Mannamót markaðsstofanna 2017:
Fréttatilkynning frá markaðsstofum landshlutanna
Mannamót markaðsstofanna 2017:
Sóknarfærin eru á landsbyggðinni
Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 fimmtudaginn 19. janúar í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.
Þetta er í fjórða sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi.
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Meira