfélagið Ernir ekki að fljúga, en þá var flugfært, en reyndu ekki flug fyrr enn á áætlunardaginn þriðjudaginn 16, en flugvélin gat þá ekki lent á Gjögri vegna þoku og varð að snúa frá til Reykjavíkur aftur með allar vörur í Kaupfélagið og viku uppsafnaðan póst. Ernir athuguðu með flug til Gjögurs daginn eftir en þá var talið ófært vegna hvassviðris og dimmviðris og hvað lágskýjað var. En átti að reyna flug til Gjögurs í gær um tvöleytið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. maí 2017

Flugi aflýst.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Bíldudals og Gjögurs í dag vegna veðurs. Norðaustan hvassviðri er og jafnvel stormkviður. Það átti að sameina þessi flug í dag. Flug til Gjögurs verður ekki fyrr en á þriðjudaginn 16 maí, en þá er næsti áætlunardagur. Ernir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. maí 2017

Sjónvarp í fjárhúsunum.

Loftnetið á hlöðuþakinu.
Loftnetið á hlöðuþakinu.
1 af 2

Í Litlu-Ávík í Árneshreppi var sett upp sjónvarp í fjárhúsin þar nú rétt fyrir sauðburð. Jón Guðbjörn sem er vaktmaður í fjárhúsunum í sauðburðinum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda, hafði hugsað sér að gera þetta í nokkur ár, og nú varð loksins af þessu. Jón keypti 32 tommu tæki og fékk Þórólf Guðfinnsson til að smiða loftnetsfestingu á hlöðuþakið. Síðan setti Þórólfur loftnet upp, og lagði kapal niður í fóðurganginn í fjárhúsin, þar sem sjónvarpið er upp á gömlum skáp, og sá um að tengja þetta allt.

Nú er hægt að horfa á sjónvarp


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. maí 2017

Rafmagnstruflanir í morgun.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Hólmavíkurlína 2 (Tröllatungulína) bilaði í morgun um kl. 7:25 Straumlaust var um nokkra stund meðan varaafl var sett inn. Bilun er fundin og unnið er að viðgerð. Dísilvél er keyrð á Hólmavík. Rafmagn fór af hér í Árneshreppi


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. maí 2017

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Nemendur skólans sjá um skemmtiatriði.
Nemendur skólans sjá um skemmtiatriði.

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn laugardaginn 6 maí kukkan sex (18:00). Í Félagsheimilinu Árnesi. Nemendur skemmta. Upplestur ljóða úr bókinni Litlu skólaljóðin. Flutningur ljóða eftir Þórarinn Eldjárn. Leikritið Kaupfélagið. Enga fordóma. Dans. Samsöngur. Kvöldverður fyrir alla, Gúllassúpa og meðlæti og kaffi og kökur. Miðaverðið er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. maí 2017

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 15:00. Stjórnandi: Ágota Joó Píanó: Vilberg Viggósson. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar nefna Moní, Moní, Moní eftir Benny Andersson & Björn Ulvaeus, Við syngjum um lífið sem Vilberg Viggósson hefur útsett fyrir kórinn og Imagine eftir John Lennon sem verður flutt með íslenskum texta sem Aðalheiður Magnúsdóttir einn af okkar góðu kórfélögum hefur samið og nefnist hann Friðarsúlan. Mörg fleiri skemmtileg lög eru á dagskránni. Miðaverð við innganginn er 3.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Miðaverð


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. maí 2017

Bifreiðaskoðun 8 - 12 maí 2017.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 8. maí til föstudagsins 12. maí 2017. Aðeins er farin þessi eina ferð á þessu ári. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma: 570 9090. Sími í færanlegu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. maí 2017

Veðrið í Apríl 2017.

Oft var snjókoma í mánuðinum,og allmikill eða mikill sjór.
Oft var snjókoma í mánuðinum,og allmikill eða mikill sjór.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til níunda, oftast með mikilli úrkomu, og frosti eða hita. Síðan var umhleypingasamt, mjög rysjótt tíðarfar með þíðviðri eða frosti fram yfir páskahelgi og sumardaginn fyrsta þann 20 og helgina þar á eftir, en engin ofsi í vindi, þótt nokkrum sinnum hafi verið allhvass vindur. Veður fór mjög hlýnandi þann 25 og var sæmilega hlítt út mánuðinn. Mjög mikil úrkoma var í mánuðinum, og sérstaklega fyrstu daga mánaðar, en úrkomulítið eftir miðjan mánuð. Úrkomumet varð á veðurstöðinni fyrir apríl mánuð 170,9 mm. En eldra metið var 115,9 mm í apríl 2009.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón