Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. febrúar 2017

Hafísinn er út í hafsauga.

Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
1 af 3

Hafís hefur ekki sést lítið sem ekkert frá landi síðan í lok desember 2010 þegar hinn frægi Jóli var á ferðinni. Jakinn Jóli varð frægur því það var fyrsti hafísjaki, Grænlenskur- Íslenskur sem fékk nafn af hafísathugunarmanni á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Veðurstofa Íslands fylgdist allaf vel með jakanum gegnum upplýsingar frá hafísathugunarmanni. Einnig fylgdnist MBL.ís vel með og birti fréttir bæði frá hafísdeild Veðurstofunnar og af Litlahjalla, sem er vefsíða Jóns veðurathugunarmanns, eða frá átjánda desember til tuttugusta og níunda, þegar hann hvarf sjónum hafísathugunarmanns á veðurstofunni í Litlu-Ávík.

Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur alltaf fylgst vel með hafís frá upphafi veðurathugunar í Litlu-Ávík 1995. Enn frá árinu 2000 fór hafís að láta bera á sér við landið. Frá árinu 2001 fór mikið að bera á hafís við ströndina, stakir jakar og árið 2005 fylltust víkur og firðir af hafís. Frá árinu 2001 var hafísathugunarmaður mikið til í sambandi við hafísdeild Veðurstofu Íslands, við þau Þór Jakobsson veður og hafísfræðing, og aðstoðarkonu hans Sigþrúði Ármannsdóttur ,og sendi hafísfréttir. Enn sérstaklega var mikið um hafísfregnir árið 2005, þegar allt var fullt af hafís eins og áður sagði. Þór Jakobsson telur að veðurathugunarmaðurinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. febrúar 2017

Stingur upp á starfslaunasjóði blaðamanna.

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson, útgefandi og annar ritstjóri Fréttatímans, leggur til að ríkið stofni starfslaunasjóð blaðamanna frekar en að styrkja einkafyrirtæki með þröngu eignarhaldi. Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent formanni nefndar sem á að skila tillögum um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Bréfið birtir Gunnar Smári í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook.
 

Gunnar Smári leggur út af starfslaunasjóði rithöfunda og segir þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2017

Viðdómynd. Sjólag.

Sjólag 01-02-2017.
Sjólag 01-02-2017.

Myndatökumaður Litlahjalla tók þessa Vidómynd af sjólagi í dag,seinni partinn í dag um nónleitið af sjólaginu sem var þá. Vindur fyrst í morgun var austlægur og nokkuð hvass, sérstaklega úti fyrir ströndinni, en síðar í dag var vindur orðin norðan eða norðnorðvestan, um það leyti sem myndin er tekin. Oft er sniðugt að sjá sjólag


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2017

Veðrið í Janúar 2017.

Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.
Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með suðlægum vindáttum oft hvössum og frekar lítilli úrkomu. En um kvöldið þann áttunda gekk til norðaustanáttar með lítilsáttar snjókomu, og síðan norðlægari vindátt sem stóð fram til og með tólfta. Þá gekk vindur til suðlægra vindátta þann þrettánda með hægum vindi í fyrstu og hlýnandi veðri, og gerði talsverðan blota þann fimmtánda, en um kvöldið fór að kólna aftur, vindur var oft stífur og jafnvel hvassviðri. Frá tuttugusta til tuttugusta og fimmta var vindur meira austlægur, og á rólegu nótunum. Skammvinn SV átt var þann 26. Þann 27 snerist til áveðinnar NA og N, áttar með snjókomu eða éljum í tvo daga. Eftir það var auslægari vindáttir með frosti í fyrstu, en hlýnaði talsvert síðasta dag mánaðar. Snjólétt var í mánuðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. febrúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. Janúar 2017.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku í Bolungarvík og var það minniháttar. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni tveir í nágrenni Hólamavíkur og tveir við Ísafjörð.

Einn aðili á Ísafirði var grunaður um meðferð fíkniefna í vikunni. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna Þorrablót voru haldin víða í umdæminu um liðna helgi og fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Tilkynnt var til lögreglu um skemmdarverk á sumarbústað


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. janúar 2017

Sérstökum byggðastyrk úthlutað til lagningar ljósleiðara.

Haraldur Benediktsson kynnti úthlutun byggðastyrkja ásamt Karli Björnssyni og Ólafi E. Jóhannssyni. (Mynd af vef Innanríkisráðuneytisins.)
Haraldur Benediktsson kynnti úthlutun byggðastyrkja ásamt Karli Björnssyni og Ólafi E. Jóhannssyni. (Mynd af vef Innanríkisráðuneytisins.)
1 af 2

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 m.kr. úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

Tilgangur þessa viðbótarstyrks í verkefnið er að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga við umsókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Styrkumsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 verða lesnar upp á opnunarfundi í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar kl. 13.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður fjarskiptasjóðs, kynnti verkefnið ásamt Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ólafi E. Jóhannssyni, aðstoðarmanni ráðherra.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2017

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugstöðin Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs núna um hádegið vegna veðurs. Talverð snjókoma er og vindur NA eða ANA 15 til 19 m/s. Ekki er reiknað með flugi til Gjögurs fyrr enn næstkomandi þriðjudag 31. Veðurspá Veðurstofu Íslands hljóðar uppá


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2017

Tíðarfar 2016. Hiti og úrkoma.

Ávíkurnar-Trékyllisvík-Norðurfjörður. Myndin tekin ofan að Reykjaneshyrnu.
Ávíkurnar-Trékyllisvík-Norðurfjörður. Myndin tekin ofan að Reykjaneshyrnu.

Árið 2016 var sérlega hlítt hér á landi. Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var það hlýjasta ár frá því að mælingar hófust og í hópi þeirra hlýjustu í öðrum landshlutum. Hiti fyrstu tvo mánuðina var þó nærri meðallagi en haustið sérlega hlítt. Vindar voru með hægara móti. Fremur þurrt var um tíma, frá því síðla vetrar og fram á sumar, en haustið ónvenjuúrkomusamt, sérstaklega um landið sunnanvert.

Veðurstofa Íslands er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2017

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2016.

Frá afhendingu samfélagsstyrkja Orkubúsins 2016. Mynd OV.
Frá afhendingu samfélagsstyrkja Orkubúsins 2016. Mynd OV.

Formleg afhending styrkjanna fór fram í gær 25. janúar kl. 16:00 2017. í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík. Alls bárust 82 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 3.425.000 kr. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

 

  • Björgunarsveitin Heimamenn: Björgunarstarf - búnaðarkaup 150 þús. kr.
  • Ungmennafélagið Afturelding Reykhólum: Ungmennfélagsstarfsemi 50 þús. kr.
  • Björgunarfélag Ísafjarðar: Björgunarstarf - búnaðarkaup 150 þús. kr.
  • Blakdeild Vestra: Blak- búnaðarkaup 50 þús. kr.
  • Edinborgarhúsið ehf: Hljóðkerfi  100 þús. kr.
  • Golfklúbbur Ísafjarðar: Golf - unglingastarf 50 þús. kr.
  • Handknattleiksdeild Harðar: Handknattleikur fámennar byggðir 50 þús. kr.
  • Harmonikufélag Vestfjarða: Landsmót harmonikkuunnenda 50 þús. kr.
  • Héraðssamband Vestfjarða 3 umsóknir: Fjölmenning (1), fámennar byggðir (2), barnastarf skíði (3) alls 200 þús. kr.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. janúar. 2017.

Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni, fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni, fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Einn maður gisti fangageymslu á Ísafirði aðfaranótt 20. janúar sl. Hann var ölvaður og hafði ruðst inn á heimili nágranna síns, auk þess sem hann er grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var handtekinn fyrr um nóttina. Hann var látinn sofa úr sér vímuna og var orðinn rólegur undir morgun þegar honum var sleppt lausum.

Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta var í Hnísfsdal, snemma morguns sunnudaginn 22. janúar sl.

Einn maður gisti fangaklefa á Patreksfirði aðfaranótt sunnudagsins 22. janúar sl. Hann hafði ruðst í heimildarleysi inn á heimili fólks fyrr um nóttina. Hann var ölvaður og æstur. Hann var látinn sofa úr sér vímuna þar til hann fékk að fara frjáls ferða sinna.

Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni,


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
Vefumsjón