Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. júní 2017

Frá íbúaþinginu í Árneshreppi.

Hluti fundargesta. Mynd Kristján Þ Halldórsson.
Hluti fundargesta. Mynd Kristján Þ Halldórsson.

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af.  Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.

Á þinginu ræddu íbúar og fulltrúar þessara stofnana saman um framtíðina, möguleika og tækifæri.  Fyrirkomulag þingins var þannig að þátttakendur stungu upp á umræðuefnum og þannig endurspeglar þingið það sem helst brennur á íbúum. 

Brýnast er að bæta samgöngur, sérstaklega þjónustu yfir vetrartímann.  Byggja þarf upp veginn yfir Veiðileysuháls og tiltölulega stutt jarðgöng milli Árnesdals og  Reykjarfjarðar myndu gjörbreyta lífsskilyrðum íbúa og rjúfa einangrun yfir veturinn.  Talsverðar vonir eru bundnar við tækifæri sem virkjun Hvalár gæti skapað, ekki aðeins til skemmri tíma heldur að hún kynni að opna á nýja möguleika í atvinnuuppbyggingu.  Lögðu þátttakendur mikla áherslu á framgang þessa máls þó svo að um það séu skiptar skoðanir meðal heimamanna,  eins og fram kom á þinginu.  Í orkumálum var einnig rætt um smávirkjanir og hitaveitu frá Krossnesi í Norðurfjörð, en með henni myndu opnast möguleikar á sjóbaðsaðstöðu þar, auk húshitunar.  

Þátttakendur veltu fyrir sér ýmsum leiðum til að efla þá atvinnustarfsemi sem þegar er til staðar.  Festa þarf kvóta í byggðinni, bæði í fiskveiðum og sauðfjárrækt. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júní 2017

Kaffi Norðurfjöður hefur nú opnað.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
1 af 2

Þær stöllur Sara Jónsdóttir og Lovísa V Bryngeirsdóttir hafa opnað Kaffi Norðurfjörð þriðja sumarið í röð. Opnað var formlega þann fyrsta júní, og síðan var hreppsbúum boðið upp á rjómavöfflur sunnudaginn fjórða júní, en þær höfðu frestað því vegna veðurs áður. Opið er


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. júní 2017

Ferðafólk farið að fara í Þórðarhelli.

Þessi fóru í Þórðarhelli í gær, ásamt fimm öðrum.
Þessi fóru í Þórðarhelli í gær, ásamt fimm öðrum.
1 af 2

Ferðafólk er nú farið að streyma á Strandir norður, nú í byrjun sumars virðist þetta vera mest útlendingar. Allvega fóru nokkrir héðan frá Litlu-Ávík í gær út í Þórðarhellir sem er austantil í Reykjaneshyrnunni. Áður höfðu komið tvær ungar franskar konur með þrjá aðra ferðalanga með sér, þær töluðu nokkuð í Íslensku og var hægt að leiðbeina þeim út í hellinn. Nú höfum við landeigeinur í Litlu-Ávík engan leiðsöguhund, eins og hefur verið þrjú undanfarin ár, því Tara leiðsöguhundur dó


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júní 2017

Vélhjólaslys á Drangsnesvegi.

Mynd Rúv. Karl Sigtryggsson.
Mynd Rúv. Karl Sigtryggsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Hólmavíkur rétt eftir hádegi til að sækja mann sem slasaðist á vélhjóli. Ekki er vitað um ástand hins slasaða að svo stöddu.
Tilkynning barst klukkan 12:25 um slys á Sléttuvík, norðan við Drangsnes, á Vestfjörðum, þegar karlmaður á vélhjóli hafnaði utan vegar. Líklegt er talið að viðkomandi hafi lent í lausamöl.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var þyrla Landhelgisgæslunnar send til að ná í manninn og var hann sóttur


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júní 2017

Farið að bera á áburð.

Áburður borin á tún í Litlu-Ávík.
Áburður borin á tún í Litlu-Ávík.

Þessir fáu bændur hér í Árneshreppi byrjuðu í gær að bera tilbúin áburð á tún sín, og er þetta þrem til fjórum dögum seinna enn í fyrra, en þá var sérstaklega gott vor. Í gær datt norðanáttin niður og birti til og úrkomulaust í gærmorgun. Hitinn skreið aðeins uppá við, fór í átta stig í gærkvöldi, en í morgun var hitinn aðeins sex stig og fór niður í 1,7 stig í nótt og lágmarksmælir við jörð


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júní 2017

Veðrið í Maí 2017.

Gífurleg úrkoma var í mánuðinum, úrkomumet í maí, 124,3 mm. Fyrra met var frá 1999, þá 102,7 mm.
Gífurleg úrkoma var í mánuðinum, úrkomumet í maí, 124,3 mm. Fyrra met var frá 1999, þá 102,7 mm.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri, síðan hægar norðlægar vindáttir með þokulofti og nokkuð svalara veðri í þokuloftinu. Þann tíunda snérist til ákveðinnar norðaustanáttar og var stormur eða hvassviðri, með rigningu og slyddu og síðan éljum, það náði ekki að festa snjó á láglendi hér á Ströndum í þessu hreti. Síðan var frekar hægviðrasamt þokuloft og súld, og fremur svalt í veðri áfram. Þann 17 og 18 var norðanátt með rigningu og slyddu. Þann 19 fór veður ört hlýnandi með suðlægum vindáttum, og var mjög hlítt þann 20. Síðan fór veður kólnandi með hafáttum, og var kalt í veðri út mánuðinn.

Mjög mikil úrkoma var 25 og 26 og úrhelli aðfaranótt 27, voru lækir beljandi sem hefur ekki sést í maí fyrr. Lambfé sem var komið út stóð í skjóli þar sem það var að fá og höfð opin fjárhús og hlöður svo fé kæmist inn. Mánuðurinn var óhagstæður vegna sauðburðar hjá bændum. Mjög blautur og oftast kalt í veðri. Ræktuð tún eru farin að taka vel við sér og úthagi farin að grænka vel þrátt fyrir kuldann, þannig að gróður er komin vel á veg.

Úrkomumet varð fyrir maí á veðurstöðinni í Litlu-Ávík, en úrkoman mældist 124,3 mm. Fyrra metið var frá 1999 en úrkoman mældist þá 102,7 mm.

Flugsamgöngur á Gjögur gengu ílla í mánuðinum vegna þoku, þokulofts og annars dimmviðris, (láskýja.)

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. maí 2017

62. Fjórðungsþing Vestfirðinga, samþykkir stofnun Vestfjarðastofu.

Þingfulltrúar á 62. Fjórðungsþingi.Mynd Fjórðungssambandið.
Þingfulltrúar á 62. Fjórðungsþingi.Mynd Fjórðungssambandið.
  1. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.. Þingið sóttu 30 fulltrúar úr sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Þingið er nú haldið í annað sinn með breyttu sniði með áherslu á ársfundarmál en málefnaþing eru síðan haldin að hausti.

 

Mikilsverð mál kölluðu hinsvegar á að vera tekin til umræðu þ.e. stofnun og mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofu og innviðamál. Afgreiddi þingið umboð til stjórnar FV að stofna Vestfjarðastofu með sameiningu starfsemi FV og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Góður rómur var síðan í umræðu um eflingu raforkukerfis á Vestfjörðum, byggingu virkjana og uppbygging flutningskerfis.

 

Í ræðu formanns við kynningu á skýrslu stjórnar FV, kom fram að starfsár FV hafi verið óvenju starfsamt og kröftugt að þessu sinni.  Þar fór helst fyrir vinnu að undirbúningi stofnunar Vestfjarðastofu með vinnslu tillögu fyrir 62. Fjórðungsþing sem var síðan samþykkt á þinginu.

 

Annað stórt mál var stefnumörkun sveitarfélaga


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. maí 2017

Opinn kinningarfundur.

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða.

Opinn kinningarfundur. Orkubú Vestfjarða verður með opna kynningarfundi á Hólmavík og Patreksfirði í tengslum við ársfund OV, sem haldinn var 16. maí sl. Opinn fundur á Hólmavík verður á Café Riis mánudaginn 29. maí kl. 12:00. Opinn fundur á Patreksfirði verður á Fosshótel Vestfirðir þriðjudaginn 30. maí kl. 12:00. Fundirnir eru öllum opnir og verður fundargestum boðið upp


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. maí 2017

Hefur gengið ílla að fljúga til Gjögurs.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.

Það er óhætt með sanni að segja að ílla hefur gengið að fljúga til Gjögurs undanfarð eða frá föstudeginum 5 maí síðastliðin, þá var flugi aflýst vegna þoku. Loks var hægt að fljúga á Gjögur þriðjudaginn 9 maí, komu þá vörur og frægt og vikupóstur. Á föstudaginn 12 varð að aflýsa flugi vegna norðaustan hvassviðris. Á sunnudaginn 14 hné mánudaginn 15 reyndi Flugfélagið Ernir ekki að fljúga, en þá var flugfært, en reyndu ekki flug fyrr enn á áætlunardaginn þriðjudaginn 16, en flugvélin gat þá ekki lent á Gjögri vegna þoku og varð að snúa frá til Reykjavíkur aftur með allar vörur í Kaupfélagið og viku uppsafnaðan póst. Ernir athuguðu með flug til Gjögurs daginn eftir en þá var talið ófært vegna hvassviðris og dimmviðris og hvað lágskýjað var. En átti að reyna flug til Gjögurs í gær um tvöleytið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. maí 2017

Flugi aflýst.

Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein véla Ernis á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Bíldudals og Gjögurs í dag vegna veðurs. Norðaustan hvassviðri er og jafnvel stormkviður. Það átti að sameina þessi flug í dag. Flug til Gjögurs verður ekki fyrr en á þriðjudaginn 16 maí, en þá er næsti áætlunardagur. Ernir


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón