Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. ágúst 2017

Verslunarmannahelgin í Árneshreppi 2017.

Mýrarbolti verður á laugardaginn.
Mýrarbolti verður á laugardaginn.
1 af 3

Nóg verður um að vera um verslunarmannahelgina í Árneshreppi að venju. Harmonikkuleikur- Mýrarbolti og dansleikur.

Á föstudagskvöldið 4. ágúst klukkan 21:00 mun Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum leika á harmonikku á Kaffi Norðurfirði fram á kvöld.

Þá er það Mýrarboltamótið sem ungmannafélagið Leifur Heppni heldur á Melum laugardaginn 5. ágúst og hefst klukkan 13:00, þar sem ungir sem aldnir geta skellt sér í forina og haft gaman af. Ekki er vitað enn hvað mörg lið keppa, en skráning og nánari upplýsingar eru í síma 451-4015. Heitt kakó og kleinur verða til sölu þar á staðnum.

Á laugardagskvöldið 5. ágúst


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. ágúst 2017

Veðrið í Júlí 2017.

Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.
Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með mismikilli úrkomu. Dagana 11 og 12 voru suðlægar vindáttir, með rigningu síðari daginn. Síðan voru hafáttir aftur, með súld, þokulofti og síðan rigningu. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með einhverri úrkomu, en hlýju veðri. Næstu þrjá daga var norðlæg vindátt með vætu. Frá 22 til 24 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Frá 25 fór að kólna í veðri með norðlægum vindáttum, og voru hafáttir út mánuðinn. Mánuðurinn var mjög hægviðrasamur og oft með lágskýjuðu veðri, þokulofti og rakasömu veðri.

Heyskapur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. júlí 2017

Ferðafélag barnanna í heimsókn.

Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur. Og Páll Guðmundsson og Sigursteinn bóndi.
Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur. Og Páll Guðmundsson og Sigursteinn bóndi.
1 af 2

Ferðafélag barnanna hefur komið oft undanfarin ár í Árneshrepp og halda þá til í Ferðafélagshúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Undanfarin ár hefur Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands verið einn af fararstjórunum. Oftast eru haldnar kvöldvökur, og farið í ýmsa leiki, og fjöruferðir og oft er kveiktur varðeldur á kvöldin í fjörunni fyrir neðan Valgeirsstaði. Í dag var gengið á Reykjaneshyrnu sem er 316 metrar að hæð, og var þokuloft og súld með köflum, þá er oftast komið við í Litlu-Ávík og Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður seigir börnunum hvernig veðurarhugun fer fram. Og þá er farið í sögunarskemmuna til


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. júlí 2017

Ekkert nema óþurrkur.

Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
1 af 2

Bændur fengu vætu í hey sín í gærkvöldi sem var tilbúið til að rúlla. Það tókst reyndar að rúlla dálítið á Steinstúni, síðan var byrjað að rúlla á svonefndu Hjallatúni í Litlu-Ávík, og var það klárað, en komin súld um tíuleitið, það tún var klárað, en hætt var við tún sem átti að rúlla líka, enn þar liggur hey í görðum. Á Melum átti að rúlla, en þar liggur hey í flekkjum. Búið er að slá allt heima í Litlu-Ávík, og er verið að slá hjáleiguna Reykjanesið sem er á milli Litlu-Ávíkur og Gjögurs. Einnig eru bændur á Kjörvogi búin að slá allt.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júlí 2017

Ófreskja í fjörunni.

Dýrið er með langan hala.
Dýrið er með langan hala.
1 af 7

Þær systur Sigríður og Dísa Gunnarsdætur frá Eyri við Ingólfsfjörð komu að máli við fréttamann Litlahjalla, og komu með myndir af einhverri skepnu sem er í fjörunni við gömlu bryggjurnar þar. Þær hafa hvorki net hné símasamband á Eyri þar sem þær dveljast mikið á sumrin. Þetta virðist vera einhver hvalategund, en með mjög langan hala. Þær systur tóku þessar myndir og systurdóttir


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júlí 2017

Rúllað í gærkvöld.

Heyjað var á Melum fram á nótt.
Heyjað var á Melum fram á nótt.
1 af 2

Mikill og góður þurrkur var í gær frá því um hádegið þegar gerði suðvestan kalda,9 til 15 metra í kviðum. Byrjað var að rúlla hér í Litlu-Ávík eftir kvöldmat. Rifjað var þrisvar í gær. Byrjað var síðan að raka saman í múga fyrir kvöldmat til að eiga til þegar rúlluvélin kom eftir mat. Þetta hey náðist nokkuð vel þurrt í rúllurnar. Þetta sem búið er að slá lofar upp á mjög góðan heyfeng á þessu sumri, mun meyri heyskap en í fyrra. Síðan var rúllað á Melum fram á nótt.

Víða hefur verið slegið í dag og rifjað. Það er sem bændur


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2017

Ætla að klifra í Norðurfirði á Ströndum.

Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi.  Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta
Unnið er að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um sem mun verða eitt stærsta útiklif­ur­svæði á Íslandi. Ljós­mynd/​Magnús Arturo Bat­i­sta

Frá MBL.is.

Íslenski alpaklúbburinn í sam­starfi við Klif­ur­húsið og GG Sport vinna að því að koma upp sport­klif­ur­svæði í Norðurf­irði á Strönd­um.

Þeir leggja af stað vest­ur á þriðju­dag­inn og ætla að koma upp eins mörg­um klif­ur­leiðum á svæðinu og tími gefst til. „Við feng­um 350 augu frá GG Sport og stefn­an er að koma þeim öll­um upp í sum­ar,“ seg­ir Jón­as G. Sig­urðsson klifr­ari en eins og er eru fimm klif­ur­leiðir í Norðurf­irði.

Stefna á rúmlega 160 klifurleiðir.

Aðspurður hvort mörg klif­ur­svæði séu hér á landi seg­ir hann að það séu nokk­ur svæði þar sem stundað er sport­klif­ur. „Stærsta svæðið er Hnappa­vell­ir í Öræfa­sveit og svo eru nokk­ur minni svæði eins og und­ir Eyja­fjöll­um og Vals­ham­ar í Hval­f­irði.“

Á Hnappa­velli


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2017

Rjúkandi, samtök um vernd náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð.

Niðri Rjúkjandi. Mynd Vesturverk.
Niðri Rjúkjandi. Mynd Vesturverk.

07.07.2017 voru Rjúkandi, samtök um verndun náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi stofnuð í Árnesi í Trékyllisvík. Að stofnuninni stóð hópur fólks sem telur þessum málaflokkum ábótavant á svæðinu sérstaklega í ljósi áforma Vesturverks um virkjun Hvalár, Rjúkandi og Eyvindarfjarðarár. Hluti hópsins stóð einnig að málþinginu Arfleifð Árneshrepps sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi helgina 24. og 25. júní sl.

Á málþinginu, sem var tvískipt, var fyrirtækjum, stofnunum, sveitarstjórn Árneshrepps og landeiganda í Ófeigsfirði gefinn kostur á að kynna sín sjónarmið og svara spurningum um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði fyrri daginn en síðari daginn var einstaklingum boðið að flytja hugvekjur og erindi. Um 70


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. júlí 2017

Bændur vilja Birtu í veðurfregnir.

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.

Bændur hafa minnst á það við fréttamann Litlahjalla og veðurathugunarmann í Litlu-Ávík, að þeir vildu fá Birtu Líf Kristinsdóttir veðurfræðing í veðurfregnir í RÚV sjónvarpsfréttum aftur. Þeir segja að Sigurður Jónsson  og Hrafn Guðmundson feðurfræðingar séu ómögulegir,bara með lægðir og úrkomu í kortunum. Í daginn þegar Birta Líf lýsti veðurlýsingu í sjónvarpsfréttum gerði nokkuð gott veður og úrkomulítið og náðu bændur þá þessu litla heyji upp í rúllur sem búið er að ná. Enn nú biðla bændur til Birtu Lífar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. júlí 2017

Heyskapur hefur gengið brösuglega.

Byrjað aftur að slá.
Byrjað aftur að slá.
1 af 3

Heyskapur hér í Árneshreppi hefur gengið nokkuð brösuglega vegna vætutíðar og þurrkleysis, þokuloft með súld og eða rigningu og hægviðrasamt, þannig að það er oftast mjög rakasamt loft.

Heyskapur hófst almennt 6 eða 7, júlí og slóu bændur þá talsvert, þurrkur var þá að mestu, enn þann 8 var lemjandi rigning, síðan súld. Þann 10 var úrkomulaust, og daginn eftir um morguninn var smá skúr, síðan þurrt og gerði suðvestan flæsu með góðum þurrki og hita 16 til 17 stig, og náðist þá upp hey í rúllur, og var víða unnið að heyskap langt fram á nótt, enda var það eins gott, því lemjandi rigning var daginn eftir. Bændur gátu þó notað tímann


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
Vefumsjón