Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. desember 2015

Nýr verslunarstjóri.

Nanna Vilborg Harðardóttir verslunarstjóri.
Nanna Vilborg Harðardóttir verslunarstjóri.

Nanna Vilborg Harðardóttir tók við sem nýr verslunarstjóri við útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði þann 3. nóvember, hún kemur að vestan. Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum sem var þar verslunarstjóri frá 22. september 2014 og fram til 31. ágúst síðastliðin hætti. Eftir það og fram til að Nanna tók við voru afleysingarfólk sem hljóp í skarðið ef svo má sega, en það voru þau Davíð Már Bjarnason og Sigrún Sverrisdóttir, en hún hefur verið í hlutastarfi á skrifstofu hreppsins. Árneshreppsbúar


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Foktjón á Steinstúni.

Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
Þakplötur fuku af aðalfjárhúsunum.
1 af 2

Nokkurt foktjón varð á Steinstúni hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda þar í austanóveðrinu sem var í nótt og fram á morgun. Hlið úr gömlum fjárhúsum fauk inn og þakið féll niður að miklum hluta á því. Nokkrar kindur voru þar til bráðbrigða en þær klemmdust á milli að einhverjum hluta en náðust óskaddaðar úr brakinu. Einnig fuku þrjár þakplötur af stærri fjárhúsunum og hurfu út í buskann. Um eitt og hálft ár er síðan að skipt var um þakjárn á þeim húsum. Þá einnig losnaði að hluta veggklæðning á íbúðarhúsinu þar. „Guðlaugur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2015

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 16.30. Stjórnandi: Ágota Joó Einsöngur: Þóra Einarsdóttir: Píanó: Vilberg Viggósson: Hugvekja: Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð innifalið. Miðaverð í forsölu er 3.500 kr.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. desember 2015

Vond veðurspá.

Úr myndasafni. OV á von truflunum á rafmagni.
Úr myndasafni. OV á von truflunum á rafmagni.

Í ljósi vondrar veðurspár má búast við truflunum á rafmagni í kvöld og til morguns. Spáð er ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og er vaxandi vindálag á línur á Vestfjörðum í kvöld og viðvarandi til morguns.   Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið farið yfir allan viðbúnað og er hann eins góður og kostur er.

Gangi veðurspá eftir geta línur slitnað og staurar brotnað. Í þéttbýli er nægjanlegt varaafl fyrir raforkukerfið en bili rafmagnslínur í dreifbýlinu mega notendur búast við að vera án rafmagns þar til unnt er að komast til viðgerða, sem samkvæmt veðurspá verður vart fyrr en síðdegis á morgun.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 6. desember 2015

Ofsaveðri er spáð á morgun.

Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti annað kvöld.
Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti annað kvöld.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun, en á Ströndum byrjar ekki að hvessa fyrr en eftir miðjan dag að einhverju ráði. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra frá Veðurstofu Íslands:

Minnkandi norðanátt og léttir til, en sunnan 3-8 síðdegis. Frost 2 til 10 stig. Suðaustan 8-13 og skýjað á morgun. Vaxandi


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2015

Strandafrakt í ullarferð.

Bíll frá Strandafrakt. Myndasafn.
Bíll frá Strandafrakt. Myndasafn.
1 af 2

Vegagerðin opnaði veginn norður í Árneshrepp í gærdag. Þá notaði Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt tækifærið og sótti fyrri ferðina af ull til bænda. Seinni ferðin verður sótt þegar allir bændur eru búnir að klippa (ría) sitt fé, og þá þegar færi gefur. Strandafrakt sér um að sækja ull frá öllum bæjum í Strandasýslu. Ullin fer


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. desember 2015

Tókst að fljúga í dag.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.

Það tókst að fljúga á Gjögur í dag, en í fyrra dag aflýsti Flugfélagið Ernir öllu flugi á alla áfangastaði sína vegna veðurs á landinu. Síðan átti að fljúga í gær á Gjögur, enn flugbrautin var hál og þurfti að sandbera og gekk það ílla og gekk það ekki upp í gær. Síðast var flogið á Gjögur á þriðjudaginn 24.nóvember eða fyrir viku síðan, því ekki tókst að fljúga heldur á föstudaginn 27. nóvember. Því er rúmlega vika síðan að var flogið til Gjögurs. Vörur komu með vélinni í útibú


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2015

Veðrið í Nóvember 2015.

Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.
Oft var svartabilur seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsti dagur mánaðar var með hægri breytilegri vindátt, síðan skiptust á austlægar eða suðlægar vindáttir fram til 12 með skúrum eða rigningu. Frá 13 til 19 voru norðaustlægar vindáttir með kólnandi veðri og éljum. Eftir það voru suðlægar vindáttir aftur með hlýnandi veðri í bili, en kólnaði aftur með umhleypingum. Um miðjan dag þann 26 gekk í ákveðna norðaustanátt yfirleitt með hvassviðri og með nokkru frosti og snjókomu eða éljum það sem eftir lifði mánaðar. Talsverður snjór er nú komin á láglendi.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Jólatrésskemmtun.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.
Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa á laugardag.

Jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa verðu haldin laugardaginn 28. nóvember 2015 kl. 14:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, Garðabæ, á sama stað og í fyrra. Á boðstólum verða veitingar fyrir bæði börn og fullorðna. Aðgangseyrir er 2.000,- kr., frítt fyrir börn undir fermingu.
Það verður góð


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2015

Vindstefnumælir bilaður.

Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.
Vindmælirinn er á mastri á flugstöðvarbyggingunni.

Á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli  hjá Veðurstofu Íslands er vindstefnan biluð, mælirinn sýnir alltaf Norðanátt. Vindhraði virðist í lagi og hitastig og einnig rakastigið. Veðurstofan sendir mann til að skipta út mælinum við fyrsta tækifæri, en það þarf að vera hægur vindur til að fara upp í mælinn. Mælrinn bilaði þriðjudaginn 24 nóvember. Fólk er beðið að taka ekki mark á vindstefnunni á


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
Vefumsjón