Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21 til 28 ágúst 2017.
Að kveldi 21. ágúst var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Hnífsdal. Einn íbúi var í húsinu og hlaut hann brunasár. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna brunasáranna, sem þó virtust ekki vera lífshættulegir. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað þegar íbúinn var að kveikja upp í eldstæði. Greiðlega tókst að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva hann.
28 ágúst kl.22:34, varð eldur laus í bátnum Agli ÍS-77 þar sem hann var staddur út af Dýrafirði. Áhöfnin, fjórir skipverjar, einangraðu eldinn og héldu í skefjum. Skipinu var siglt til næstu hafnar, Þingeyri, og kallaði LHG til nálægra skipa að hraða sér að Agli. Þá voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar til auk slökkviliðsmanna. Þyrla LHG flaug í átt að skipinu með slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu. Kl.01:13 í nótt kom Egill að bryggju og var eldurinn þá endanlega slökktur. Gerðar höfðu verið ráðstafanir til að láta slökkviliðsmenn síga úr þyrlunni, um borð í Egil, eins að senda slökkviliðsmenn á bát á móti en til þess kom þó ekki þar sem sigling Egils til hafnar gekk vel. Undir morgun
Meira