Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Vegurinn opnaður.

Mynd Vegagerðin.is
Mynd Vegagerðin.is

Vegagerðin á Hólmavík er að opna veginn norður í Árneshrepp. Vegurinn var þungfær talinn um og yfir áramótin frá Bjarnarfirði og til Gjögurs, en núna eru taldir hálkublettir frá Gjögri og norður til Norðurfjarðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017

Setti jólatré við Kaffi Norðurfjörð.

1 af 2

Alltaf er Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður frá Ísafirði jafn hugulsamur um Árneshrepp. Nú rétt fyrir nýliðin jól kom hann færandi hendi og setti jólatré á stéttina við Kaffi Norðurfjörð og setur þetta skemmtilegan svip þar sem fólk keyrir að Kaupfélaginu. Hver man ekki eftir því þegar hann gaf hljóðkerfi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017

Litlihjalli byrjar aftur.

Litlihjalli opnar aftur.
Litlihjalli opnar aftur.

Þá er www.litlihjalli.it.is að byrja aftur eftir árs í hlé. Reyndar er þetta aðeins breytt veffang, því ég sleppti óvart leninu á litlihjalli.is hjá Isnic þegar ég tók hlé um síðustu áramót, og erlendur aðili búin að taka það lenið, enn þetta er allt sama síðan og ég var með á litlahjalli.is. Enn þetta síðasta tæpa ár hefur mér bara liðið illa í orðsins fyllstu merkingu, því mig kitlar allaf í fingurna að djöflast á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. desember 2015

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár. Á Finnbogastaðavatni á skautum.
Gleðilegt ár. Á Finnbogastaðavatni á skautum.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir nú í síðasta sinn, hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna og  með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2016.!

Þetta Ár er frá oss farið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2015

Ferðin heim.

Sýnd í sjónvarpinu annað kvöld kl:20:20.
Sýnd í sjónvarpinu annað kvöld kl:20:20.

Heimildarmyndin Ferðin heim verður sýnd í Sjónvarpi RÚV klukkan 20.20 annað kvöld þriðjudagskvöldið 29 desember.

Íslensk heimildarmynd um mannlífið og náttúruna á einum afskekktasta stað Íslands; Árneshreppi á Ströndum. Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir ljósmyndari áhorfendur inn í daglegt líf fólks í hreppnum á árunum 2009-2014. Dagskrárgerð:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. desember 2015

Rafmagn fór af Ströndum í morgun.

Frá Geiradal. Mynd OV.
Frá Geiradal. Mynd OV.

Rafmagn fór af Hólmavíkurlínu í morgun um 09:30 í um klukkustund á meðan að varaafl var keyrt upp á Hólmavík hjá Orkubúi Vestfjarða. Bilun reyndist í endamúffu í Geiradal. Eitthvað gekk seinna að koma rafmagni á í Bitru og í Kollafirði. Dísilvél var stöðvuð á Hólmavík um kaffileitið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. desember 2015

Gleðileg jól.

Gleðileg jól.
Gleðileg jól.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. desember 2015

Vefurinn Litlihjalli.is hættir á áramótum.

Litlihjalli.is hættir um áramótin.
Litlihjalli.is hættir um áramótin.
1 af 2

Tilkynning frá Jóni Guðbirni Guðjónssyni vefstjóra og eiganda www.litlihjalli.is :

Vefurinn litlihjalli hefur verið rekin allt frá desember 2003, þá fyrst sem bloggsíða og síðan fréttasíða úr Árneshreppi á Ströndum. Nú um áramót verður fréttaskrifum hætt og vefnum lokað. Og einnig lokast fyrir netfangið litlihjalli@litlihjalli.is Vefurinn hefur alltaf verið vistaður hjá Snerpu ehf á Ísafirði. Jón Guðbjörn vill segja þetta um lokun vefsins: „Ég vil byrja á að þakka tölvu og netþjónustufyrirtækinu Snerpu fyrir frábæra þjónustu frá byrjun. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa auglýst á vefnum og sérstaklega Hótel Djúpavík sem var fljótlega með auglýsingu á vefnum og þeim hjá Rjómabúinu Erpsstöðum sem hafa verið í nokkur ár með eina stærstu auglýsinguna. Öllum hinum vil ég þakka kærlega fyrir. Enn fremur er sveitarfélaginu Árneshreppi


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2015

Mikill póstur í dag.

Það var mikill póstur í dag í Árneshrepp.
Það var mikill póstur í dag í Árneshrepp.

Flogið var í dag í ágætisveðri á Gjögur. Þetta var næstsíðasta flug fyrir jól hjá Flugfélginu Ernum, en síðasta flug fyrir jól verður þriðjudaginn 22 desember. Mikil bréfapóstur og pakkapóstur kom að sunnan í þessari ferð og því nóg að gera á pósthúsinu 524 Árneshreppi. Þau Nanna V Harðardóttir og Jón G Guðjónsson höfðu því nóg að gera í að sortera póst og Jón G síðan að koma pósti og pökkum á heimili Árneshreppsbúa. Það verður varla


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. desember 2015

Rafmagnstruflanir.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða: Geiradalslína, lína milli Glerárskóga og Geiradals leysti út. Straumlaust varð á norðanverðum vestfjörðum í skamma stund vegna þessa eða þar til dísilvélar í Bolungarvík fóru í gang. Unnið er að greiningu. Rafmagn fór af í Árneshreppi sem og annarsstaðar í tæpan klukkutíma.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Hrafn Jökulsson.
Vefumsjón