Nýr vefur hjá BB.is
Eins og glöggir lesendur www.bb.is hafa tekið eftir er fréttavefur kominn í nýjan búning, unglingurinn eins og ritstjóri BB, kallar hann er orðinn 17 ára og komin tími til að fá ný föt. Gamli vefurinn hefur staðið sig vel, verið bæði snar og snöggur og sjaldan dottið út en afar úreltur, svona tæknilega séð, segir ritstjórinn. Nýi vefurinn er byggður á Word Press eins og svo margir fréttavefir og það er Sturla Stígsson snillingur hjá Snerpu sem hefur átt veg og vanda að öllum tæknibrellum sem viðhafa þarf þegar nýr vefur fer í loftið. Það má geta þess að Sturla sá um að hanna Litlahjalla einnig á sínum tíma.
Það á eftir að hnýta ýmsa spotta í verkinu, myndasafnið gamla er ekki komið inn og ekki heldur Bæjarins besta. Sömuleiðis er eftir að koma öllum gömlu fréttunum í skjól því í þeim felast mikil menningarverðmæti, hvernig við gerum það á eftir að koma í ljós. Segir Bryndís Sigurðardóttir ritstjóri www.bb.is