Búið að opna tilboð í Bjarnarfjarðarbrú.
Tilboð opnuð 12. september 2017. Smíði nýrrar brúar á Bjarnarfjarðará á Strandavegi 643 í Strandasýslu.
Brúin er 140 m vestan núverandi brúar á Bjarnarfjarðará. Brúin verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur höfum 25 m löngum. Hún verður með 8,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar er 9,0 m.
Helstu magntölur eru:
Rofvörn 500 m2 Gröftur 925 m3 Fylling við steypt mannvirki 3.500 m3 Skurður niðurrekstrarstaura 66 stk. Mótafletir 1.572 m2 Steypustyrktarjárn 53.370 kg Spennt járnalögn 9.986 kg Steypa 604 m3 Vegrið á brú 102 m.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2018. Bjóðandi Vestfirskir verktakar ehf., Ísafirði Áætlaður kosnaður 179.599.100. Hlutfall. 122,6. Frávik þús.kr 0. Áætlaður verktakakostnaður 146.507.000. Hlutfall 100,0 -33.092.