Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. mars 2017

Kynning á drögum að aðalskipulagsbreytingu vegna Hvalárvirkjunar.

Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
1 af 2

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Drög að skipulagsbreytingu verða til sýnis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði þann 6. apríl n.k. á milli kl. 20 – 21 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis í Kaupfélaginu í Norðurfirði á opnunartíma þess, frá kl. 11 til 15 fram til 18. apríl, og aðgengileg á heimasíðu hreppsins, www.arneshreppur.is.

Skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið var auglýst í desember 2016. Þar er gert ráð fyrir að gildandi aðalskipulagi verði breytt og nýtt deiliskipulag unnið fyrir Hvalárvirkjun. Ákveðið hefur verið að fresta meginhluta breytinganna sem kynnt eru í lýsingunni og gera aðeins þær breytingar sem þarf til að hægt verði að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar. Deiliskipulag fyrir sömu þætti verður unnið samhliða gerð aðalskipulagsbreytingarinnar. Að


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. mars 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27. mars. 2017.

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.
Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum féll snjóflóð í botni Súgandafjarðar að kveldi 21. mars sl. Fjórir fjallaskíðamenn voru þar á ferð. Þrír þeirra urðu fyrir flóðinu en komust sjálfir út úr því og hlutu ekki alvarlega áverka, utan einn var fluttur á sjúkrahús og mun hafa meiðst á fæti. Snjóflóðahætta er ekki í byggð á Vestfjörðum en hins vegar er hún talin töluverð til fjalla, utan byggðar. Útivistarfólk er hvatt til að gæta varúðar og fylgjast með spám á heimasíðu Veðurstofu Íslands, sjá hlekkinn hér http://www.vedur.is/#syn=snjoflod

Sjö ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru í akstri í Strandasýslu, en einnig í Ísafjarðardjúpi, í Bolungarvíkurgöngum og á Ísafirði.

Alls hafði lögreglan afskipti af fjórum ökumönnum sem ekki voru með ökuréttindi í lagi. Einn þessara ökumanna hafði verið sviptur ökuréttindum en ók þrátt fyrir það. Þungar refsingar eru við slíku broti. Hinir voru með útrunnin ökuréttindi. Þessir ökumenn voru stöðvaðir í Strandasýslu í Ísafjarðarbæ og í Vesturbyggð.

Tilkynnt var um eitt vinnuslys í vikunni,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. mars 2017

Verktaki úr Hrútafirði við snómokstur fyrir sunnan.

Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
1 af 3

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði á Ströndum í snjómokstur sökum mikilla snjóalaga eftir miklu snjókomuna seint í febrúar fyrir sunnan. Það var Hannes Hilmarsson bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði sem kallaður var til, til að hreinsa vegi og vegkanta. Eftir að Hannes var komin með tækin suður yfir heiðar fór hann að hreinsa, og blása með traktor með snjóblásara við suðurenda Hvalfjarðaganga við vegkanta beggja vegna og til Reykjavíkur og út frá Reykjavík, mest allt var unnið á nóttinni í um vikutíma.

Hannes er með miklar og góðar vinnuvélar, traktor, snjóblásara, beltagröfu og margt fleyra og er vinsæll hjá Vegagerðinni sem verktaki fyrir vönduð vinnubrögð. Hann vinnur oft mikið fyrir Vegagerðina á Hólmavík


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. mars 2017

Loksins gráð á sjónum.

Loksins er gráð á sjónum.
Loksins er gráð á sjónum.
1 af 2

Loksins er nú gráð á sjónum eftir suðvestan storminn í gærkvöldi og í nótt. Fuglarnir fá að njóta sín vel núna á sjónum, en fljótt verður sjólítið aftur þegar hvessir. Rigning var fyrst í morgun, núna á ellefta tímanum er komin slydda og sem mun síðan breytast í snjókomu, þegar kólnar meira.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands.: Suðvestan 8-13 m/s og lítilsháttar snjókoma,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. mars 2017

Jarðarstund.

Ekki kveikja ljós á milli kl. 20:30-21:30 Þá er stund sem kallast Jarðarstund.
Ekki kveikja ljós á milli kl. 20:30-21:30 Þá er stund sem kallast Jarðarstund.

Á morgun þann 25. mars. nk. á milli kl. 20:30-21:30 er stund sem kallast Jarðarstund.  Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund og sýna þannig fram á vitundarvakningu.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007 með því að ljósin voru slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Jarðarstundin á því 10 ára afmæli árið 2017. Í dag erum  7,000 borgir í 178 löndum sem hafa látið vita um þátttöku og er því  um að ræða eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsátak á sviði umhverfisvakningar í heiminum að. Flest sveitarfélög á Vestfjörðum ætla að taka þátt í Jarðarstund í ár en bæði einstaklingar, félög borgir og bæir geta tekið þátt og skráð viðburð á earhhour.org.

Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. mars 2017

Suðvestan eða sunnan hvassviðri. Hlínar og kólnar.

Vindaspá kl 12:00 í dag. Kort VÍ.
Vindaspá kl 12:00 í dag. Kort VÍ.

Hvassviðri verður í dag af suðri og síðan suðvestri með miklum hitasveiflum, það er kólnar og hlínar á víxl. Það gæti náð því í dag að þennan litla snjó taki upp á láglendi við sjóinn í dag áður en kólnar aftur. Suðlægar áttir verða svo ríkjandi áfram.

Annars er veðurspáin svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun.: Sunnan 15-23 og rigning eða slydda


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. mars 2017

Ómskoðun- fósturvísar taldir.

Guðbrandur Þorkelsson við fósturtalningu.
Guðbrandur Þorkelsson við fósturtalningu.
1 af 3

Í gær var verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi á fjórum bæjum af fimm sem eru með fjárbúskap. Það er á Melum, Steinstúni, Árnesi og í Litlu-Ávík, Kjörvogs bændur hafa aldrei látið ómskoða. Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sá um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. mars 2017

Íbúum í Árneshreppi fækkaði um 16,4 %.

Það fækkaði um 9 manns í Árneshreppi á milli ára.
Það fækkaði um 9 manns í Árneshreppi á milli ára.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum stendur nánast í stað á milli ára 2016 til 2017. Í byrjun árs 2017 voru landsmenn 338.349 en landsmönnum hefur fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1. janúar 2017 eru samkvæmt hagstofu 6.870 manns eða um 2,03%  af íbúafjölda landsins. Í byrjun árs 2016 voru Vestfirðinga 6.883 og hefur því fækkað um þrettán manns á milli ára er greinilegt að fækkunin á svæðinu er að hægja á sér og er líklega hægt að þakka það mikli uppbyggingu atvinnu á Vestfjörðum, og þá sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Aðeins fækkaði í þremur sveitarfélögum á Vestfjörðum en mest var fækkunin í minnsta sveitarfélaginu Árneshreppi  eða um 16,4 %, en árið 2016 bjuggu þar


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. mars 2017

Opnað tvisvar í viku.

Frá snjómokstri. Myndasafn.
Frá snjómokstri. Myndasafn.

Frá og með morgundeginum verður vegurinn opnaður tvisvar sinnum í viku norður í Árneshrepp. „Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík verður mokað á þriðjudögum og á föstudögum ef veður og snjóalög leifa.“ Vegurinn norður hefur verið mikið til jeppafær í vetur, og stundum hefur verið mokað af Vegagerðinni þrátt fyrir þessa G- reglu, að eigi ekki að moka fyrr en eftir 20. mars, því mjög snjólétt hefur verið í vetur.

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. mars 2017

Bókasöfnun Finnbogastaðaskóla.

Krakkarnir með bækurnar og spilin.Frá vinstri Jóhanna Engilráð, Logi Kaldalóns, Harpa Kaldalóns, Eva Karín, Krista Björt og Daníel Rökkvi.
Krakkarnir með bækurnar og spilin.Frá vinstri Jóhanna Engilráð, Logi Kaldalóns, Harpa Kaldalóns, Eva Karín, Krista Björt og Daníel Rökkvi.

Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla fengu á dögunum bókagjafir og spil úr ýmsum áttum. Bæði frá rithöfundum og einstaklingum. Bókakosturinn í skólanum var orðinn gamall og ekki mikið af bókum eftir samtímahöfunda. Foreldri ákvað því eftir að hafa þurft að líma saman nokkrar skólabækur sem komu upp úr töskunum að auglýsa eftir gefins bókum og spilum á facebook síðum og ekki stóð á svörum og meira að segja var kona sem gaf söfnuninni 20 þúsund krónur fyrir sendingarkostnaði og afgang upp í nýjar bækur. Heilmikið barst


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
Vefumsjón