Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2017

Tíðarfar 2016. Hiti og úrkoma.

Ávíkurnar-Trékyllisvík-Norðurfjörður. Myndin tekin ofan að Reykjaneshyrnu.
Ávíkurnar-Trékyllisvík-Norðurfjörður. Myndin tekin ofan að Reykjaneshyrnu.

Árið 2016 var sérlega hlítt hér á landi. Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var það hlýjasta ár frá því að mælingar hófust og í hópi þeirra hlýjustu í öðrum landshlutum. Hiti fyrstu tvo mánuðina var þó nærri meðallagi en haustið sérlega hlítt. Vindar voru með hægara móti. Fremur þurrt var um tíma, frá því síðla vetrar og fram á sumar, en haustið ónvenjuúrkomusamt, sérstaklega um landið sunnanvert.

Veðurstofa Íslands er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2017

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2016.

Frá afhendingu samfélagsstyrkja Orkubúsins 2016. Mynd OV.
Frá afhendingu samfélagsstyrkja Orkubúsins 2016. Mynd OV.

Formleg afhending styrkjanna fór fram í gær 25. janúar kl. 16:00 2017. í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík. Alls bárust 82 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 3.425.000 kr. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

 

  • Björgunarsveitin Heimamenn: Björgunarstarf - búnaðarkaup 150 þús. kr.
  • Ungmennafélagið Afturelding Reykhólum: Ungmennfélagsstarfsemi 50 þús. kr.
  • Björgunarfélag Ísafjarðar: Björgunarstarf - búnaðarkaup 150 þús. kr.
  • Blakdeild Vestra: Blak- búnaðarkaup 50 þús. kr.
  • Edinborgarhúsið ehf: Hljóðkerfi  100 þús. kr.
  • Golfklúbbur Ísafjarðar: Golf - unglingastarf 50 þús. kr.
  • Handknattleiksdeild Harðar: Handknattleikur fámennar byggðir 50 þús. kr.
  • Harmonikufélag Vestfjarða: Landsmót harmonikkuunnenda 50 þús. kr.
  • Héraðssamband Vestfjarða 3 umsóknir: Fjölmenning (1), fámennar byggðir (2), barnastarf skíði (3) alls 200 þús. kr.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. janúar. 2017.

Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni, fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni, fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Einn maður gisti fangageymslu á Ísafirði aðfaranótt 20. janúar sl. Hann var ölvaður og hafði ruðst inn á heimili nágranna síns, auk þess sem hann er grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var handtekinn fyrr um nóttina. Hann var látinn sofa úr sér vímuna og var orðinn rólegur undir morgun þegar honum var sleppt lausum.

Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta var í Hnísfsdal, snemma morguns sunnudaginn 22. janúar sl.

Einn maður gisti fangaklefa á Patreksfirði aðfaranótt sunnudagsins 22. janúar sl. Hann hafði ruðst í heimildarleysi inn á heimili fólks fyrr um nóttina. Hann var ölvaður og æstur. Hann var látinn sofa úr sér vímuna þar til hann fékk að fara frjáls ferða sinna.

Tveir ökumenn voru kærðir, í vikunni,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. janúar 2017

Hulda Björk verslunarstjóri.

Hulda Björk Þórisdóttir útibústjóri.
Hulda Björk Þórisdóttir útibústjóri.
1 af 2

Eins og áður hefur komið fram að mikið hefur skeð í Árneshreppi á meðan Litlihjalli var í ársleyfi 2016. Um miðjan ágúst síðastliðið sumar tók Hulda Björk Þórisdóttir við sem útibústjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði af Nönnu Vilborgu Harðardóttur. En Nanna var búin að vera útibústjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði frá því 3. nóvember 2015. Nanna kom að vestan og var mikið saknað hér í hreppnum þegar hún hætti.

Nú vonum við Árneshreppsbúar að þessi útibústjóri endist og endist, og verði farsæl í starfi, því það tekur alltaf mikinn tíma að þjálfa nýtt starfsfólk upp.

Komið var saman á Kaffi Norðurfirði til að kveðja Nönnu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2017

Opnað til Árneshrepps.

Kort Vegagerðin.is
Kort Vegagerðin.is

Vegagerðin á Hólmavík er að opna veginn norður í Árneshrepp, ekki er um mikinn snjó að ræða „segir vegaverkstjóri, þetta er bara svona rétt yfirferð, segir hann“. Oddviti Árneshrepps bað um þennan mokstur og á kosnaður við hann á að skiptast jafnt á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Árneshrepps. Nú sem af er vetri hefur það verið í fyrsta sinn að mokað er innansveitar


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. janúar 2017

Nefnd um einkarekna fjölmiðla.

Litlir sveitafjölmiðlar eru mjög mikilvægir.
Litlir sveitafjölmiðlar eru mjög mikilvægir.

Fréttatylkinning:

Í lok árs 2016 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nefnd til að gera „tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu,“ eins og segir í erindisbréfi til nefndarmanna.

Tilefni nefndarskipunarinnar er meðal annars áskorun stjórnenda einkarekinna fjölmiðla í byrjun júlí sl. um að stjórnvöld geri „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði“.

Nefndarmenn hafa farið yfir efnistök og afmörkun vinnunnar og telja nauðsynlegt að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila sem tengjast rekstri einkarekinna fjölmiðla. Kallað er eftir tillögum um breytingar á íslenskri löggjöf og aðrar aðgerðir sem eiga að stuðla að því markmiði sem kemur fram í erindisbréfi og áskorun til stjórnvalda.

Með bréfi þessu er óskað eftir tillögum frá þínum fjölmiðli.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. janúar 2017

Eru selir gáfaðir?

Selurinn forvitni á skeri fyrir neðan bæinn.
Selurinn forvitni á skeri fyrir neðan bæinn.
1 af 2

Já vefritari Litlahjalla verður að álíta það að selir séu mjög gáfaðir. Þetta hefur Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík sannreynt, því sami selurinn er æði oft á skerjunum fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík, Jón þekkir selinn á smá bletti sem er aftarlega á hreyfunum. Erfitt er að nálgast selinn því hann er mjög var um sig, enn samt mjög forvitinn. Einu sinni var hann í voginum þar sem Jón mælir sjávarhita og kom næstum að fötunni sem Jón kastaði út, en um leið og selurinn sá Jón taka eitthvað upp úr vasanum eða buxunum, synti hann í burtu út fyrir svonefnd Hjallsker, en kom svo aftur lengra inn á Ávíkina. Jón telur selinn halda sig hafa verið að draga


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2017

Úrkoma árið 2016.

Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2015:

Janúar 45,1 mm. (97,6). Febrúar 104,2 mm. (78,0). Mars 59,7 mm. (89,1). Apríl 23,5 mm. (46,6). Maí 71,2 mm. (48,0). Júní 38,8 mm. (15,4). Júlí 112,4 mm. (68,0). Ágúst 42,8 mm. (252,8).September 172,0 mm. (58,6). Október 66,9 mm. (126,3). Nóvember 90,0 mm. (82,4).


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. janúar 2017

Allhvasst eða hvassviðri.

Vindaspá VÍ kl:12:00 í dag.
Vindaspá VÍ kl:12:00 í dag.

Nú er spáð suðvestanátt í dag, enn engin stormur í kortunum, en lélegt skyggni verður í éljum og í skafrenningi.

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan 13-20 m/s og él, frost 1 til 6 stig. Lægir í kvöld


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2017

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. til 16. janúar.

Kannabisefni send á Strandir.
Kannabisefni send á Strandir.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í liðinni viku. Annað þeirra varð á Súðavíkurhlíð að kveldi 12. janúar sl. en þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni. Bifreiðin rann út af veginum og fór veltur ofan vegarins. Ökumaðurinn, sem var einsamall í bifreiðinni, slapp án meiðsla, enda með öryggisbeltið spennt. Bifreiðin var ó ökufær eftir atvikið. Hitt óhappið varð á Gemlufallsheiði um miðjan dag sama dag, þann 12. janúar, en þá rann bifreið til og utan í vegrið sem er Bjarnadalsmegin við heiðina. Bifreiðin festist og þurfti að losa hana. Hvorki ökumann eða farþega sakaði.

Einn


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ísrek í Ávíkinni
  • Úr sal Gestir.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
Vefumsjón