Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tilkynnt var um eina líkamsárás í vikunni. En hún mun hafa átt sér stað um kl.04:00 aðfaranótt 16. apríl sl. í miðbæ Ísafjarðar. Einn maður hlaut áverka en þó ekki alvarlega. Tveir menn voru handteknir og færðir í fangaklefa. Þeir eru grunaðir um líkamsárásina. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.
Alls voru 93 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámakshraða. Sá sem hraðast ók var mældur á 189 km hraða í Skötufirði um miðjan dag þann 13. apríl. Slíkt brot varðar við ökuréttindasviptingu ásamt allhárri sekt. Flestir ökumannanna voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.
Einn ökumaður var kærður fyrir lagningarbrot. Það var í miðbæ Ísafjarðar. Akstur annars ökumanns var stöðvaður þar sem viðkomandi var með útrunnin ökuréttindi.
Aðstoð björgunarsveita var óskað í nokkur skipti í liðinni viku. Í öllum tilvikum var um fastar bifreiðar í snjó á fjallvegum.
Aðeins var tilkynnt um eitt umferðaróhapp í vikunni, en flutningabifreið og snjóruðningstæki
Meira