Verið að flytja áburð.
Fyrsta ferð með áburð kom á föstudaginn var, þegar (Bylli) Björn Sverrisson kom með eina ferð á dráttarbíl með tengivagni í Árnes og til Mela. Nú í dag var svo komið með áburð á Kjörvog og til Litlu-Ávíkur og á Steinstún og þetta því restin af áburði í Árneshrepp. Bændur panta áburðinn yfirleitt í gegnum Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, og er innifalið í verðinu að hann sé fluttur heim til bænda. Vegurinn er nokkuð góður og engar þungatakmarkanir á vegi númer 643. veginum norður í Árneshrepp. Þetta er svona í fyrrafallinu sem hægt er að flytja áburðinn norður til bænda frá Hólmavík, en áburðurinn kom þangað með skipi 23. apríl. Oft
Meira