Niðjar Olgu Soffíu Thorarensen frá Gjögri á ferð á æskuslóðir.
Sæll Jón
Hún Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir hvatti mig til að skrifa nokkrar línur og senda þér myndir til að birta á vefnum Litla Hjalla. Ástæðan er sú að nokkur frændsystkin ættuð frá Gjögri voru á ferð á Ströndum um daginn. hér fyrir neðan er textinn og ég sendi þér myndir í öðrum pósti. Þú ræður svo hvort þú birtir þetta :)
bestu kveðjur
Sigríður Arna Arnþórsdóttir (kona Sævars Siggeirssonar)
Dagana 16.-18 júní sl. voru afabörn þeirra hjóna, Olgu Soffíu Thorarensen og Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri á ferð um Strandirnar. Tilefnið var sextugsafmæli fjögurra þessarra barnabarna, þeirra Sævars Siggeirssonar sem er sonur Estherar Jónsdóttur. Odds Ólafssonar sem er sonur Ástu Jónsdóttur, Þórdísar Guðnýu Jónsdóttur Harvey sem er dóttir Vigdísar Jónsdóttur og Hansínu Bjarnfríðar Einarsdóttur sem er dóttir Margrétar Jónsdóttur. Hansína gat þó ekki verið með í ferðinni en kærar kveðjur frá henni fylgdu alla leið.
Alls voru tíu manns í ferðahópnum þar með talið börn og barnbörn afmælisbarnanna sem og vinir þeirra. Gist var í Gamla frystihúsinu hjá þeim Gunnsteini og Maddý sem vildu allt fyrir okkur gera.
Þrátt fyrir kulda og rigningu á meðan dvölinni stóð, áttum við afar góðan tíma í Árneshreppi sem má ekki síst þakka einstaklega hlýlegum móttökum sem við upplifðum hvert sem við fórum. Reyndum við að koma sem víðast við, heimsóttum Handverks-og minjasafnið Kört þar sem mikið var spjallað um gamla tíma við Valgeir Benediktsson en hann gaf sér góðan tíma fyrir okkur. Fórum í kirkjugarðinn og vitjuðum leiða og skoðuðum báðar kirkjurnar. Síðan var farið á Gjögur
Meira