Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. júlí 2017

Bændur vilja Birtu í veðurfregnir.

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.

Bændur hafa minnst á það við fréttamann Litlahjalla og veðurathugunarmann í Litlu-Ávík, að þeir vildu fá Birtu Líf Kristinsdóttir veðurfræðing í veðurfregnir í RÚV sjónvarpsfréttum aftur. Þeir segja að Sigurður Jónsson  og Hrafn Guðmundson feðurfræðingar séu ómögulegir,bara með lægðir og úrkomu í kortunum. Í daginn þegar Birta Líf lýsti veðurlýsingu í sjónvarpsfréttum gerði nokkuð gott veður og úrkomulítið og náðu bændur þá þessu litla heyji upp í rúllur sem búið er að ná. Enn nú biðla bændur til Birtu Lífar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. júlí 2017

Heyskapur hefur gengið brösuglega.

Byrjað aftur að slá.
Byrjað aftur að slá.
1 af 3

Heyskapur hér í Árneshreppi hefur gengið nokkuð brösuglega vegna vætutíðar og þurrkleysis, þokuloft með súld og eða rigningu og hægviðrasamt, þannig að það er oftast mjög rakasamt loft.

Heyskapur hófst almennt 6 eða 7, júlí og slóu bændur þá talsvert, þurrkur var þá að mestu, enn þann 8 var lemjandi rigning, síðan súld. Þann 10 var úrkomulaust, og daginn eftir um morguninn var smá skúr, síðan þurrt og gerði suðvestan flæsu með góðum þurrki og hita 16 til 17 stig, og náðist þá upp hey í rúllur, og var víða unnið að heyskap langt fram á nótt, enda var það eins gott, því lemjandi rigning var daginn eftir. Bændur gátu þó notað tímann


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. júlí 2017

Melasystur með tónleika á Kaffi Norðurfirði.

Melasystur, Þorgerður, Árný og Ellen.
Melasystur, Þorgerður, Árný og Ellen.

Systurnar Þorgerður Lilja, Ellen Björg og Árný Björk Björnsdætur frá Melum verða með tónleika á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 14 júlí frá 21:00 til 23:00.

Eftir 6 ára bið hafa Melasystur ákveðið að blása til stórtónleika á Kaffi Norðurfirði föstudaginn 14. júlí. Þá munu Þorgerður, Árný og Ellen flytja lög úr öllum áttum fyrir æsta aðdáendur sem hafa þurft að bíða of lengi eftir endurkomu tríósins. Hin


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. júlí 2017

Vikan 3- 10 júlí 2017, hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur
63. voru kærðir fyrir of hraðan akstur

Eldur varð laus í spennimannvirki Orkubús Vestfjarða í Skötufirði seint að kveldi 7. júlí. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang og einnig starfsmenn Orkubúsins. Tildrög þessa eru til rannsóknar.

Lögreglu bárust alls 9 tilkynningar í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á vegum í umdæminu. Flestar tilkynningarnar vörðuðu atvik í Ísafjarðardjúpi.

Aðfaranótt 4. júlí barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði, við Austurveg. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að búið var að brjótast þar inn og hafði lögreglan upp á öðrum þeirra sem það gerði. Hinn kom í leitirnar skömmu síðar. Játning liggur fyrir hjá þessum tveimur aðilum að hafa brotist inn í byggingu skólans og valdið einhverju tjóni þar. Aðilarnir voru ölvaðir.

Tilkynnt


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. júlí 2017

Frá Trékyllisvík Skákmóti Hróksins.

Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Frá skákhátíðinni í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
1 af 2

Jón L. Árnason vann stórglæsilegan sigur á minningar móti Jóhönnu í Trékyllisvík, fékk 8 vinninga í 8 skákum! Jóhann Hjartarson varð annar og Guðmundur Kjartansson og Eiríkur Björnsson urðu í 3.-4. Í gærkvöldi var frábær hátíðarveisla og verðlaunaafhending í félagsheimilinu og nú í hádeginu verður teflt á Kaffi Norðurfirði, er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júlí 2017

Heyskapur byrjaður í Árneshreppi.

Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.
Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.

Sláttur er hafin í Árneshreppi. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði að slá fyrir hádegið í dag fyrstur manna aldrei þessu vant. Ágætis spretta er orðin og hefur lagast mikið nú síðustu daga. Sigursteinn byrjaði slátt í fyrra þann þriðja júlí. Aðrir af þessum fáu bændum hér í hreppnum fara síðan að byrja, að minnsta kosti er Björn Torfason bóndi á Melum búin að setja sláttuvélina við traktorinn, „segir kona hans Bjarnheiður Fossdal, þannig að það er allt í áttina, hvort verður byrjað í dag eða morgun verður að koma í ljós, ætli hann verði ekki veikur með að byrja þegar hann sér að aðrir eru byrjaðir“. Enn


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. júlí 2017

Niðjar Olgu Soffíu Thorarensen frá Gjögri á ferð á æskuslóðir.

Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
Fagrabrekka, Nátthagi, Viganes, við Gjögur.
1 af 7

Sæll Jón 

Hún Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir hvatti mig til að skrifa nokkrar línur og senda þér myndir til að birta á vefnum Litla Hjalla. Ástæðan er sú að nokkur frændsystkin ættuð frá Gjögri voru á ferð á Ströndum um daginn. hér fyrir neðan er textinn og ég sendi þér myndir í öðrum pósti. Þú ræður svo hvort þú birtir þetta :) 

bestu kveðjur 

Sigríður Arna Arnþórsdóttir (kona Sævars Siggeirssonar)

 

Dagana 16.-18 júní sl. voru afabörn þeirra hjóna, Olgu Soffíu Thorarensen og Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri á ferð um Strandirnar. Tilefnið var sextugsafmæli fjögurra þessarra barnabarna, þeirra Sævars Siggeirssonar sem er sonur Estherar Jónsdóttur. Odds Ólafssonar sem er sonur Ástu Jónsdóttur, Þórdísar Guðnýu Jónsdóttur Harvey sem er dóttir Vigdísar Jónsdóttur og Hansínu Bjarnfríðar Einarsdóttur sem er dóttir Margrétar Jónsdóttur. Hansína gat þó ekki verið með í ferðinni en kærar kveðjur frá henni fylgdu alla leið.

Alls voru tíu manns í ferðahópnum þar með talið börn og barnbörn afmælisbarnanna sem og vinir þeirra. Gist var í Gamla frystihúsinu hjá þeim Gunnsteini og Maddý sem vildu allt fyrir okkur gera. 

 

Þrátt fyrir kulda og rigningu á meðan dvölinni stóð, áttum við afar góðan tíma í Árneshreppi sem má ekki síst þakka einstaklega hlýlegum móttökum sem við upplifðum hvert sem við fórum. Reyndum við að koma sem víðast við, heimsóttum Handverks-og minjasafnið Kört þar sem mikið var spjallað um gamla tíma við Valgeir Benediktsson en hann gaf sér góðan tíma fyrir okkur. Fórum í kirkjugarðinn og vitjuðum leiða og skoðuðum báðar kirkjurnar. Síðan var farið á Gjögur


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. júlí 2017

Nýkrýndir Norðurlandameistarar á Skákhátíð í Árneshreppi um næstu helgi.

Jóhann Hjartarson nýkrýndur Norðurlandameistari.
Jóhann Hjartarson nýkrýndur Norðurlandameistari.
1 af 2

Jóhann Hjartarson og Lenka Ptacnikova, sem nú um helgina urðu Norðurlandameistarar í skák eru bæði meðal keppenda á Skákhátíð í Árneshreppi um næstu helgi, 7.-9. júlí. Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir hátíðinni, og verður hápunkturinn laugardaginn 8. júlí þegar haldið verður minningar mót Jóhönnu Kristjónsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er sótt í kjörorð Jóhönnu, sem var dyggur liðsmaður Hróksins: Til lífs og til gleði.

 

Meðal annarra keppenda er nýbakaður Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, stórmeistarinn Jón L. Árnason, og þær Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir, sem allar hafa orðið Íslandsmeistarar.

 

Hátíðin hefst með tvískákarmóti í húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði föstudagskvöldið 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liði, og iðulega afar heitt í kolunum.

 

Gert er ráð fyrir allt að 40-50 keppendum á stórmótinu í samkomuhúsinu í Trékyllisvík daginn eftir og ættu áhugasamir að melda sig sem fyrst. Minningarmótið hefst klukkan 14 og verða tefldar 8 umferðir, með 10 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg,


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2017

Mugison í Fjárhúsunum hjá Ferðafélaginu.

Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.
Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.

Það verða tónleikar með Mugison í kvöld sunnudaginn 2. júlí í skála Ferðafélags Íslands í Norðurfirði, eða Valgeirsstöðum, í svonefndum Fjárhúsum, sem búið er að breyta í stóran sal. Tónleikarnir áttu að vera á Kaffi Norðurfirði, en aðstaðan þar var ekki talin nógu stór. En hinsvegar munu þær Sara og Lovísa á Kaffi Norðurfirði sjá um allar veitingar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. júlí 2017

Veðrið í Júní 2017.

Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.
Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar til og með 16 með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 17 gerði skammvinna suðvestanátt með talsverðri rigningu og hlýnaði þá vel í veðri. En þann 18 var komið í sama horfið aftur, norðlæg átt og snarkólnaði aftur, og var svalt til 20, en þá hlýnaði vel í veðri seinnihluta dags með suðaustanátt, sem stóð í tæpa tvo daga. Síðan frá 23 til 25 voru norðlægar vindáttir aftur með svölu veðri og úrkomu. En þann 26 snérist loks til suðvestlægra vindátta, með mjög hlýnandi veðri, og var suðaustlæg vindátt síðasta dag mánaðar með hlýju veðri.

Það snjóaði í fjöll 6-7-8 og 9, niður í um 300 m hæð. Grasspretta virtist standa í stað fram yfir miðjan mánuð, en er að verða sæmileg í mánaðarlok.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón