Upphafsdagur grásleppuvertíðar er 20. mars.
Birt hefur verið reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017. Helsta breytingin frá í fyrra er að upphafsdagar veiðanna færast aftur til fyrra horfs. Verða þeir sömu og á vertíðinni 2015.
Heimilt verður að hefja veiðar 20. mars á eftirtöldum svæðum:
D - sem nær frá Horni að Skagatá.
E - nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi
F - þekur hafsvæðið frá Fonti suður að Hvítingum
G - Suðurland, frá Hvítingum að Garðskagavita
Veiðitímabilið nær frá 20. mars til og með 2. Júní. Þann 1. apríl verður heimilt að hefja veiðar á svæðum:
A - Faxaflóa, frá Garðskagavita að Dritvíkurtanga
B - Breiðafjörður utan línu sem dregin er úr Krossnesvita í Lambanes. Svæðið markast að Dritvíkurtanga í suðri og Bjargtöngum í norðri.
Meira