Réttað í Melarétt 2017.
Í dag var réttað í Melarétt eftir að norðursvæðið var leitað í dag og í gær. Nú er fátt fé sem kemur í réttina, eftir að bændum og fé fækkaði í fyrra. Leitarmenn fengu þurrt veður í gær við leitirnar, enn í dag var hvass af suðvestri og smá skúrir, en mikill hiti. Leitarstjóri segir það hafi smalast vel, en fé haldi sig hátt og vill ekki niður í þessum hita. Eitthvað var um að fé hrapaði í klettum.
Það komu góðir gestir í réttina, það voru þeyr Hilmar Hjartarson sem er kenndur við Steinstún með harmonikku og Ágúst Guðmundsson kenndur við Kjós, með gítar. Spiluðu þeyr félagar á meðan dregið var í dilka, og síðan var fjöldasöngur, og jafnvel tekin dansspor.
Hér er ein vísa í restina:
Ég nestispoka á baki ber
og bregð mér uppá fjöll
og fjöldi álfa fagnar mér
og ferleg hamratröll.
Svo líða dagar, líða ár,
og lítill verður stór.
En oft man halur hærugrár
Hvar hann sem drengur fór.
(höfundur ókunnur.)