Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. janúar. 2017.
Einn maður gisti fangageymslu á Ísafirði aðfaranótt 20. janúar sl. Hann var ölvaður og hafði ruðst inn á heimili nágranna síns, auk þess sem hann er grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var handtekinn fyrr um nóttina. Hann var látinn sofa úr sér vímuna og var orðinn rólegur undir morgun þegar honum var sleppt lausum.
Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta var í Hnísfsdal, snemma morguns sunnudaginn 22. janúar sl.
Einn maður gisti fangaklefa á Patreksfirði aðfaranótt sunnudagsins 22. janúar sl. Hann hafði ruðst í heimildarleysi inn á heimili fólks fyrr um nóttina. Hann var ölvaður og æstur. Hann var látinn sofa úr sér vímuna þar til hann fékk að fara frjáls ferða sinna.
Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni,
Meira





