Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. janúar 2017
Prenta
Skammvinnt norðaustan áhlaup.
Þá er spáð norðaustlægri vindátt með hvassviðri og eða stormi. Fyrri myndin er af stórsjó, en myndin er úr myndasafni, en sjólag er ekkert farið að aukast enn, en stundum kemur það fyrir að sjólag eykst á undan veðurhæð, en reikna má með miklum eða stórsjó fram á þriðjudag. Seinni myndin er af vef Veðurstofunnar og sýnir vindaspá klukkan 06:00 í fyrramálið. Enn veðurspáin er þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan 3-8 og þurrt að kalla. Vaxandi austlæg átt undir kvöld og dálítil slydda eða snjókoma, 13-23 um miðnætti, hvassast á Ströndum. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. Norðaustlægari í nótt, en dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun. Frost 1 til 6 stig.