Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2017 Prenta

Verslun mun opna aftur.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði.

Nú lítur út fyrir að verslun muni opna aftur í Árneshreppi um næstu mánaðamót. Nýr aðili hefur ákveðið að opna verslun aftur á Norðurfirði fyrsta nóvember næstkomandi. Oddviti Árneshrepps hefur staðfest þetta við fréttavefinn Litlahjalla. Ekki er hægt en að segja frá því hver það er sem ætlar að opna verslun á ný í Árneshreppi að svo stöddu, og hvernig fyrirkomulag rekstrarins verður.

Útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði í Árneshreppi var lokað um mánaðamótin og hreppurinn því án verslunar. Um 100 km leið er í næstu verslun á Hólmavík, um veg sem teppist í fyrstu snjóum og er ekki ruddur yfir háveturinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
Vefumsjón