Eru selir gáfaðir?
Já vefritari Litlahjalla verður að álíta það að selir séu mjög gáfaðir. Þetta hefur Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík sannreynt, því sami selurinn er æði oft á skerjunum fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík, Jón þekkir selinn á smá bletti sem er aftarlega á hreyfunum. Erfitt er að nálgast selinn því hann er mjög var um sig, enn samt mjög forvitinn. Einu sinni var hann í voginum þar sem Jón mælir sjávarhita og kom næstum að fötunni sem Jón kastaði út, en um leið og selurinn sá Jón taka eitthvað upp úr vasanum eða buxunum, synti hann í burtu út fyrir svonefnd Hjallsker, en kom svo aftur lengra inn á Ávíkina. Jón telur selinn halda sig hafa verið að draga
Meira