Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017

Veðrið 2016 komið inn.

Nú er vefritari búin að setja allt yfirlit um veður inn á Yfirlit yfir veðrið sem vantaði meðan vefsíðan var í fríi, það er frá desember 2015 og til desember 2016. Meðalhiti er komin inn á alla mánuði nema desember síðastliðin, honum verður bætt inn þegar búið er að reikna hann út. Yfirlit yfir veðrið er þarna ofarlega til vinstri fyrir neðan fréttir. Einnig minni ég á Veðurspá sem er þarna vinstra megin ofarlega. Þarna fyrst eru sjálfvirkar stöðvar fyrir spásvæðið Strandir og Norðurland vestra. Muna eftir að smella síðan á fleiri


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2017

Vindur gæti farið í 25-32 m/s í kviðum í dag.

Vindaspá kl. 18:00.
Vindaspá kl. 18:00.

Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra frá VÍ: Sunnan 15-23 m/s og rigning. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 15-23 með éljum um hádegi og kólnar, vægt frost í kvöld. Snýst í


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2017

Mikið áfall fyrir hreppinn.

Frá fjárréttum.
Frá fjárréttum.

Það hefur margt skeð í hreppnum á liðnu ári þegar vefurinn lá niðri. Mesta áfallið fyrir byggðina í Árneshreppi var þegar hætt var búskap á þrem bæjum alveg síðastliðið haust. Það voru bæirnir Finnbogastaðir og Bær í Trékyllisvík og Krossnes, en þar var hætt búskap en ekki búsetu. Einnig hætti


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2017

Rafmagnsreikningurinn hækkar.

Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.
Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.

Gjaldskrár Orkubús Vestfjarða hækka frá og með 1. janúar 2017.  Þannig hækkar gjaldskrá fyrir dreifingu raforku um 7% en 4% fyrir sölu.  Niðurgreiðslur vegna húshitunar hækka einnig þann 1. janúar og dregur hækkunin úr kostnaðaraukningu heimila.

Áhrif hækkunarinnar á heildarorkukostnað heimila verða minnst hjá heimilum í þéttbýli sem nota fjarvarma til upphitunar, eða 2,1%, en hækkun hjá þeim


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Rafmagnslaust í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli.

Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
1 af 3

Rafmagnslaust hefur verið í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli frá því aðfaranótt gamlársdags. Nú eru Orkubúsmenn að vinna í að gera við og búið er að finna bilunina um 2,7 km neðan við spennistöðina í Ávíkurdal. Orkubúið er komin með beltagröfu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum. 27-12-2016 til 02-01-2017.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal.
Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal.

Skemmtanahald í umdæminu yfir jól og áramót fór vel fram.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var að flytja farm á vörubíllspalli. Farmurinn var ekki nægjanlega festur og voru gerðar athugasemdir við það.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem ekki gaf stefnuljós og voru gerðar athugasemdir við það. Við nánari skoðun kom í ljós að ökutækið var ótryggt og voru númer þess tekin af og bifreiðin þannig tekin út umferð.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal, annar á 112 km hraða en hinn á 105 km hraða.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Vegurinn opnaður.

Mynd Vegagerðin.is
Mynd Vegagerðin.is

Vegagerðin á Hólmavík er að opna veginn norður í Árneshrepp. Vegurinn var þungfær talinn um og yfir áramótin frá Bjarnarfirði og til Gjögurs, en núna eru taldir hálkublettir frá Gjögri og norður til Norðurfjarðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017

Setti jólatré við Kaffi Norðurfjörð.

1 af 2

Alltaf er Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður frá Ísafirði jafn hugulsamur um Árneshrepp. Nú rétt fyrir nýliðin jól kom hann færandi hendi og setti jólatré á stéttina við Kaffi Norðurfjörð og setur þetta skemmtilegan svip þar sem fólk keyrir að Kaupfélaginu. Hver man ekki eftir því þegar hann gaf hljóðkerfi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017

Litlihjalli byrjar aftur.

Litlihjalli opnar aftur.
Litlihjalli opnar aftur.

Þá er www.litlihjalli.it.is að byrja aftur eftir árs í hlé. Reyndar er þetta aðeins breytt veffang, því ég sleppti óvart leninu á litlihjalli.is hjá Isnic þegar ég tók hlé um síðustu áramót, og erlendur aðili búin að taka það lenið, enn þetta er allt sama síðan og ég var með á litlahjalli.is. Enn þetta síðasta tæpa ár hefur mér bara liðið illa í orðsins fyllstu merkingu, því mig kitlar allaf í fingurna að djöflast á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. desember 2015

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár. Á Finnbogastaðavatni á skautum.
Gleðilegt ár. Á Finnbogastaðavatni á skautum.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir nú í síðasta sinn, hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna og  með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2016.!

Þetta Ár er frá oss farið,


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
Vefumsjón