Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2017

Mugison í Fjárhúsunum hjá Ferðafélaginu.

Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.
Mugison verður með tónleika í kvöld í Ferðafélagsfjárhúsunum.

Það verða tónleikar með Mugison í kvöld sunnudaginn 2. júlí í skála Ferðafélags Íslands í Norðurfirði, eða Valgeirsstöðum, í svonefndum Fjárhúsum, sem búið er að breyta í stóran sal. Tónleikarnir áttu að vera á Kaffi Norðurfirði, en aðstaðan þar var ekki talin nógu stór. En hinsvegar munu þær Sara og Lovísa á Kaffi Norðurfirði sjá um allar veitingar


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. júlí 2017

Veðrið í Júní 2017.

Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.
Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar til og með 16 með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 17 gerði skammvinna suðvestanátt með talsverðri rigningu og hlýnaði þá vel í veðri. En þann 18 var komið í sama horfið aftur, norðlæg átt og snarkólnaði aftur, og var svalt til 20, en þá hlýnaði vel í veðri seinnihluta dags með suðaustanátt, sem stóð í tæpa tvo daga. Síðan frá 23 til 25 voru norðlægar vindáttir aftur með svölu veðri og úrkomu. En þann 26 snérist loks til suðvestlægra vindátta, með mjög hlýnandi veðri, og var suðaustlæg vindátt síðasta dag mánaðar með hlýju veðri.

Það snjóaði í fjöll 6-7-8 og 9, niður í um 300 m hæð. Grasspretta virtist standa í stað fram yfir miðjan mánuð, en er að verða sæmileg í mánaðarlok.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júní 2017

Hamingjudagar á Hólmavík.

Frá Kvennahlaupi. Mynd hamingjudagar.is
Frá Kvennahlaupi. Mynd hamingjudagar.is

Hamingjudagar verða haldnir hátíðlegir í Strandabyggð komandi helgi, nánar tiltekið 30.júní-2. Júlí.

Hamingjudagar eru árlegur viðburður sem byggir á Hamingjusamþykkt Strandabyggðar sem er svohljóðandi:

„Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.

Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.

Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum.“

Dagskráin þetta árið


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. júní 2017

Árnesshreppur hefur gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon.)
1 af 2
RÚV.is
Hreppsnefnd Árnesshrepps hefur fyrir sína parta gefið grænt ljós á að rannsóknarvinna til undirbúnings virkjunar í Hvalá geti hafist. Nefndin hefur þó ekki gefið endanlegt framkvæmdaleyfi, en rannsóknarvinnan gæti hafist í sumar með tilheyrandi vegagerð og jarðraski.
 

Tæplega 70 manns mættu á málþing varðandi virkjunarframkvæmdir í Hvalá í Árneshreppi á Ströndum í dag. Í byggðarlaginu búa 46 manns og tilgangur málþingsins var að opna umræðuna og koma sjónarmiðum allra á framfæri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. júní 2017

Bjartmar á Kaffi Norðurfirði.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður.
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður, verður með tónleika næstkomandi laugardagskvöld 24 júní og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00 á Kaffi Norðurfirði. Miðaverð er 2.500 kr. Veitingar verða seldar á barnum. Lovísa og Sara vonast til að sjá sem flesta á þessum tónleikum, og gestir muni njóta kvöldsins. Bjartmar samdi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júní 2017

Arfleifð Árneshrepps - næstu skref og framtíðin.

Hvalá.
Hvalá.

Málþing í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 24.- 25.júní.
Helgina 24. til 25. júní næstkomandi verður efnt til málþings um framtíð Árneshrepps í tilefni af áformum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Málþingið stendur frá kl. 13 - 18 laugardaginn 24. júní og frá kl. 12.30 - 16 sunnudaginn 25. júní, í félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Markmið málþingsins er að skapa rými til opinnar og faglegrar umræðu um
virkjunaráform á svæðinu. Skipulagshópur málþingsins, sem samanstendur af íbúum og velunnurum Árneshrepps, telur að þær forsendur sem lágu til grundvallar samþykktar Hvalárvirkjunar í aðalskipulagi Árneshrepps árið 2014 kalli á endurskoðun þar sem margt hafi breyst. Því...


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júní 2017

Hamingjudagar á Hólmavík.

Hamingjudagar 30júní til 2 júlí.
Hamingjudagar 30júní til 2 júlí.

Hamingjudagar á Hólmavík.

Hamingjudagar verða haldnir í Strandabyggð helgina 30. Júní-2. Júlí. Dagskráin er gríðarlega fjölbreytt og spennandi og allir ættu að geta fundið það eitthvað við sitt hæfi.

Hamingjudagar eru á Facebook.

Mikið magn frétta og tilkynninga er að safnast þar inn og af nógu að taka. Hægt er að hafa samband við tómstundfulltrúa


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. júní 2017

Kalt á norðurströndum.

Hitinn aðeins komist í 8,9 stig.
Hitinn aðeins komist í 8,9 stig.

Mjög kalt hefur verið í Árneshreppi sem af er mánuði, hiti aðeins komist mest í 8,9 stig þann tíunda á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Enn hiti oftast verið á milli þrjú til sex stig. Nú er komin miður júní og ekki lítur út að neitt muni hlína að ráði, en eftir sautjánda júní hefur oft hlýnað, hvort það verði núna veit enginn enn. Eilífar norðlægar vindáttir hafa ríkt sem af er


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. júní 2017

Frá íbúaþinginu í Árneshreppi.

Hluti fundargesta. Mynd Kristján Þ Halldórsson.
Hluti fundargesta. Mynd Kristján Þ Halldórsson.

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af.  Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.

Á þinginu ræddu íbúar og fulltrúar þessara stofnana saman um framtíðina, möguleika og tækifæri.  Fyrirkomulag þingins var þannig að þátttakendur stungu upp á umræðuefnum og þannig endurspeglar þingið það sem helst brennur á íbúum. 

Brýnast er að bæta samgöngur, sérstaklega þjónustu yfir vetrartímann.  Byggja þarf upp veginn yfir Veiðileysuháls og tiltölulega stutt jarðgöng milli Árnesdals og  Reykjarfjarðar myndu gjörbreyta lífsskilyrðum íbúa og rjúfa einangrun yfir veturinn.  Talsverðar vonir eru bundnar við tækifæri sem virkjun Hvalár gæti skapað, ekki aðeins til skemmri tíma heldur að hún kynni að opna á nýja möguleika í atvinnuuppbyggingu.  Lögðu þátttakendur mikla áherslu á framgang þessa máls þó svo að um það séu skiptar skoðanir meðal heimamanna,  eins og fram kom á þinginu.  Í orkumálum var einnig rætt um smávirkjanir og hitaveitu frá Krossnesi í Norðurfjörð, en með henni myndu opnast möguleikar á sjóbaðsaðstöðu þar, auk húshitunar.  

Þátttakendur veltu fyrir sér ýmsum leiðum til að efla þá atvinnustarfsemi sem þegar er til staðar.  Festa þarf kvóta í byggðinni, bæði í fiskveiðum og sauðfjárrækt. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júní 2017

Kaffi Norðurfjöður hefur nú opnað.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
1 af 2

Þær stöllur Sara Jónsdóttir og Lovísa V Bryngeirsdóttir hafa opnað Kaffi Norðurfjörð þriðja sumarið í röð. Opnað var formlega þann fyrsta júní, og síðan var hreppsbúum boðið upp á rjómavöfflur sunnudaginn fjórða júní, en þær höfðu frestað því vegna veðurs áður. Opið er


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Litla-Ávík.
  • Adolfshús-05-07-2004.
Vefumsjón