Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. mars 2017

Upphafsdagur grásleppuvertíðar er 20. mars.

Grásleppa í kari.
Grásleppa í kari.

Birt hefur verið reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017.  Helsta breytingin frá í fyrra er að upphafsdagar veiðanna færast aftur til fyrra horfs. Verða þeir sömu og á vertíðinni 2015.

Heimilt verður að hefja veiðar 20. mars á eftirtöldum svæðum:

D - sem nær frá Horni að Skagatá.

E - nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi

F - þekur hafsvæðið frá Fonti suður að Hvítingum

G - Suðurland, frá Hvítingum að Garðskagavita

Veiðitímabilið nær frá 20. mars til og með 2. Júní. Þann 1. apríl verður heimilt að hefja veiðar á svæðum:

 

A - Faxaflóa, frá Garðskagavita að Dritvíkurtanga

B - Breiðafjörður utan línu sem dregin er úr Krossnesvita  í Lambanes.  Svæðið markast að Dritvíkurtanga í suðri og Bjargtöngum í norðri. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. mars 2017

Veðrið í Febrúar 2017.

Auð jörð var á láglendi í 15 daga.
Auð jörð var á láglendi í 15 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana, en síðan austlægur og frá sjöunda voru suðlægar vindáttir með hvassviðri eða stormi ellefta og tólfta, úrkomulítið og nokkuð hlítt. Þann fimmtánda snérist til norðanáttar og síðan norðaustanáttar til nítjánda, með súld og talsverðri rigningu og súld þann sautjánda og fram á átjánda, en með snjókomu þann nítjánda á konudaginn. Þá gerði alhvíta jörð á láglendi aftur. Síðan voru breytilegar vindáttir eða NA með éljum. Þann 22 til og með 24 var suðaustlæg vindátt, með úrkomu. Enn 25 var suðvestanátt með hvassviðri í fyrstu, síðan mun hægari þegar leið á daginn. Þann 26. snérist vindur í norðaustlæga vindátt, og var hæg austlæg átt síðasta dag mánaðar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. febrúar 2017

Úr dagbók Lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.
Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.

Aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar var lögreglu tilkynnt um að fólk væri inni á útisundlaugarsvæðinu í Bolungarvík. Þegar lögregluna bar að garði voru alls 8 ungmenni að fara af svæðinu eftir að hafa nýtt sér þessa aðstöðu. Vert er að minna á að stranglega bannað er að fara inn á þetta svæði utan opnunartíma, enda afmarkað með girðingu.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku. Eitt þeirra varð þann 24. febrúar þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Mikladal með þeim afleiðingum að hún rann út af veginum og niður bratta hlíð, þó án þess að velta. Töluvert tjón varð á undirvagni bifreiðarinnar og ökumaður, sem var einn í bifreiðinni þegar atvikið átti sé stað, var færður undir læknishendur, þó ekki með alvarlega áverka. Þá rann önnur bifreið út af veginum í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þann 20. febrúar. Ekkert tjón varð á ökutækinu og engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum. Þriðja óhappið varð þann sama dag, 20. febrúar í Vatnsfirði í Vesturbyggð en þá missti ökumaður stjórn á jeppabifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum og valt eina veltu. Ökumaður og farþegi hlutu ekki alvarlega áverka. Ökumenn og farþegar í þessum óhöppum voru allir með öryggisbelti


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. febrúar 2017

Fréttaveitur breytast á Litlahjalla.

Frá Reykhólum. Mynd reykholar.is
Frá Reykhólum. Mynd reykholar.is

Frá því að Litlihjalli byrjaði sem fréttavefur hefur alltaf verið á honum svona flýtileiðir ef svo má kalla á miðju vefsins, tilvísanir á aðra fréttavefi um fréttir, svona síðustu þrjár til fjórar fréttir á við komandi vefum. Þeyr miðlar sem hafa verið notaðir eru af Vestfjörðum og af vef Bændablaðsins og stóru fréttamiðlunum af vef Morgunblaðsins og af vef Ríkisútvarpsins. Eingin breyting mun verða á þessu alveg á næstunni. Enn nú hefur fréttamaður Litlahjalla fyrir víst að fréttamiðillinn Skutull sé hættur, og aðeins sé eftir að gera hann upp, og senda opinbera


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. febrúar 2017

Mikil snjódýpt í Reykjavík.

Met snjódýpt í Reykjavík í febrúar.
Met snjódýpt í Reykjavík í febrúar.

Hér á Ströndum snjóaði aðeins um og uppúr miðnætti, enn ekki lengi því úrkoman var aðeins 0,9 mm eftir nóttina. Það var aðra sögu að segja úr höfuðborg okkar landsmanna Reykjavík, sem snjóaði sem aldrei fyrr í alla nótt og núna langt fram á morgun, en þegar þetta er skrifað er stytt upp. Snjódýpt á mælireit Veðurstofu Íslands mældist 51 cm í morgun og er það met snjódýpt í febrúar þar, en úrkoman þar var aðeins 15,3 mm eftir nóttina. Þetta virðist vera púðursnjór


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. febrúar 2017

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Frá Gjögri. Munið miðasöluna á laugardaginn.
Frá Gjögri. Munið miðasöluna á laugardaginn.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður næstkomandi laugardag 25. febrúar 2017 milli kl. 14:00 og 16:00 í sal Linsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi.

Miðaverðið er í mat og á dansleik 8.500,- en miðaverð aðeins á dansleik er 2.500.- Til að auðvelda borðaskipulag og uppgjör þá þurfum við að fá nöfn allra sem panta sér sæti og kaupa miða. Það er því sniðugt fyrir þá sem koma til að versla miða og panta sæti fyrir marga að undirbúa sig aðeins með nöfnin áður. Þeim sem ekki komast á forsöluna bendum við á að hafa samband við einhvern í stjórninni með óskir um miða / sæti á árshátíðina. Miða


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. febrúar 2017

Hvítt teppi.

Séð til Kaupfélagshúss, Reykjaneshyrna í baksýn.
Séð til Kaupfélagshúss, Reykjaneshyrna í baksýn.
1 af 6

Það snjóaði talsvert á konudaginn þann nítjánda febrúar í norðaustlægri vindátt, þetta var nokkuð blautur og þungur snjór, enda var hiti um frostmark. Auð jörð var búin að vera áður í fimmtán daga áður á láglendi, en nú var komið hvítt teppi yfir allt. Það var gott fyrir jörðina þegar gerði talsvert frost í gær, til að hlífa henni. Og nú í nótt og í morgun snjóar í suðaustanátt með hita um frostmarkið.

Myndatökumaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. febrúar 2017

Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2017.

Alls var úthlutað 45,1 milljón króna.
Alls var úthlutað 45,1 milljón króna.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2017 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

  

Alls var úthlutað 45,1 milljón króna. Framlög þessarar úthlutunar skiptast þannig að kr. 32.700.000 kr. er ráðstafað í verkefnastyrki, þar af 8.300.000 kr. til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, en 12.400.000 kr. eru merktar stofn- og rekstarstyrkjum til menningarstofnana. Ákveðið var að þessu sinni að veita samtals 53 styrki, en umsóknir voru 100. Það er því auðvelt að reikna að 53% umsókna fékk jákvætt svar, þótt upphæðir séu oft mun lægri en umbeðin upphæð. Framlögin skiptast í 49 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á bilinu 200 þúsund til 5 milljóna, en meðalupphæð framlaga er um 850.000 kr.

 

Auglýst


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. febrúar 2017

Ferð Finnbogastaðaskóla á Drangsnes.

Í heitu pottunum á Drangsnesi.
Í heitu pottunum á Drangsnesi.
1 af 2

Frítt föruneyti lagði land undir fót frá Finnbogastaðaskóla föstudaginn 17. febrúar og var stefnan tekin til Drangsnes. Föruneytið samanstóð af fjórum börnum og þremum fullorðnum, sem öll voru að fara í heimsókn til Grunnskólans í Drangsnesi. Börnin þar voru með opið hús þar sem þau fögnuðu miðannarlokum í skólanum, sýndu afrakstur þeirra af þemavinnu og fóru með vorljóð fyrir gesti. Þau höfðu meðal annars smíðað líkan af neðri bænum og voru með hugmyndir um hvernig væri hægt að nýta betur svokallaða gámavelli. Krakkarnir


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. febrúar 2017

Til hamingju konur með konudaginn.

Í dag er það til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn.
Í dag er það til siðs að karlar gefi konum blóm á konudaginn.

Af tilefni konudagsins í dag ætlar vefurinn Litlihjalli að fjalla um þann dag og kemur hér umfjöllun tekið af vísindavefnum, höfundur er Árni Björnsson hinn þekkti þjóðháttarfræðingur.:

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upphaflega en orðsifjafræðingar hallast helst að því að það eigi eitthvað skylt við snjó.

Sú tilgáta fellur vel að stöðu hennar í ævintýralegri fornaldarsögu, þar sem faðir Góu er Þorri, afi hennar heitir Snær og langafinn Frosti en föðursystur Mjöll og Drífa. Þar er nafn hennar reyndar Gói. Eftir þeirri sögu strauk Gói brott með strák á Þorrablóti einu. Þorri lét halda blót til að leita um það frétta hvar hún væri niður komin. Það kölluðu þeir Góiblót. Seinna breyttist nafnmyndin úr Gói í Góa.

Sennilega hafa menn í heiðnum


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
Vefumsjón