Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. janúar 2017

Mannamót markaðsstofanna 2017:

Frá mannamóti í flugskýli Ernis.
Frá mannamóti í flugskýli Ernis.

Fréttatilkynning frá markaðsstofum landshlutanna

Mannamót markaðsstofanna 2017:

Sóknarfærin eru á landsbyggðinni

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 fimmtudaginn 19. janúar í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.

 

Þetta er í fjórða sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi.

 

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. janúar 2017

Skammvinnt norðaustan áhlaup.

Stórsjór við ströndina. Myndasafn.
Stórsjór við ströndina. Myndasafn.
1 af 2

Þá er spáð norðaustlægri vindátt með hvassviðri og eða stormi. Fyrri myndin er af stórsjó, en myndin er úr myndasafni, en sjólag er ekkert farið að aukast enn, en stundum kemur það fyrir að sjólag eykst á undan veðurhæð, en reikna má með miklum eða stórsjó fram á þriðjudag. Seinni myndin er af vef Veðurstofunnar og sýnir vindaspá klukkan 06:00 í fyrramálið. Enn veðurspáin er þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. janúar 2017

Drangsneslína fór út.

Drangsnes. Mynd Mats.
Drangsnes. Mynd Mats.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða fór Drangsneslína út klukkan 03:11. og við það varð rafmagnslaust á Drangsnesi og í Bjarnarfirði, rafmagn komst síðan á aftur klukkan 03:21. og allt virðist í lagi. Orkubúið segir einnig í tilkynningu að


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017

Síminn vildi ekki skaffa router.

Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.
Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.

Það vildi þannig til hjá Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík að á annan í jólum um nónleitið datt allt netsamband út. Haft var strax samband við Símann í 800700 og þeyr sögðu ekkert að netsambandinu á svæðinu og að þetta væri routerinn bilaður eða netkortið. Auðvitað byrjaði Síminn að fullyrða í fyrstu að þetta væri netkortið og sendu Jóni nýtt kort, enn loks þegar það kom var það ekki það. Það skal tekið fram að þeyr settu kortið strax í póst, en vesin var á flugsamgöngum vegna veðurs þarna á milli hátíðanna. En kortið kom loks á föstudaginn 30. desember, og eins og fyrr sagði var það ekki kortið sem var bilað heldur routerinn (boxið), þá var sagt að Jón yrði að senda boxið til þeirra sem og hann gerði með firstu póstferð eftir áramót eða 3 janúar. Þá bað Jón þá hjá Símanum að senda sér box á meðan að hitt væri í viðgerð eða dæmt ónýtt, nei nei, það mátti ekki. En nú í gær fékk hann tilkynningu frá Símanum að routerinn væri bilaður og honum yrði sendur nýr um leið og hann væri til, það var víst ekki til eins box eins og er.

En í millitíðinni heyrir Jón í kunningja sínum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017

Veðrið 2016 komið inn.

Nú er vefritari búin að setja allt yfirlit um veður inn á Yfirlit yfir veðrið sem vantaði meðan vefsíðan var í fríi, það er frá desember 2015 og til desember 2016. Meðalhiti er komin inn á alla mánuði nema desember síðastliðin, honum verður bætt inn þegar búið er að reikna hann út. Yfirlit yfir veðrið er þarna ofarlega til vinstri fyrir neðan fréttir. Einnig minni ég á Veðurspá sem er þarna vinstra megin ofarlega. Þarna fyrst eru sjálfvirkar stöðvar fyrir spásvæðið Strandir og Norðurland vestra. Muna eftir að smella síðan á fleiri


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2017

Vindur gæti farið í 25-32 m/s í kviðum í dag.

Vindaspá kl. 18:00.
Vindaspá kl. 18:00.

Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra frá VÍ: Sunnan 15-23 m/s og rigning. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 15-23 með éljum um hádegi og kólnar, vægt frost í kvöld. Snýst í


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2017

Mikið áfall fyrir hreppinn.

Frá fjárréttum.
Frá fjárréttum.

Það hefur margt skeð í hreppnum á liðnu ári þegar vefurinn lá niðri. Mesta áfallið fyrir byggðina í Árneshreppi var þegar hætt var búskap á þrem bæjum alveg síðastliðið haust. Það voru bæirnir Finnbogastaðir og Bær í Trékyllisvík og Krossnes, en þar var hætt búskap en ekki búsetu. Einnig hætti


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2017

Rafmagnsreikningurinn hækkar.

Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.
Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.

Gjaldskrár Orkubús Vestfjarða hækka frá og með 1. janúar 2017.  Þannig hækkar gjaldskrá fyrir dreifingu raforku um 7% en 4% fyrir sölu.  Niðurgreiðslur vegna húshitunar hækka einnig þann 1. janúar og dregur hækkunin úr kostnaðaraukningu heimila.

Áhrif hækkunarinnar á heildarorkukostnað heimila verða minnst hjá heimilum í þéttbýli sem nota fjarvarma til upphitunar, eða 2,1%, en hækkun hjá þeim


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Rafmagnslaust í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli.

Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
1 af 3

Rafmagnslaust hefur verið í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli frá því aðfaranótt gamlársdags. Nú eru Orkubúsmenn að vinna í að gera við og búið er að finna bilunina um 2,7 km neðan við spennistöðina í Ávíkurdal. Orkubúið er komin með beltagröfu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum. 27-12-2016 til 02-01-2017.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal.
Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal.

Skemmtanahald í umdæminu yfir jól og áramót fór vel fram.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var að flytja farm á vörubíllspalli. Farmurinn var ekki nægjanlega festur og voru gerðar athugasemdir við það.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem ekki gaf stefnuljós og voru gerðar athugasemdir við það. Við nánari skoðun kom í ljós að ökutækið var ótryggt og voru númer þess tekin af og bifreiðin þannig tekin út umferð.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur. Báðir voru þeir í akstri í Arnkötludal, annar á 112 km hraða en hinn á 105 km hraða.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Hrafn Jökulsson.
Vefumsjón