Ætla að klifra í Norðurfirði á Ströndum.
Frá MBL.is.
Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Klifurhúsið og GG Sport vinna að því að koma upp sportklifursvæði í Norðurfirði á Ströndum.
Þeir leggja af stað vestur á þriðjudaginn og ætla að koma upp eins mörgum klifurleiðum á svæðinu og tími gefst til. „Við fengum 350 augu frá GG Sport og stefnan er að koma þeim öllum upp í sumar,“ segir Jónas G. Sigurðsson klifrari en eins og er eru fimm klifurleiðir í Norðurfirði.
Stefna á rúmlega 160 klifurleiðir.
Aðspurður hvort mörg klifursvæði séu hér á landi segir hann að það séu nokkur svæði þar sem stundað er sportklifur. „Stærsta svæðið er Hnappavellir í Öræfasveit og svo eru nokkur minni svæði eins og undir Eyjafjöllum og Valshamar í Hvalfirði.“
Á Hnappavelli
Meira





