Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. janúar til 6. febrúar 2017.
Nú í síðustu viku bárust lögreglu tvær tilkynningar frá íbúum í miðbæ Ísafjarðar um lausan hund. Um var að ræða sama hundinn í báðum tilvikum sem virtist ganga laus og í öðru tilvikinu fór hundurinn inn um ólæstar íbúðardyr. Enginn var heima og þegar íbúar komu heim var hundurinn búinn að éta ýmislegt matarkyns í eldhúsinu. Eigendum hundsins hefur verið gerð grein fyrir ákvæðum samþykktar Ísafjarðarbæjar um hundahald. Auk þess sem viðkomandi sviði Ísafjarðarbæjar hefur verið gerð grein fyrir þessu.
Eigendur hunda eru minntir á mikilvægi þess að tryggja að aðrir íbúar verði ekki fyrir ónæði af hálfu hunda.
Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku. En þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Hjallahálsi. Bifreiðin rann út af veginum og valt a.m.k. eina veltu. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hólmavík.
Meira





