Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. september 2017 Prenta

Heimasmalanir.

Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
1 af 3

Í síðustu viku byrjuðu bændur að smala heimalönd sín, inní dali og upp til fjalla, og hefur það gengið misjafnlega, oft líka þokuloft og súld og lágskýjað. Í dag er búið að smala á öllum bæjum, auðvitað vantar en fé af heimalöndum bænda. Á mánudaginn komu tveir fjárbílar frá Hvammstanga að sækja sláturlömb frá tveim bæjum.

Það sem er búið að vigta á fæti er svona sæmilegt, en nokkuð skárra en bændur reiknuðu með, því kuldinn sem var í endaðan maí og fram í júní hafði slæm áhrif á lambfé.

Á föstudaginn 15 er fyrri leitardagur á Ófeigsfjarðarsvæðinu og senni dagur daginn eftir og þá verður réttað í Melarétt þann 16.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón