Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2017

Opnað til Árneshrepps.

Kort Vegagerðin.is
Kort Vegagerðin.is

Vegagerðin á Hólmavík er að opna veginn norður í Árneshrepp, ekki er um mikinn snjó að ræða „segir vegaverkstjóri, þetta er bara svona rétt yfirferð, segir hann“. Oddviti Árneshrepps bað um þennan mokstur og á kosnaður við hann á að skiptast jafnt á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Árneshrepps. Nú sem af er vetri hefur það verið í fyrsta sinn að mokað er innansveitar


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. janúar 2017

Nefnd um einkarekna fjölmiðla.

Litlir sveitafjölmiðlar eru mjög mikilvægir.
Litlir sveitafjölmiðlar eru mjög mikilvægir.

Fréttatylkinning:

Í lok árs 2016 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nefnd til að gera „tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu,“ eins og segir í erindisbréfi til nefndarmanna.

Tilefni nefndarskipunarinnar er meðal annars áskorun stjórnenda einkarekinna fjölmiðla í byrjun júlí sl. um að stjórnvöld geri „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði“.

Nefndarmenn hafa farið yfir efnistök og afmörkun vinnunnar og telja nauðsynlegt að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila sem tengjast rekstri einkarekinna fjölmiðla. Kallað er eftir tillögum um breytingar á íslenskri löggjöf og aðrar aðgerðir sem eiga að stuðla að því markmiði sem kemur fram í erindisbréfi og áskorun til stjórnvalda.

Með bréfi þessu er óskað eftir tillögum frá þínum fjölmiðli.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. janúar 2017

Eru selir gáfaðir?

Selurinn forvitni á skeri fyrir neðan bæinn.
Selurinn forvitni á skeri fyrir neðan bæinn.
1 af 2

Já vefritari Litlahjalla verður að álíta það að selir séu mjög gáfaðir. Þetta hefur Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík sannreynt, því sami selurinn er æði oft á skerjunum fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík, Jón þekkir selinn á smá bletti sem er aftarlega á hreyfunum. Erfitt er að nálgast selinn því hann er mjög var um sig, enn samt mjög forvitinn. Einu sinni var hann í voginum þar sem Jón mælir sjávarhita og kom næstum að fötunni sem Jón kastaði út, en um leið og selurinn sá Jón taka eitthvað upp úr vasanum eða buxunum, synti hann í burtu út fyrir svonefnd Hjallsker, en kom svo aftur lengra inn á Ávíkina. Jón telur selinn halda sig hafa verið að draga


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2017

Úrkoma árið 2016.

Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2015:

Janúar 45,1 mm. (97,6). Febrúar 104,2 mm. (78,0). Mars 59,7 mm. (89,1). Apríl 23,5 mm. (46,6). Maí 71,2 mm. (48,0). Júní 38,8 mm. (15,4). Júlí 112,4 mm. (68,0). Ágúst 42,8 mm. (252,8).September 172,0 mm. (58,6). Október 66,9 mm. (126,3). Nóvember 90,0 mm. (82,4).


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. janúar 2017

Allhvasst eða hvassviðri.

Vindaspá VÍ kl:12:00 í dag.
Vindaspá VÍ kl:12:00 í dag.

Nú er spáð suðvestanátt í dag, enn engin stormur í kortunum, en lélegt skyggni verður í éljum og í skafrenningi.

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan 13-20 m/s og él, frost 1 til 6 stig. Lægir í kvöld


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. til 16. janúar.

Kannabisefni send á Strandir.
Kannabisefni send á Strandir.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í liðinni viku. Annað þeirra varð á Súðavíkurhlíð að kveldi 12. janúar sl. en þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni. Bifreiðin rann út af veginum og fór veltur ofan vegarins. Ökumaðurinn, sem var einsamall í bifreiðinni, slapp án meiðsla, enda með öryggisbeltið spennt. Bifreiðin var ó ökufær eftir atvikið. Hitt óhappið varð á Gemlufallsheiði um miðjan dag sama dag, þann 12. janúar, en þá rann bifreið til og utan í vegrið sem er Bjarnadalsmegin við heiðina. Bifreiðin festist og þurfti að losa hana. Hvorki ökumann eða farþega sakaði.

Einn


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. janúar 2017

Nýr vefur hjá BB.is

Sturla vefhönnuður Snerpu.
Sturla vefhönnuður Snerpu.

Eins og glöggir lesendur www.bb.is hafa tekið eftir er fréttavefur kominn í nýjan búning, unglingurinn eins og ritstjóri BB, kallar hann er orðinn 17 ára og komin tími til að fá ný föt. Gamli vefurinn hefur staðið sig vel, verið bæði snar og snöggur og sjaldan dottið út en afar úreltur, svona tæknilega séð, segir ritstjórinn. Nýi vefurinn er byggður á Word Press eins og svo margir fréttavefir og það er Sturla Stígsson snillingur hjá Snerpu sem hefur átt veg og vanda að öllum tæknibrellum sem viðhafa þarf þegar nýr vefur fer í loftið. Það má geta þess að Sturla


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. janúar 2017

Innlausnarvirði greiðslumarks í sauðfjárrækt.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Tilkynning frá Matvælastofnun.

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Innlausnarvirði greiðslumarks árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi (núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausnar er óskað).

Handhafi greiðslumarks getur óskað


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. janúar 2017

Hvassviðri og hlýnar í bili.

Merki Veðurstofu Íslands.
Merki Veðurstofu Íslands.

Veður fer hlýnandi í dag og gerir einhvern blota í nótt og á morgun með hvassviðri og hætt er við að verði talsverð hálka á vegum hér í Árneshreppi sem og annarsstaðar. Annars er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands svona fyrir Strandir og Norðurland vestra:

Sunnan 5-10 og þurrt að kalla, en heldur hvassara og dálítil snjókoma síðdegis.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2017

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Miklar breytingar urðu við Finnbogastaðaskóla síðastliðið haust og um áramót, þegar allt starfsfólk skólans hætti. Elísa Ösp Valgeirsdóttir hætti sem skólastjóri í lok október, en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2010. Einnig hætti Vígdís Grímsdóttir sem kennari, hún var búin að vera kennari við skólann frá 2012. Þá hætti Hrefna Þorvaldsdóttir sem matráður um áramótin, en hún var búin að vera matráður við skólann í um 25 ár meira og minna.

Í haust tók


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón