Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. janúar 2017

Nýr vefur hjá BB.is

Sturla vefhönnuður Snerpu.
Sturla vefhönnuður Snerpu.

Eins og glöggir lesendur www.bb.is hafa tekið eftir er fréttavefur kominn í nýjan búning, unglingurinn eins og ritstjóri BB, kallar hann er orðinn 17 ára og komin tími til að fá ný föt. Gamli vefurinn hefur staðið sig vel, verið bæði snar og snöggur og sjaldan dottið út en afar úreltur, svona tæknilega séð, segir ritstjórinn. Nýi vefurinn er byggður á Word Press eins og svo margir fréttavefir og það er Sturla Stígsson snillingur hjá Snerpu sem hefur átt veg og vanda að öllum tæknibrellum sem viðhafa þarf þegar nýr vefur fer í loftið. Það má geta þess að Sturla


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. janúar 2017

Innlausnarvirði greiðslumarks í sauðfjárrækt.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Tilkynning frá Matvælastofnun.

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Innlausnarvirði greiðslumarks árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi (núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausnar er óskað).

Handhafi greiðslumarks getur óskað


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. janúar 2017

Hvassviðri og hlýnar í bili.

Merki Veðurstofu Íslands.
Merki Veðurstofu Íslands.

Veður fer hlýnandi í dag og gerir einhvern blota í nótt og á morgun með hvassviðri og hætt er við að verði talsverð hálka á vegum hér í Árneshreppi sem og annarsstaðar. Annars er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands svona fyrir Strandir og Norðurland vestra:

Sunnan 5-10 og þurrt að kalla, en heldur hvassara og dálítil snjókoma síðdegis.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2017

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Miklar breytingar urðu við Finnbogastaðaskóla síðastliðið haust og um áramót, þegar allt starfsfólk skólans hætti. Elísa Ösp Valgeirsdóttir hætti sem skólastjóri í lok október, en hún var búin að vera skólastjóri frá árinu 2010. Einnig hætti Vígdís Grímsdóttir sem kennari, hún var búin að vera kennari við skólann frá 2012. Þá hætti Hrefna Þorvaldsdóttir sem matráður um áramótin, en hún var búin að vera matráður við skólann í um 25 ár meira og minna.

Í haust tók


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. janúar 2017

Meðalhiti árið 2016.

Hitamælaskýlið í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýlið í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2016 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2015.:

Janúar: +0,1 stig. (-0,0 ). Febrúar -0,3 stig. ( -0,8 ). (Mars +1,7 stig. (+0,3). Apríl +2,9 stig. (+1,5). Maí +5,5 stig. (+2,6). Júní +8,6 stig. (+5,9).. Júlí +7,7 stig. (+6,2 ). Ágúst +9,3 stig. (+7,7 ). September +7,7 stig. (+8,7). Október +7,8 stig. (+4,7). Nóvember +3,7 stig. (+2,5). Desember +3,0 stig. (+0,2).


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. janúar 2017

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2.til 9 janúar 2017.

Fimmtán ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í vikunni.
Fimmtán ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í vikunni.

Lögreglu og slökkviliði í Vesturbyggð barst beiðni vegna reyks sem kom upp í vélarrúmi báts sem var þá staddur utanvert í Tálknafirði. Björgunarskipið Vörður var sendur frá Patreksfirði áleiðis á staðinn. Sjálfvirkur slökkvibúnaður um borð fór í gang auk þess sem skipverjar notuðu slökkvitæki til að slökkva eldinn. Skipverjum tókst að sigla bátnum til hafnar á Tálknafirði og ekki hlaust frekari hætta af. Rannsókn á tildrögum þessa stendur yfir.

Af og til berst lögreglu kvörtun um lausagöngu hunda í þéttbýli. Slík tilkynning barst um sl. helgi. En þá var hundur laus í miðbæ Ísafjarðar. Starfsmenn sveitarfélaga sjá um að handsama lausa hunda. Mikilvægt er að eigendur hunda fylgi reglum um hundahald. Rétt er að benda á að hundur þarf að vera í taumi ef gengið er með hann í þéttbýli. Margir eru hræddir við hunda og reglunum er


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. janúar 2017

Mannamót markaðsstofanna 2017:

Frá mannamóti í flugskýli Ernis.
Frá mannamóti í flugskýli Ernis.

Fréttatilkynning frá markaðsstofum landshlutanna

Mannamót markaðsstofanna 2017:

Sóknarfærin eru á landsbyggðinni

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 fimmtudaginn 19. janúar í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.

 

Þetta er í fjórða sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi.

 

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. janúar 2017

Skammvinnt norðaustan áhlaup.

Stórsjór við ströndina. Myndasafn.
Stórsjór við ströndina. Myndasafn.
1 af 2

Þá er spáð norðaustlægri vindátt með hvassviðri og eða stormi. Fyrri myndin er af stórsjó, en myndin er úr myndasafni, en sjólag er ekkert farið að aukast enn, en stundum kemur það fyrir að sjólag eykst á undan veðurhæð, en reikna má með miklum eða stórsjó fram á þriðjudag. Seinni myndin er af vef Veðurstofunnar og sýnir vindaspá klukkan 06:00 í fyrramálið. Enn veðurspáin er þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. janúar 2017

Drangsneslína fór út.

Drangsnes. Mynd Mats.
Drangsnes. Mynd Mats.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða fór Drangsneslína út klukkan 03:11. og við það varð rafmagnslaust á Drangsnesi og í Bjarnarfirði, rafmagn komst síðan á aftur klukkan 03:21. og allt virðist í lagi. Orkubúið segir einnig í tilkynningu að


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017

Síminn vildi ekki skaffa router.

Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.
Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.

Það vildi þannig til hjá Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík að á annan í jólum um nónleitið datt allt netsamband út. Haft var strax samband við Símann í 800700 og þeyr sögðu ekkert að netsambandinu á svæðinu og að þetta væri routerinn bilaður eða netkortið. Auðvitað byrjaði Síminn að fullyrða í fyrstu að þetta væri netkortið og sendu Jóni nýtt kort, enn loks þegar það kom var það ekki það. Það skal tekið fram að þeyr settu kortið strax í póst, en vesin var á flugsamgöngum vegna veðurs þarna á milli hátíðanna. En kortið kom loks á föstudaginn 30. desember, og eins og fyrr sagði var það ekki kortið sem var bilað heldur routerinn (boxið), þá var sagt að Jón yrði að senda boxið til þeirra sem og hann gerði með firstu póstferð eftir áramót eða 3 janúar. Þá bað Jón þá hjá Símanum að senda sér box á meðan að hitt væri í viðgerð eða dæmt ónýtt, nei nei, það mátti ekki. En nú í gær fékk hann tilkynningu frá Símanum að routerinn væri bilaður og honum yrði sendur nýr um leið og hann væri til, það var víst ekki til eins box eins og er.

En í millitíðinni heyrir Jón í kunningja sínum


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
Vefumsjón