Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. apríl 2017

Verið að flytja áburð.

Bíllinn í Litlu-Ávík og verið að taka pokana af.
Bíllinn í Litlu-Ávík og verið að taka pokana af.
1 af 2

Fyrsta ferð með áburð kom á föstudaginn var, þegar (Bylli) Björn Sverrisson kom með eina ferð á dráttarbíl með tengivagni í Árnes og til Mela. Nú í dag var svo komið með áburð á Kjörvog og til Litlu-Ávíkur og á Steinstún og þetta því restin af áburði í Árneshrepp. Bændur panta áburðinn yfirleitt í gegnum Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, og er innifalið í verðinu að hann sé fluttur heim til bænda. Vegurinn er nokkuð góður og engar þungatakmarkanir á vegi númer 643. veginum norður í Árneshrepp. Þetta er svona í fyrrafallinu sem hægt er að flytja áburðinn norður til bænda frá Hólmavík, en áburðurinn kom þangað með skipi 23. apríl. Oft


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. apríl 2017

Nýr krani á smábátabryggjuna.

Kraninn kom á þriðjudaginn var.
Kraninn kom á þriðjudaginn var.
1 af 3

Norðurfjarðarhöfn sem sveitarfélagið Árneshreppur rekur fékk nían krana nú á dögunum eða nánar á þriðjudaginn var kom hann norður. Enn í dag var verið að tengja hann og prufa. Kraninn lyftir um 1650 kílóum í lengstu stöðu sem eru átta metrar, en miklu meir í þegar hann er styttra út. Kraninn er fjarstýrður hægt að stjórna honum hvar sem er á bryggjunni og kranamaður getur því horft niður í bátinn sem verið er að landa úr, og er það talinn mikill kostur. „Guðlaugur A Ágústsson hreppsnefndarmaður og vélstjóri sem sér um viðhald og alla umhirðu kranans og fleira segir að höfnin hafi fengið mjög góða þjónustu frá fyrirtækinu Barka í Kópavogi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2017

Ekki sumarlegt um að litast.

Mynd tekin um kl: 10 í morgun. Veðurathugunarhús og Reykjaneshyrna skýjahæð 200 m.
Mynd tekin um kl: 10 í morgun. Veðurathugunarhús og Reykjaneshyrna skýjahæð 200 m.
1 af 2

Það er ekki sumarlegt hér á Ströndum sumardaginn fyrsta. Suðvestan hvassviðri í gær og núna fram á morgun,með éljum, en er núna er að snúa sér í norðvestan eða norðan með éljum. Þetta eru oftast dimm og mikil él og skyggnið oft um 1 til 5 km. í þeim og skýjahæð jafnvel niður í hundrað metra. Samkvæmt framtíðaspá virðist ekki að eigi að hlýna neitt að viti fyrr en á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.

Spá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi í dag og á morgun: Norðvestan 8-13 síðdegis og él, hiti nálægt frostmarki. Lægir í kvöld og nótt, léttir til og frystir. Sunnan


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. apríl 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 18. apríl 2017.

Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tilkynnt var um eina líkamsárás í vikunni. En hún mun hafa átt sér stað um kl.04:00 aðfaranótt 16. apríl sl. í miðbæ Ísafjarðar. Einn maður hlaut áverka en þó ekki alvarlega. Tveir menn voru handteknir og færðir í fangaklefa. Þeir eru grunaðir um líkamsárásina. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámakshraða. Sá sem hraðast ók var mældur á 189 km hraða í Skötufirði um miðjan dag þann 13. apríl. Slíkt brot varðar við ökuréttindasviptingu ásamt allhárri sekt. Flestir ökumannanna voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.

Einn ökumaður var kærður fyrir lagningarbrot. Það var í miðbæ Ísafjarðar. Akstur annars ökumanns var stöðvaður þar sem viðkomandi var með útrunnin ökuréttindi.

Aðstoð björgunarsveita var óskað í nokkur skipti í liðinni viku. Í öllum tilvikum var um fastar bifreiðar í snjó á fjallvegum.

Aðeins var tilkynnt um eitt umferðaróhapp í vikunni, en flutningabifreið og snjóruðningstæki


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. apríl 2017

Hvalárvirkjun – Opið bréf til hreppsnefndar.

Hilmar Vilberg Gylfason.
Hilmar Vilberg Gylfason.

Bréf þetta er skrifað til hreppsnefndar Árneshrepps þann 13. apríl 2017 í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi sem eru liður í því ferli að heimila virkjunarframkvæmdir.

Ágæta hreppsnefnd Árneshrepps

Athugasemdir mínar snúa almennt að virkjunarframkvæmdinni sem slíkri. Í dag tel ég að tvær helstu atvinnugreinarnar í Árneshreppi séu sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Sú síðarnefnda hefur heldur verið í sókn og vafalítið ónýtt tækifæri á þeim vettvangi. Í mínum huga byggir ferðaþjónustan í Árneshreppi nánast að öllu leiti á náttúruupplifun, það er ferðamenn sækja Árneshrepp heim til að sjá náttúruna. Ófeigsfjörður er þar ekki undanskilinn enda afskaplega fallegur staður með að mestu ósnortinni náttúru.

Það liggur fyrir í skriflegu svari Vesturverks að fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir neinum öðrum vegaframkvæmdum í tengslum við virkjunarframkvæmdirnar en á veginum frá Melum norður í Ófeigsfjörð. Þá liggur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. apríl 2017

Páskabingó.

Páskabingó á laugardaginn 15.kl:13:30.
Páskabingó á laugardaginn 15.kl:13:30.

Hið árlega páskabingó foreldrafélags Finnbogastaðaskóla verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugadaginn 15 apríl og hefst bingóið klukkan hálf tvö (13:30.) Spjaldið kostar 500-kr. Skólastjórinn Selma Kaldalóns mun stjórna bingóinu. Góðir vinningar eru í boði. Allur ágóði af bingóinu rennur í ferðasjóð nemenda við Finnbogastaðaskóla. Foreldrafélag


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. apríl 2017

Mikil úrkoma.

Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.
Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.

Mikil úrkoma var í Árneshreppi fyrstu sjö dagana nú í apríl, bæði í föstu og fljótandi formi, það er úrkoman var snjór, slydda, rigning eða súld. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er úrkoman komin í 119,3 mm eftir fyrstu sjö sólarhringa mánaðarins. Í fyrra í apríl 2016 mældist heildarúrkoman aðeins 23,5 mm. sem var óvenju litil úrkoma. Það var snjókoma, slydda, rigning eða súld alla þessa daga og mjög úrkomusamt alla þessa daga. Mesta


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. apríl 2017

Lambadrottning og Lambakóngur.

Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.
Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.

Á Steinstúni við Norðurfjörð bar ærin Fríða tveim lömbum, gimbur og hrútlambi í fyrradag, eru þetta fyrstu lömbin þar. Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi kallar lömbin því lambadrottningu og lambakóng sem vonlegt er. Ærin Fríða hafði gengið við eyðibýlið Fell eða í svonefndum Fellsskriðum og náðist ekki í hús fyrr enn í byrjun nóvember ásamt fleira fé, hrútur var í þeim hóp. „Gulli segir að þetta hafi ekki komið sér á óvart því að þetta kom fram í ómskoðuninni í daginn þegar fósturvísar voru taldir, einnig segir Gulli


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2017

Flug tókst á Gjögur.

Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein af vélum Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag um eitt leitið. Flug til Bíldudals og Gjögurs var sameinað, og fór vélin fyrst á Bíldudal og síðan á Gjögur. Það er óhætt að segja að þetta flug hafi rétt sloppið, því á meðan að verið var að afhlaða vélina fór að snjóa og talsverð snjókoma komin þegar flugvélin fór í loftið aftur. Og nú er bullandi snjókoma í hægum vindi, svona hundslappadrífa, aðeins snjóaði fyrir hádegið, en núna


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Hvalárvirkjun í Árneshreppi.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Álitsgerð Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og haugsetningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.

Jafnframt liggur fyrir að framkvæmdin


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Úr sal.Gestir
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
Vefumsjón