Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. september 2017
Prenta
Heimasmalanir.
Í síðustu viku byrjuðu bændur að smala heimalönd sín, inní dali og upp til fjalla, og hefur það gengið misjafnlega, oft líka þokuloft og súld og lágskýjað. Í dag er búið að smala á öllum bæjum, auðvitað vantar en fé af heimalöndum bænda. Á mánudaginn komu tveir fjárbílar frá Hvammstanga að sækja sláturlömb frá tveim bæjum.
Það sem er búið að vigta á fæti er svona sæmilegt, en nokkuð skárra en bændur reiknuðu með, því kuldinn sem var í endaðan maí og fram í júní hafði slæm áhrif á lambfé.
Á föstudaginn 15 er fyrri leitardagur á Ófeigsfjarðarsvæðinu og senni dagur daginn eftir og þá verður réttað í Melarétt þann 16.