Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. ágúst 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21 til 28 ágúst 2017.

Alls voru 18 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Alls voru 18 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.

Að kveldi 21. ágúst var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Hnífsdal. Einn íbúi var í húsinu og hlaut hann brunasár. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna brunasáranna, sem þó virtust ekki vera lífshættulegir. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað þegar íbúinn var að kveikja upp í eldstæði. Greiðlega tókst að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva hann.

28 ágúst kl.22:34, varð eldur laus í bátnum Agli ÍS-77 þar sem hann var staddur út af Dýrafirði. Áhöfnin, fjórir skipverjar, einangraðu eldinn og héldu í skefjum. Skipinu var siglt til næstu hafnar, Þingeyri, og kallaði LHG til nálægra skipa að hraða sér að Agli. Þá voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar til auk slökkviliðsmanna. Þyrla LHG flaug í átt að skipinu með slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu. Kl.01:13 í nótt kom Egill að bryggju og var eldurinn þá endanlega slökktur. Gerðar höfðu verið ráðstafanir til að láta slökkviliðsmenn síga úr þyrlunni, um borð í Egil, eins að senda slökkviliðsmenn á bát á móti en til þess kom þó ekki þar sem sigling Egils til hafnar gekk vel. Undir morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2017

Bátur brann í höfninni í Norðurfirði.

Eyjólfur brunninn.
Eyjólfur brunninn.
1 af 3

Báturinn Eyjólfur Ólafsson HU-100 sem er 7. tonna plastbátur brann til kaldra kola í höfninni í Norðurfirði í morgun. Eigandi bátssins Baldvin Gunnarsson ásamt tveim öðrum komu í land uppúr klukkan fjögur í nótt vegna brælu, en ætluðu út aftur seinna í morgun. Þeyr skruppu í sundlaugina á Krossnesi til að slappa af í einhvern tíma, enn fengu þá tilkynningu fyrir sjö að kviknað væri í bátnum.

Það var Lilja Björk Benediktsdóttir útibústjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði sem varð vör við reyk og eld í bátnum fyrir sjö í morgun. Slökkvilið Hólmavíkur kom og slökkti


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Straumlaust í Hrútafirði í kvöld.

Frá Hrútafirði.
Frá Hrútafirði.

Tilkynning frá OV.

Straumlaust, og truflanir verða í Hrútafirði eftir klukkan 23:00 í kvöld, vegna vinnu við tengingar. Vonandi í mjög stuttan tíma. Segir í tilkynningu frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.

Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.
Kaffi Norðurfjörður lokar í dag 24 ágúst.
1 af 2

Nú í dag eru þær stöllur, Lovísa og Sara að ganga frá og loka á Kaffi Norðurfirði. „ Þær sega sumarið hafa verið mjög gott, nóg af ferðafólki bæði íslenskum sem erlendum". Þær tóku kaffistaðin á leigu til þriggja ára en með uppseganlegum samning. Þær reikna nú með að verða með Kaffi Norðurfjörð næsta sumar, eða þriðja sumarið í röð. „Okkur hefur fundist


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. ágúst 2017

Fjallskil í Árneshreppi 2017.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2017 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 16. september 2017 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 23. september 2017

SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 15. sept. 2017, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 16. september 2017, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. ágúst 2017

Jarðstrengur grafin í sundur.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagnstruflun varð í Árneshreppi, Djúpi og það er rafmagnslaust í Tungusveit , Kollafirði og Bitru. Grafinn var í sundur háspennukapall við Sævang viðgerð er hafin. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. ágúst 2017

Verslunarmannahelgin í Árneshreppi 2017.

Mýrarbolti verður á laugardaginn.
Mýrarbolti verður á laugardaginn.
1 af 3

Nóg verður um að vera um verslunarmannahelgina í Árneshreppi að venju. Harmonikkuleikur- Mýrarbolti og dansleikur.

Á föstudagskvöldið 4. ágúst klukkan 21:00 mun Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum leika á harmonikku á Kaffi Norðurfirði fram á kvöld.

Þá er það Mýrarboltamótið sem ungmannafélagið Leifur Heppni heldur á Melum laugardaginn 5. ágúst og hefst klukkan 13:00, þar sem ungir sem aldnir geta skellt sér í forina og haft gaman af. Ekki er vitað enn hvað mörg lið keppa, en skráning og nánari upplýsingar eru í síma 451-4015. Heitt kakó og kleinur verða til sölu þar á staðnum.

Á laugardagskvöldið 5. ágúst


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. ágúst 2017

Veðrið í Júlí 2017.

Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.
Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með mismikilli úrkomu. Dagana 11 og 12 voru suðlægar vindáttir, með rigningu síðari daginn. Síðan voru hafáttir aftur, með súld, þokulofti og síðan rigningu. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með einhverri úrkomu, en hlýju veðri. Næstu þrjá daga var norðlæg vindátt með vætu. Frá 22 til 24 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Frá 25 fór að kólna í veðri með norðlægum vindáttum, og voru hafáttir út mánuðinn. Mánuðurinn var mjög hægviðrasamur og oft með lágskýjuðu veðri, þokulofti og rakasömu veðri.

Heyskapur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. júlí 2017

Ferðafélag barnanna í heimsókn.

Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur. Og Páll Guðmundsson og Sigursteinn bóndi.
Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur. Og Páll Guðmundsson og Sigursteinn bóndi.
1 af 2

Ferðafélag barnanna hefur komið oft undanfarin ár í Árneshrepp og halda þá til í Ferðafélagshúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Undanfarin ár hefur Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands verið einn af fararstjórunum. Oftast eru haldnar kvöldvökur, og farið í ýmsa leiki, og fjöruferðir og oft er kveiktur varðeldur á kvöldin í fjörunni fyrir neðan Valgeirsstaði. Í dag var gengið á Reykjaneshyrnu sem er 316 metrar að hæð, og var þokuloft og súld með köflum, þá er oftast komið við í Litlu-Ávík og Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður seigir börnunum hvernig veðurarhugun fer fram. Og þá er farið í sögunarskemmuna til


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. júlí 2017

Ekkert nema óþurrkur.

Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
1 af 2

Bændur fengu vætu í hey sín í gærkvöldi sem var tilbúið til að rúlla. Það tókst reyndar að rúlla dálítið á Steinstúni, síðan var byrjað að rúlla á svonefndu Hjallatúni í Litlu-Ávík, og var það klárað, en komin súld um tíuleitið, það tún var klárað, en hætt var við tún sem átti að rúlla líka, enn þar liggur hey í görðum. Á Melum átti að rúlla, en þar liggur hey í flekkjum. Búið er að slá allt heima í Litlu-Ávík, og er verið að slá hjáleiguna Reykjanesið sem er á milli Litlu-Ávíkur og Gjögurs. Einnig eru bændur á Kjörvogi búin að slá allt.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón