62. Fjórðungsþing Vestfirðinga, samþykkir stofnun Vestfjarðastofu.
- Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.. Þingið sóttu 30 fulltrúar úr sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Þingið er nú haldið í annað sinn með breyttu sniði með áherslu á ársfundarmál en málefnaþing eru síðan haldin að hausti.
Mikilsverð mál kölluðu hinsvegar á að vera tekin til umræðu þ.e. stofnun og mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofu og innviðamál. Afgreiddi þingið umboð til stjórnar FV að stofna Vestfjarðastofu með sameiningu starfsemi FV og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Góður rómur var síðan í umræðu um eflingu raforkukerfis á Vestfjörðum, byggingu virkjana og uppbygging flutningskerfis.
Í ræðu formanns við kynningu á skýrslu stjórnar FV, kom fram að starfsár FV hafi verið óvenju starfsamt og kröftugt að þessu sinni. Þar fór helst fyrir vinnu að undirbúningi stofnunar Vestfjarðastofu með vinnslu tillögu fyrir 62. Fjórðungsþing sem var síðan samþykkt á þinginu.
Annað stórt mál var stefnumörkun sveitarfélaga
Meira