Veðrið í Ágúst 2017.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hægum hafáttum, fyrstu sjö dagana, með lítilsáttar súld með köflum. Þann 8 gerði skammvinna suðlæga vindátt. Síðan voru hægar norðlægar vindáttir aftur eða breytilegar vindáttir, með lítilsáttar úrkomu á köflum. Þann 17 fór að bæta í vind með norðanátt áfram og fór að kólna í veðri með talsverðri rigningu þann 18. Norðanáttin gekk svo niður þann 19. Þann 20 fór að hlýna vel í veðri aftur, enn svalara á nóttinni, með breytilegum vindáttum eða suðlægum og var blíðviðri fram til 27. Þann 28 gekk til norðlægra vindátta með súld og kólnandi í veðri fram til 29. Síðan voru suðlægar vindáttir tvo síðustu daga mánaðar með hlýju veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góðviðrasaman í heild.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 47,1 mm. (í ágúst 2016: 44,6 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.
Þurrir dagar voru 14.
Mestur hiti mældist +15,0 stig þann 21.
Minnstur hiti mældist +3,5 stig þann 20.
Meðalhiti mánaðarins var +9,0 stig. (í ágúst 2016: 9,3 stig.)
Meðalhiti við jörð var +5,35 stig. (í ágúst 2016: 5,99 stig.)
Sjóveður: Mjög gott mest allan mánuðinn nema 18 og 19.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-7: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, súld, þurrt í veðri 2, 3, 4 og 5. hiti 7 til 11 stig.
8: Suðlæg vindátt, SA, SSV, kul, stinningsgola, rigning, hiti 6 til 10 stig.
9 -16: Norðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, kul, gola,stinningsgola, súld, þokuloft, skúrir, þurrt í veðri þann 12,14 og 15, hiti 4 til 13 stig.
17-19:Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, gola, súld, rigning, þurrt í veðri þann 19. hiti 6 til 9 stig.
20: Breytileg vindátt, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 4 til 10 stig.
21-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 21,22,23 og 24, rigning eða súld 25, 26 og 27, hiti 4 til 15 stig.
28-29: Norðan gola, stinningsgola, kul, súld, hiti 7 til 11 stig.
30-31: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt í veðri þ.30. en úrkomuvottur þ.31. hiti 5 til 14 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.