Heyskapur hefur gengið brösuglega.
Heyskapur hér í Árneshreppi hefur gengið nokkuð brösuglega vegna vætutíðar og þurrkleysis, þokuloft með súld og eða rigningu og hægviðrasamt, þannig að það er oftast mjög rakasamt loft.
Heyskapur hófst almennt 6 eða 7, júlí og slóu bændur þá talsvert, þurrkur var þá að mestu, enn þann 8 var lemjandi rigning, síðan súld. Þann 10 var úrkomulaust, og daginn eftir um morguninn var smá skúr, síðan þurrt og gerði suðvestan flæsu með góðum þurrki og hita 16 til 17 stig, og náðist þá upp hey í rúllur, og var víða unnið að heyskap langt fram á nótt, enda var það eins gott, því lemjandi rigning var daginn eftir. Bændur gátu þó notað tímann til að keyra rúllum heim af túnum, þótt mjög blautt hafi verið að fara um túnin með þunga vagna. Nú í dag eru bændur eitthvað að byrja aftur eftir fjögura daga stopp.
Eingin þurrkur er í spá veðurstofanna Norsku hné Íslensku , en það þarf að þurrka heyið helst í um tvo daga áður enn rúllað er, eða allavega einn góðan dag.