Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Í vikunni hafði lögreglan afskipti af tveimur ungum drengjum, sem óku sitt hvoru vélhjólinu. Þetta var utan vegar í Dýrafirði. Í ljós kom að drengirnir voru ekki með ökuréttindi til aksturs þessara farartækja auk þess sem þau voru ekki skráð né heldur tryggð. Sama dag voru höfð afskipti af öðrum ungum ökumanni, á öðrum stað, sem ekki hafði öðlast tilskilin ökuréttindi auk þess sem skráningarnúmer voru ekki á hjólinu.
Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km. á klst. Þessir ökumenn voru í akstri í Önundarfirði, Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.
Númeraplötur voru teknar af fjórum ökutækjum í vikunni. Ástæðan var vangoldin iðgjöld vegna lögbundinna trygginga. Eigendur ökutækja eru hvattir til að tryggja að þetta sé í lagi.
Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni. Eitt þeirra varð í Arnkötludal þegar ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni með afleiðingum að hún rann út af veginum og valt. Engin meiðsl hlutust af þessu óhappi en bifreiðin var óökufær eftir atvikið. Snjóþekja var á yfirborði vegarins.
Annað óhappið varð í Skötufirði þegar lítil jeppabifreið rann
Meira