Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2017
Prenta
Harpað fyrir Vegagerðina.
Verktakafyrirtækið Tak ehf frá Borgarnesi hefur verið og er að harpa möl fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Nú er verið að harpa í svonefndum Urðum, (Hlíðarhúsum) í Árneshreppi, þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar, þar verður harpað 2.500 rummetrar.
Síðan verður harpað í Byrgisvík 3.000 rúmmetrar. Einnig verður harpað á Brimnesi í Eyjalandi í Kaldaðarneshreppi 3.500 rúmmetrar. Alls verður því harpað níuþúsund rúmmetrar fyrir Vegagerðina á þessu hausti.